04.01.2020 Hringróður í kringum Danmörku í 2020
Eitt af mínum aðalverkefnum í 2020 verður að róa í kringum Danmörku, til verksins hef ég hinn frábæra Panthera kajak. Kajak sem á fá sína líka, er sérsniðin fyrir verkefni einsog þetta. Líkt og ávallt þegar til stendur að róa langt, er mikilvægt að venja sig sem allra best við þann bát sem nota á til verksins. Dagarnir í kringum áramótin buðu uppá einmitt þetta...
Eitt af mínum aðalverkefnum í 2020 verður að róa í kringum Danmörku, til verksins hef ég hinn frábæra Panthera kajak. Kajak sem á fá sína líka, er sérsniðin fyrir verkefni einsog þetta. Líkt og ávallt þegar til stendur að róa langt, er mikilvægt að venja sig sem allra best við þann bát sem nota á til verksins. Dagarnir í kringum áramótin buðu uppá einmitt þetta...
31.08.2019 Á flot að nýju
Loksins kom að því að ég fór á flot að nýju, þar sem ég nú er orðin félagsmaður í Kayakklúbburinn, þar sem ég hef aðgang að sjókajökum og brimskíðum, auk aðstöðunnar sem er listilega samansett úr gámum. Brimskíðin falla best að mínum æfingum, kem tilmeð að nýta mér þau á komandi mánuðum.
Aðstæður voru heppileg blanda af léttum byr og hæfilegri öldu, hentaði ljómandi eftir nokkurra vikna hlé á róðri. Fór fyrstu ferðina í Epic V10 Sport, einstaklega skemmtilegur og velsmíðaður farkostur, sem kom þægilega á óvart hvað stöðugleika varðar.
Loksins kom að því að ég fór á flot að nýju, þar sem ég nú er orðin félagsmaður í Kayakklúbburinn, þar sem ég hef aðgang að sjókajökum og brimskíðum, auk aðstöðunnar sem er listilega samansett úr gámum. Brimskíðin falla best að mínum æfingum, kem tilmeð að nýta mér þau á komandi mánuðum.
Aðstæður voru heppileg blanda af léttum byr og hæfilegri öldu, hentaði ljómandi eftir nokkurra vikna hlé á róðri. Fór fyrstu ferðina í Epic V10 Sport, einstaklega skemmtilegur og velsmíðaður farkostur, sem kom þægilega á óvart hvað stöðugleika varðar.
12.03.2016 Virkilega góð vika
Loksins upplifði ég draumaviku með helling af góðu veðri og fjölmörgum sjóferðum. Þar af 2x 42km ferðir - þar sem ég í annari ferðinni missti stjórn á hraðanum og endaði nánast í keppnis tempoi - nokkuð sem ég þarf að vera mun agaðari gagnvart. Hin ferðin gekk einsog í sögu og mér tókst að halda hraðanum meira undir 9km á klst. það var tvennt gjörólíkt hvernig mér leið í skrokknum á eftir. Í seinni ferðinni réri ég með ca. 10kg í stfninu á SeaRocket kajaknum, sem virkaði virkilega vel og það gaf töluvert annan bát með mun lengri sjólínu, ég hef nú róið rúmlega 700km í Zegul Searocket kajaknum - sem hefur svo sannarlega staðist mínar væntingar.
Vinur minn Morten Salomonsen frá Næstved kajakklub, sendi mér fyrir nokkrum vikum athyglisverða grein um VÖÐVABÓLGU. Greinin sú hafði mikil áhrif á matarvenjur mínar og vítamína inntöku, hvoru tveggja hafði mjög jákvæð áhrif á eftirköstin af þessum 42km löngu ferðum. Nokkuð sem kemur að stóru gagni við að koma mér sem heillegustum í gegnum Svíþjóðar verkefnið mitt - kærar þakkir fyrir hjálpina Morten.
Loksins upplifði ég draumaviku með helling af góðu veðri og fjölmörgum sjóferðum. Þar af 2x 42km ferðir - þar sem ég í annari ferðinni missti stjórn á hraðanum og endaði nánast í keppnis tempoi - nokkuð sem ég þarf að vera mun agaðari gagnvart. Hin ferðin gekk einsog í sögu og mér tókst að halda hraðanum meira undir 9km á klst. það var tvennt gjörólíkt hvernig mér leið í skrokknum á eftir. Í seinni ferðinni réri ég með ca. 10kg í stfninu á SeaRocket kajaknum, sem virkaði virkilega vel og það gaf töluvert annan bát með mun lengri sjólínu, ég hef nú róið rúmlega 700km í Zegul Searocket kajaknum - sem hefur svo sannarlega staðist mínar væntingar.
Vinur minn Morten Salomonsen frá Næstved kajakklub, sendi mér fyrir nokkrum vikum athyglisverða grein um VÖÐVABÓLGU. Greinin sú hafði mikil áhrif á matarvenjur mínar og vítamína inntöku, hvoru tveggja hafði mjög jákvæð áhrif á eftirköstin af þessum 42km löngu ferðum. Nokkuð sem kemur að stóru gagni við að koma mér sem heillegustum í gegnum Svíþjóðar verkefnið mitt - kærar þakkir fyrir hjálpina Morten.
23.02.2016 STÓRTÍÐINDI - VÕHANDU MARATON
Í dag barst mér boð frá TAHE OUTDOOR'S via KANOBYG - um að taka þátt í hinu þekkta VÕHANDU MARATON sem fram fer í Eistlandi þann 23. April ! ! !
Þetta er auðvitað hrikalega spennandi tækifæri, keppnin sem er 100km löng fer fram í á er trúlega líkist að einhverju leiti því sem ég er vanur úr Tour de Gudenå keppninni - bara öllu lengra. Sem stendur er óljóst í hvernig kajak ég kem til með að róa í, Tahe Outdoor sér mér fyrir bát og öllu öðru tengdu keppninni.
Þátttakan kemur til með að breyta nokkuð æfingum hjá mér, nokkuð sem ekki veldur mér neinum áhyggjum, enda er um langa keppni að ræða. Ég mum að sjáfsögðu leggja mig fram um að ná góðum árangri í sjálfri keppninni.
Ég ÞAKKA MARGFALDLEGA TAHE OUTDOORS OG KANOBYG - FYRIR AÐ VEITA MÉR ÞETTA EINSTAKA TÆKIFÆRI.
Í dag barst mér boð frá TAHE OUTDOOR'S via KANOBYG - um að taka þátt í hinu þekkta VÕHANDU MARATON sem fram fer í Eistlandi þann 23. April ! ! !
Þetta er auðvitað hrikalega spennandi tækifæri, keppnin sem er 100km löng fer fram í á er trúlega líkist að einhverju leiti því sem ég er vanur úr Tour de Gudenå keppninni - bara öllu lengra. Sem stendur er óljóst í hvernig kajak ég kem til með að róa í, Tahe Outdoor sér mér fyrir bát og öllu öðru tengdu keppninni.
Þátttakan kemur til með að breyta nokkuð æfingum hjá mér, nokkuð sem ekki veldur mér neinum áhyggjum, enda er um langa keppni að ræða. Ég mum að sjáfsögðu leggja mig fram um að ná góðum árangri í sjálfri keppninni.
Ég ÞAKKA MARGFALDLEGA TAHE OUTDOORS OG KANOBYG - FYRIR AÐ VEITA MÉR ÞETTA EINSTAKA TÆKIFÆRI.
Myndir úr föstudagstúrnum......
21.02.2016 Upp og Niður vika
Að vera í vinnunni alla 7 daga vikunnar, getur sett flest plön úr skorðum, að þessu sinni gekk það mest út yfir lyftingarnar. Sem viku fyrir fleiri tímum á sjó í Zegul Searocket kajaknum.
Föstudagurinn gaf frábæran túr, þar sem ég réri á milli veðraskipta í nýja URSUIT þurrbúningnum. Ég verð sífellt sáttari og tryggari við Zegul Searocket kajakkinn. Gildir þá einu, hvort ég er langt eða stutt frá landi, hef að auki undanfarið eytt smá tíma í tækniæfingar. Í næstu viku mun ég taka einn 5 tíma róður til að sjá hversu marga km slíkt uppátæki gefur. VEðurspáinn er ekkert spes svo þetta ætti að geta orðið nokkuð "raunverulegt" viðmið.
Í vikulokinn skellti ég svo Zedtech CRUZADER túrkajak á flot og réri nokkra km í þessu skemmtilega fleyi - kajakkinn er í dönsku fánalitunum. Allur frágangur er til mikillar fyrirmyndar, árleg notkun á kajaknum er innan við 400km - sem er frekar lítið fyrir klúbkajak - með svo góða eiginleika.
Einna helst minnir Cruzader kajakkinn mest á hraðskreiðan sjókajak og væri tilvalin fyrir þá sem vanir eru að róa í slíkum bátum, en vildu kynnast þeim möguleikum sem svona léttur bátur gefur.
Að vera í vinnunni alla 7 daga vikunnar, getur sett flest plön úr skorðum, að þessu sinni gekk það mest út yfir lyftingarnar. Sem viku fyrir fleiri tímum á sjó í Zegul Searocket kajaknum.
Föstudagurinn gaf frábæran túr, þar sem ég réri á milli veðraskipta í nýja URSUIT þurrbúningnum. Ég verð sífellt sáttari og tryggari við Zegul Searocket kajakkinn. Gildir þá einu, hvort ég er langt eða stutt frá landi, hef að auki undanfarið eytt smá tíma í tækniæfingar. Í næstu viku mun ég taka einn 5 tíma róður til að sjá hversu marga km slíkt uppátæki gefur. VEðurspáinn er ekkert spes svo þetta ætti að geta orðið nokkuð "raunverulegt" viðmið.
Í vikulokinn skellti ég svo Zedtech CRUZADER túrkajak á flot og réri nokkra km í þessu skemmtilega fleyi - kajakkinn er í dönsku fánalitunum. Allur frágangur er til mikillar fyrirmyndar, árleg notkun á kajaknum er innan við 400km - sem er frekar lítið fyrir klúbkajak - með svo góða eiginleika.
Einna helst minnir Cruzader kajakkinn mest á hraðskreiðan sjókajak og væri tilvalin fyrir þá sem vanir eru að róa í slíkum bátum, en vildu kynnast þeim möguleikum sem svona léttur bátur gefur.
14.02.2016 Islenskur orkuforði - BITAFISKUR
Ferð mín til Íslands i liðinni viku, ól af sér nokkrar góðar styrktaræfingar i SPORTHUSINU og i Grafarvogs sundlauginni. Að æfa í Sporthúsinu var fyrir mig, mikil upplifun - mér þykir að jafnaði ljómandi ágætt að æfa í City fitness i Sønderborg. Það væri þó með léttum leik hægt að flytja allan þann búnað og þær græjur sem þar finnast, inní Sporthusid - án þess að nokkur yrði var við það ! ! !
Ég heimsótti einnig einn af mínum allra mikilvægustu kostunnaraðilum GÆDAFISK - þar sem ég náði í vistir fyrir komandi mánuði. Harðfiskurinn með sín (84% protein) mun gegna LYKILHLUTVERKI, í sumar er ég hefst handa við að róa meðfram sænsku strandlengjunni.
Frekari upplýsingar um harðfiskinn, klikkið á hlekkinn: HARÐFISKUR
Ferð mín til Íslands i liðinni viku, ól af sér nokkrar góðar styrktaræfingar i SPORTHUSINU og i Grafarvogs sundlauginni. Að æfa í Sporthúsinu var fyrir mig, mikil upplifun - mér þykir að jafnaði ljómandi ágætt að æfa í City fitness i Sønderborg. Það væri þó með léttum leik hægt að flytja allan þann búnað og þær græjur sem þar finnast, inní Sporthusid - án þess að nokkur yrði var við það ! ! !
Ég heimsótti einnig einn af mínum allra mikilvægustu kostunnaraðilum GÆDAFISK - þar sem ég náði í vistir fyrir komandi mánuði. Harðfiskurinn með sín (84% protein) mun gegna LYKILHLUTVERKI, í sumar er ég hefst handa við að róa meðfram sænsku strandlengjunni.
Frekari upplýsingar um harðfiskinn, klikkið á hlekkinn: HARÐFISKUR
06.02.2016 Kominn í fyrstu 500km í ár
Með þessu stutta túr sem ég réri í dag kom ég uppá 500km, það hefur verið hrein ánægja að róa inn þessa kilometra i Zegul Searocket kajaknum. Má segja að með hverjum róðrinum aukist ánægja mín með þetta val. Nú í febrúar er áætlunin að auka við þann fjölda tíma sem ég nota í æfingar, ennfremur er ætlunin að taka nokkra 5 tíma róðra. Ég held að sjálfsögðu áfram að þjálfa styrk, sem ég er svo mikilvægur hluti af heildarpakkanum sem ég er að byggja upp.
Mig hlakkar til næstu mánuða með fleiri tímum á sjó og aukinni dagsbirtu. Í næstu viku verð ég við æfingar á Íslandi, þar sem ég þarf að koma heim í stutta heimsókn. Líklegast er að þ´r æfingar snúist að mestu leiti um styrktarþjálfun og sund.
Með þessu stutta túr sem ég réri í dag kom ég uppá 500km, það hefur verið hrein ánægja að róa inn þessa kilometra i Zegul Searocket kajaknum. Má segja að með hverjum róðrinum aukist ánægja mín með þetta val. Nú í febrúar er áætlunin að auka við þann fjölda tíma sem ég nota í æfingar, ennfremur er ætlunin að taka nokkra 5 tíma róðra. Ég held að sjálfsögðu áfram að þjálfa styrk, sem ég er svo mikilvægur hluti af heildarpakkanum sem ég er að byggja upp.
Mig hlakkar til næstu mánuða með fleiri tímum á sjó og aukinni dagsbirtu. Í næstu viku verð ég við æfingar á Íslandi, þar sem ég þarf að koma heim í stutta heimsókn. Líklegast er að þ´r æfingar snúist að mestu leiti um styrktarþjálfun og sund.
02.02.2016 Erfiður janúar mánuður
Það var vitað mál að janúar yrði krefjandi í vinnunni, og það gekk svo sannarlega eftir, í lok mánaðar leit ég yfir tímaskýrslurnar og komst að því að ég hafði einungis átt TVO frídag ! ! ! Að sjálfsögðu vonast ég til þess að febrúar verði ekki eins krefjandi - engu að síður sýndi samantekt ENDOMONDO fyrir janúar mánuð - að ég hafði æft í ca. 15% fleiri tímar í janúar. En ég gerði í desember og nóvember, markmið mitt fyrir janúar var einmitt að auka lítillega við fjölda æfingatíma. Það sem gleður mig þó mest er, að ég greini töluverðar framfarir eftir æfingarnar í janúar.
Það var vitað mál að janúar yrði krefjandi í vinnunni, og það gekk svo sannarlega eftir, í lok mánaðar leit ég yfir tímaskýrslurnar og komst að því að ég hafði einungis átt TVO frídag ! ! ! Að sjálfsögðu vonast ég til þess að febrúar verði ekki eins krefjandi - engu að síður sýndi samantekt ENDOMONDO fyrir janúar mánuð - að ég hafði æft í ca. 15% fleiri tímar í janúar. En ég gerði í desember og nóvember, markmið mitt fyrir janúar var einmitt að auka lítillega við fjölda æfingatíma. Það sem gleður mig þó mest er, að ég greini töluverðar framfarir eftir æfingarnar í janúar.
29.01.2016 URSUIT NÝR Sponsor !!!
Í gegnum tíðina hef ég hef ekki verið stór notandi af þurrbúningum - þrátt fyrir að eiga einn mjög frambærilegan. Mér hefur ávallt þótt það þungt og hindrandi að bera slíka flík. Af öryggis sjónarmiðum - sérstaklega á veturna - ef ég þarf að róa langt frá landi. Þar af leiðandi er ég næstum "high" yfir nýja URSUIT ÞURRBÚNINGNUM sem ég fékk afhentan nú í vikunni, sponsað að hluta til af finnska framleiðandanum URSUIT og að hluta til af mínum aðal sponsor KANOBYG. Nýji þurrbúningurinn vegur einungis 2 kg og er ekki á nokkurn hátt þvingandi að bera. Það er fyrst og fremst þægilegheitin, léttleikinn og hreyfanleiki þurrbúningsins sem gerir mig svo GRÍÐARLEGA ÁNÆGÐAN - af þeim sökum vil ég þakka margfaldlega Ursuit og Kanobyg.
Í gegnum tíðina hef ég hef ekki verið stór notandi af þurrbúningum - þrátt fyrir að eiga einn mjög frambærilegan. Mér hefur ávallt þótt það þungt og hindrandi að bera slíka flík. Af öryggis sjónarmiðum - sérstaklega á veturna - ef ég þarf að róa langt frá landi. Þar af leiðandi er ég næstum "high" yfir nýja URSUIT ÞURRBÚNINGNUM sem ég fékk afhentan nú í vikunni, sponsað að hluta til af finnska framleiðandanum URSUIT og að hluta til af mínum aðal sponsor KANOBYG. Nýji þurrbúningurinn vegur einungis 2 kg og er ekki á nokkurn hátt þvingandi að bera. Það er fyrst og fremst þægilegheitin, léttleikinn og hreyfanleiki þurrbúningsins sem gerir mig svo GRÍÐARLEGA ÁNÆGÐAN - af þeim sökum vil ég þakka margfaldlega Ursuit og Kanobyg.
Réttur klæðnaður við ALLAR aðstæður er gríðarlega mikilvægur fyrir kajakræðara....
26.01.2016 Inspiration - Hugsaðu einsog sigurvegari
Það er mikilvægt að halda einbeitingu, það er mikilvægt að gera hlutina rétt, það er mikilvægt að halda sér við efnið. Góður árangur ekki bara eitthvað sem gerist - það krefst mikillar vinnu - að ná árangri. En það eru margar leiðir til að markmiðinu, mikilvægi þess að gera hlutina rétt er gríðarlega stór, möguleikin á að vinna rangt og eyða tíma sínum vitlaust - er ávallt til staðar.
Það er því mikilvægt að líta í kring um sig og læra af þeim sem hafa fundið leiðina til að ná árangri - þeir eru sem betur fer margir.
Einn af þeim er daninn Eskild Ebbesen, sem sótt hefur medalíur á DM, NM, EM, HM og Ólympíuleikunum. Þessa dagana er ég að lesa frásögn hans - um þá miklu vinnu sem hefur skapað velgengni hans. Bókin "Hugsaðu eins og sigurvegari" gefur mikinn og góðan innblástur. Enda er þar komið inná svo margar af þeim aðstæðum, sem ég þekki svo vel frá minni eigin þjálfun. Ég er mjög ánægður með bókina sem nú þegar hefur gefið mér nokkrar hugmyndir, sem munu gagnast mér í undirbúningi mínum fyrir Svíþjóð í sumar.
Það er mikilvægt að halda einbeitingu, það er mikilvægt að gera hlutina rétt, það er mikilvægt að halda sér við efnið. Góður árangur ekki bara eitthvað sem gerist - það krefst mikillar vinnu - að ná árangri. En það eru margar leiðir til að markmiðinu, mikilvægi þess að gera hlutina rétt er gríðarlega stór, möguleikin á að vinna rangt og eyða tíma sínum vitlaust - er ávallt til staðar.
Það er því mikilvægt að líta í kring um sig og læra af þeim sem hafa fundið leiðina til að ná árangri - þeir eru sem betur fer margir.
Einn af þeim er daninn Eskild Ebbesen, sem sótt hefur medalíur á DM, NM, EM, HM og Ólympíuleikunum. Þessa dagana er ég að lesa frásögn hans - um þá miklu vinnu sem hefur skapað velgengni hans. Bókin "Hugsaðu eins og sigurvegari" gefur mikinn og góðan innblástur. Enda er þar komið inná svo margar af þeim aðstæðum, sem ég þekki svo vel frá minni eigin þjálfun. Ég er mjög ánægður með bókina sem nú þegar hefur gefið mér nokkrar hugmyndir, sem munu gagnast mér í undirbúningi mínum fyrir Svíþjóð í sumar.
16.01.2016 Kuldanámskeið
Loksins var haldið nútímalegt kuldanámskeið í Sønderborg Kajak Club, efnið hefur að mínu mati og út frá minni sjósundsreynslu, verið vanrækt um langa hríð. Námskeiðið sem er skipulagt og samansett af lækninum Christian Lund, kenndi rétt viðbrögð ef maður lendir í köldu vatni. Námskeiðið var sérstaklega hagnýt og opnaði nýja sýn á möguleikana fyrir flesta þátttakendur. Ennfremur var sýnd og prufuð björgunnartækni og aðferðir sem ekki höfðu sést áður - nokkuð sem er ómetanlegt. Námskeiðið sjálft er svo vel sammensett, að það var hrein ánægja að taka þátt frá upphafi til enda, verklegi hlutinn studdi snildarlega við þann fræðilega, enda var það samdóma álit þátttakenda að allir höfðu lært heilan helling.
Loksins var haldið nútímalegt kuldanámskeið í Sønderborg Kajak Club, efnið hefur að mínu mati og út frá minni sjósundsreynslu, verið vanrækt um langa hríð. Námskeiðið sem er skipulagt og samansett af lækninum Christian Lund, kenndi rétt viðbrögð ef maður lendir í köldu vatni. Námskeiðið var sérstaklega hagnýt og opnaði nýja sýn á möguleikana fyrir flesta þátttakendur. Ennfremur var sýnd og prufuð björgunnartækni og aðferðir sem ekki höfðu sést áður - nokkuð sem er ómetanlegt. Námskeiðið sjálft er svo vel sammensett, að það var hrein ánægja að taka þátt frá upphafi til enda, verklegi hlutinn studdi snildarlega við þann fræðilega, enda var það samdóma álit þátttakenda að allir höfðu lært heilan helling.
10.01.2016 Hið SÆNSKA "BLÅ BÅND"
Svo er skráningin í höfn - fyrsta skráning ársins - til Blå Bånd Svíanna - skráningin rauk beint inná heimasiðuna, sem heldur utan um væntanlegar tilraunir og hvernig gengið hefur undanfarin ár. Áætlun mín er að hefja róður í byrjun júnímánaðar - eftir nú minna en sex mánuði - af veðurfarslegum ástæðum má ég færa byrjunnardag fram og tilbaka að vild. Ástæðan fyrir því að ég valdi júní, er eingöngu sú að það er sá mánuður sem hefur lengstu dagana - nokkuð sem er mjög mikilvægt þegar kemur að því að róa seint um kvöld eða að næturlagi. Mitt aðal markmið er auðvitað að ná sem bestum tíma á þessum ca. 2300km spotta. Góð staðsetning í "Hall of fame" er mín helsta hvatning meðan á róðrinum stendur.
Svo er skráningin í höfn - fyrsta skráning ársins - til Blå Bånd Svíanna - skráningin rauk beint inná heimasiðuna, sem heldur utan um væntanlegar tilraunir og hvernig gengið hefur undanfarin ár. Áætlun mín er að hefja róður í byrjun júnímánaðar - eftir nú minna en sex mánuði - af veðurfarslegum ástæðum má ég færa byrjunnardag fram og tilbaka að vild. Ástæðan fyrir því að ég valdi júní, er eingöngu sú að það er sá mánuður sem hefur lengstu dagana - nokkuð sem er mjög mikilvægt þegar kemur að því að róa seint um kvöld eða að næturlagi. Mitt aðal markmið er auðvitað að ná sem bestum tíma á þessum ca. 2300km spotta. Góð staðsetning í "Hall of fame" er mín helsta hvatning meðan á róðrinum stendur.
04.01.2016 Desember status.....
Eins og svo margir aðrir nota ég, meðal annars Endomondo, til að halda utan um æfingar mínar og þjálfun. Endomondo gefur gott yfirlit yfir heildar iðkun, sundurliðar róður, styrktarþjálfun og annað sprikl. Í gegnum Endomondo gefst einnig tækifæri til að fylgjast með þjálfun vina sinna. Hvort heldur um er að ræða púlsháða þjálfun, eða aðrar tegundir af þjálfun bíður Endomondo uppá gríðarlega fjölbreytta möguleika, þar sem árangur og iðkun er sýnd grafísk, eða komið til skila í gegnum tölfræði.
Eins og svo margir aðrir nota ég, meðal annars Endomondo, til að halda utan um æfingar mínar og þjálfun. Endomondo gefur gott yfirlit yfir heildar iðkun, sundurliðar róður, styrktarþjálfun og annað sprikl. Í gegnum Endomondo gefst einnig tækifæri til að fylgjast með þjálfun vina sinna. Hvort heldur um er að ræða púlsháða þjálfun, eða aðrar tegundir af þjálfun bíður Endomondo uppá gríðarlega fjölbreytta möguleika, þar sem árangur og iðkun er sýnd grafísk, eða komið til skila í gegnum tölfræði.
GLEÐILEG KAJAKJÓL
05.06.2014 Danmark Rundt only 2 days !
Á morgun ek ég áleiðis til Højer Sluse, þar gisti ég í tjaldi yfir nótt. Meiningin er að hefja róður um kl. 6 & 7 - það mun vera háflóð á milli Sylt og Rømø kl. 08:41
Aðallega er það vegna óvenju góðrar veðurspár að ég flýti för, sem upprunalega var sett á þann 11. júní. Ég mun skrifa Blog á meðan ég er í gangi samhliða því verður hægt að fylgjast með á live tracking....
Á morgun ek ég áleiðis til Højer Sluse, þar gisti ég í tjaldi yfir nótt. Meiningin er að hefja róður um kl. 6 & 7 - það mun vera háflóð á milli Sylt og Rømø kl. 08:41
Aðallega er það vegna óvenju góðrar veðurspár að ég flýti för, sem upprunalega var sett á þann 11. júní. Ég mun skrifa Blog á meðan ég er í gangi samhliða því verður hægt að fylgjast með á live tracking....
11.04.2014 Kominn í 1200km, með Höfrungum
Í dag hætti ég örlítið fyrr í vinnunni og skellti mér í róður. Veðrið var uppá sitt best og ég réri útí Alsfjord, þar sem ég vissi að mín biði tölu verður mótvindur, stefnan var sett á Varnæs. Eftir 2ja tíma róður, snéri ég við og réri til Ballebro, þar heilsaði ég uppá staðarhaldara - sem voru við það að vera klárir fyrir nýtt tímabil - það var þó enn ekki komið neitt snickers eða annað súkkulaði í
hillurnar ! Á síðasta ári lá leið mín oft um þessar slóðir, ekki var þá verra að hafa þennan næringar möguleika í strandkantinum. EFtir stutt stop réri ég áleiðis til Snogbæk, skyndilega skaust "stór" gráleitur skuggi uppúr dýpinu og kom undan kajaknum uppá yfirborðið. Þetta var þessi líka flotti Höfrungur sem sótti sér loft við stefni Kötlu. Þetta endurtók hann svo 3svar sinnum og að því loknu færði höfrungurinn sig að aftanverðum kajaknum og fylgdi mér eftir í góða stund. Aldrei fyrr hef ég komist svo nálægt höfrungi í kajak - þetta var skemmtileg uppákoma. Túrinn endaði í 34km - og mér fannst ég vera orðinn vel volgur erfti 30km, er ég réri í létt og áreynslulaust og samtímis hélt ég góðum hraða. Undirbúningur minn og æfingar hafa einmitt miðað að þessu - svo þetta var gríðarlega ánægjuleg staðfesting á forminu.
Í dag hætti ég örlítið fyrr í vinnunni og skellti mér í róður. Veðrið var uppá sitt best og ég réri útí Alsfjord, þar sem ég vissi að mín biði tölu verður mótvindur, stefnan var sett á Varnæs. Eftir 2ja tíma róður, snéri ég við og réri til Ballebro, þar heilsaði ég uppá staðarhaldara - sem voru við það að vera klárir fyrir nýtt tímabil - það var þó enn ekki komið neitt snickers eða annað súkkulaði í
hillurnar ! Á síðasta ári lá leið mín oft um þessar slóðir, ekki var þá verra að hafa þennan næringar möguleika í strandkantinum. EFtir stutt stop réri ég áleiðis til Snogbæk, skyndilega skaust "stór" gráleitur skuggi uppúr dýpinu og kom undan kajaknum uppá yfirborðið. Þetta var þessi líka flotti Höfrungur sem sótti sér loft við stefni Kötlu. Þetta endurtók hann svo 3svar sinnum og að því loknu færði höfrungurinn sig að aftanverðum kajaknum og fylgdi mér eftir í góða stund. Aldrei fyrr hef ég komist svo nálægt höfrungi í kajak - þetta var skemmtileg uppákoma. Túrinn endaði í 34km - og mér fannst ég vera orðinn vel volgur erfti 30km, er ég réri í létt og áreynslulaust og samtímis hélt ég góðum hraða. Undirbúningur minn og æfingar hafa einmitt miðað að þessu - svo þetta var gríðarlega ánægjuleg staðfesting á forminu.
14-16.04.2014 Danmark Rundt test ! ! !
Það var kominn tími til að testa LD- formið ( Long Distance ) , ég hef á þessu tímabili, vísvitandi valið að halda mig frá keppnis þjálfunn. Sökum þessa hefur nánast engin áhersla verið lögð á interval- og púlsþjálfunn. Höfuðáherslan hefur verið á fleiri " slo-mo " og lengri ferðir, með einstaka túr í turkayak og Surfski - stundum, og þá mest til tilbreytinga.
Þann 14. apríl réri ég 22/33km sem var framkvæmt í fínum norðan vindi, sem þýðir góðan og stöðugan mótvind á Alssundinu. Þessari ferð var fylgt eftir með góðum nætursvefni.
Daginn eftir þann 15. apríl var ég kominn á flot um kl. 7:00 og byrjaði daginn með 2x16km, eftir smá hlé endurtók ég 2x16km. Nú tók ég 90min pásu, þar sem ég innbyrti prótein drykk og át fullt af kolvetnum í formi pasta og grænmetis. Nú voru bara 36km eftir til að ná 100km - sem var markmið dagsins. Allan daginn hélst norðanvindurinn uppá 6-9 m / sek þannig að stundum var alveg þokkalegasti mótvindur . Ef ekki hefði verið þessi fíni vindur á Alssundinu, hefði ég valið einhvern annan stað til að framkvæma þetta próf . Síðastu 36km voru í raun besti leggurinn í dag þar fann ég næga orku og ferskleika - ef það hefði verið planið - hefði ég hefði getað róið mun lengra. Ég lauk róðrinum um kl. 20.00 þannig að það fóru 13 tímar í allt í þetta.
Nú í morgun þann 16. apríl kl. 05:00 var ég svo aftur kominn á flot, tilgangurinn var að finna hvernig þessi átök höfðu sett mark sitt á kroppinn - ég réri 14km - sem staðfestu að allt væri eins og það átti að vera. Ég hef hvorki, skaða í lófum eða undir handleggjum og það eina sem sér að einhverju leiti á er andlit mitt vegna sólskins. Auðvitað merki ég þreytu í kroppnum og ekkert óeðlilegt við það - mikilvægast af öllu - er þó að finna fyrir þeirri löngun að vilja meira. Það gekk líka vel með að halda áhuganum, ég svaf heima á milli þessara daga - en ég yfirleitt sef ég líka vel í tjaldinu mínu . Næringarlega hliðinn gekk fínt upp, með inntöku müslibars, hnetum, próteini og nægu vatni .
Allt í allt mjög velstaðið próf !
Það var kominn tími til að testa LD- formið ( Long Distance ) , ég hef á þessu tímabili, vísvitandi valið að halda mig frá keppnis þjálfunn. Sökum þessa hefur nánast engin áhersla verið lögð á interval- og púlsþjálfunn. Höfuðáherslan hefur verið á fleiri " slo-mo " og lengri ferðir, með einstaka túr í turkayak og Surfski - stundum, og þá mest til tilbreytinga.
Þann 14. apríl réri ég 22/33km sem var framkvæmt í fínum norðan vindi, sem þýðir góðan og stöðugan mótvind á Alssundinu. Þessari ferð var fylgt eftir með góðum nætursvefni.
Daginn eftir þann 15. apríl var ég kominn á flot um kl. 7:00 og byrjaði daginn með 2x16km, eftir smá hlé endurtók ég 2x16km. Nú tók ég 90min pásu, þar sem ég innbyrti prótein drykk og át fullt af kolvetnum í formi pasta og grænmetis. Nú voru bara 36km eftir til að ná 100km - sem var markmið dagsins. Allan daginn hélst norðanvindurinn uppá 6-9 m / sek þannig að stundum var alveg þokkalegasti mótvindur . Ef ekki hefði verið þessi fíni vindur á Alssundinu, hefði ég valið einhvern annan stað til að framkvæma þetta próf . Síðastu 36km voru í raun besti leggurinn í dag þar fann ég næga orku og ferskleika - ef það hefði verið planið - hefði ég hefði getað róið mun lengra. Ég lauk róðrinum um kl. 20.00 þannig að það fóru 13 tímar í allt í þetta.
Nú í morgun þann 16. apríl kl. 05:00 var ég svo aftur kominn á flot, tilgangurinn var að finna hvernig þessi átök höfðu sett mark sitt á kroppinn - ég réri 14km - sem staðfestu að allt væri eins og það átti að vera. Ég hef hvorki, skaða í lófum eða undir handleggjum og það eina sem sér að einhverju leiti á er andlit mitt vegna sólskins. Auðvitað merki ég þreytu í kroppnum og ekkert óeðlilegt við það - mikilvægast af öllu - er þó að finna fyrir þeirri löngun að vilja meira. Það gekk líka vel með að halda áhuganum, ég svaf heima á milli þessara daga - en ég yfirleitt sef ég líka vel í tjaldinu mínu . Næringarlega hliðinn gekk fínt upp, með inntöku müslibars, hnetum, próteini og nægu vatni .
Allt í allt mjög velstaðið próf !
31.03.2014 kominn uppá 1100 km
Átök dagsins 24km túr í "turkayak", dugði til að komast uppá 1100km á þessu timabili. Flestir mínir túrar um þessar mundir liggja í kringum 20km. Það tekur mig um 2-3 klukkustundir að ljúka slíkum róðri. Í dag eru cirka 2 mánuðir þar til að ég legg afstað í mína 3ju tilraun til að ljúka Danmark Rundt - að þessu sinni í félagi við Zegul Arrow Empower
Átök dagsins 24km túr í "turkayak", dugði til að komast uppá 1100km á þessu timabili. Flestir mínir túrar um þessar mundir liggja í kringum 20km. Það tekur mig um 2-3 klukkustundir að ljúka slíkum róðri. Í dag eru cirka 2 mánuðir þar til að ég legg afstað í mína 3ju tilraun til að ljúka Danmark Rundt - að þessu sinni í félagi við Zegul Arrow Empower
2013/11/23 3 Tímar í ARROW EMPOWER = 29km ! ! !
Í dag var mjög gott veður á Suður -Jótland, ég eyddi eins og svo margir aðrir, drjúgum hluta dagsins á sjó. Þetta urðu á endanum, 3 klukkutímar af hreinræktaðri skemmtun í
ARROW EMPOWER kajaknum, sem ég að þessu sinni réri til suðurs. Það gekk vel með að halda góðum hraða, nú hafa liðið nokkrir dagar án þess að ég hafi haft árina á lofti.
Hvort sem það var vegna þess eða þeirra auka "hvíldar daga " sem ég einnig hef látið eftir mér veit ég ekki. Þriðji möguleikinn er að áhrif styrktarþjálfunarinnar séu farin að gera vart við sig. Í það minnsta var hraðinn nokkuð meiri en venjulega - hugsanlega hefur meðstraumur spilað inní hugsaði ég, er fyrsti tíminn af þremur var liðinn og meðalhraðinn var 9,5 km/t, virtist.
Það var ekki annað i stöðunni en að sjá hvernig hún leit út eftir tvo klukkutíma, þá hafði ég snúið við og var nú á leið til Sønderborg aftur - 9,5 km meðalhraði stóð líkt og límdur á skjáinn á Garmin GPS 78s.
Í raun gekk nú enn betur eftir því sem ég nálgaðist Sønderborg á þeim tímapunkti, glímdi ég þó við örlítin mótvind. Skyndilega var meðalhraðinn 9,6 km, þrátt fyrir mótvind. Það var ekkert mál fyrir mig að klára síðustu klukkustundina á sama hraða, niðurstaðan varð 29km á þremur tímum, nokkuð sem ég var mjög sáttur við. Að sjálfsögðu bætti ég 1 léttum km við og kláraði daginn með 30km. Ég reri líkt og svo oft áður með 8kg auka þyngd í Kötlu, sem í mínum heimi jafngildir þeirri þyngd sem farangur á stuttum 2-3 daga ferðum myndi þyngja kajakinn með.
Í dag var mjög gott veður á Suður -Jótland, ég eyddi eins og svo margir aðrir, drjúgum hluta dagsins á sjó. Þetta urðu á endanum, 3 klukkutímar af hreinræktaðri skemmtun í
ARROW EMPOWER kajaknum, sem ég að þessu sinni réri til suðurs. Það gekk vel með að halda góðum hraða, nú hafa liðið nokkrir dagar án þess að ég hafi haft árina á lofti.
Hvort sem það var vegna þess eða þeirra auka "hvíldar daga " sem ég einnig hef látið eftir mér veit ég ekki. Þriðji möguleikinn er að áhrif styrktarþjálfunarinnar séu farin að gera vart við sig. Í það minnsta var hraðinn nokkuð meiri en venjulega - hugsanlega hefur meðstraumur spilað inní hugsaði ég, er fyrsti tíminn af þremur var liðinn og meðalhraðinn var 9,5 km/t, virtist.
Það var ekki annað i stöðunni en að sjá hvernig hún leit út eftir tvo klukkutíma, þá hafði ég snúið við og var nú á leið til Sønderborg aftur - 9,5 km meðalhraði stóð líkt og límdur á skjáinn á Garmin GPS 78s.
Í raun gekk nú enn betur eftir því sem ég nálgaðist Sønderborg á þeim tímapunkti, glímdi ég þó við örlítin mótvind. Skyndilega var meðalhraðinn 9,6 km, þrátt fyrir mótvind. Það var ekkert mál fyrir mig að klára síðustu klukkustundina á sama hraða, niðurstaðan varð 29km á þremur tímum, nokkuð sem ég var mjög sáttur við. Að sjálfsögðu bætti ég 1 léttum km við og kláraði daginn með 30km. Ég reri líkt og svo oft áður með 8kg auka þyngd í Kötlu, sem í mínum heimi jafngildir þeirri þyngd sem farangur á stuttum 2-3 daga ferðum myndi þyngja kajakinn með.
15.09.2013 Vann TDG 2013 á tímanum 9 klst. og 33 min.
Full report tomorrow.....
http://www.tourdegudenaa.dk/resources/1/filer%202013/Resultatliste,%20anden%20etape%207.pdf
http://www.tourdegudenaa.dk/resources/1/filer%202013/Resultatliste,%20anden%20etape%207.pdf
14.09.2013 NR. 1 eftir dag nr. 1
Allt hefur virkað samkvæmt plani i dag og ég hef næstum 15 min forskot til nr. 2
13.09.2013 Tour de Gudenå keppnin á morgunn....!!!
øA morgun kl 11:00, verður startað í sjó kajak flokki, gert verður útum 47km á morgun af þeim samtals 120km, að við munum róa á næstu tveimur 2 dögum.
Ég mun aftur njóta, félagskapar af ferskum Norðmönnum, sem ég á von á að rói í Surfski.
Því miður hefur sterkasti keppinautur minn Michael Ustrup, dregið sig út úr keppninni á síðustu stundu.
Fyrir mig var það eitt af því sem ég hafði hlakkað heilan helling til, að keppa á móti honum. Árið 2011 sigraði Michael mig, ég fékk svo hefnd árið 2012 svo það stendur 1:01 á milli okkar.
Við erum 15 í sjókajak flokknum að þessu sinni, sem er nokkuð í lagi. Veðrið virðist vera í góðu skapi - að þessu sinni, ég fæ þó ekki neitt af sterkum mótvindi að leika mér í um helgina ....
Það kemur stutt færsla, varðandi stöðuna annað kvöld.....
Ég mun aftur njóta, félagskapar af ferskum Norðmönnum, sem ég á von á að rói í Surfski.
Því miður hefur sterkasti keppinautur minn Michael Ustrup, dregið sig út úr keppninni á síðustu stundu.
Fyrir mig var það eitt af því sem ég hafði hlakkað heilan helling til, að keppa á móti honum. Árið 2011 sigraði Michael mig, ég fékk svo hefnd árið 2012 svo það stendur 1:01 á milli okkar.
Við erum 15 í sjókajak flokknum að þessu sinni, sem er nokkuð í lagi. Veðrið virðist vera í góðu skapi - að þessu sinni, ég fæ þó ekki neitt af sterkum mótvindi að leika mér í um helgina ....
Það kemur stutt færsla, varðandi stöðuna annað kvöld.....
17.08.2013 Danmerkurmeistari í OCEAN RACING 2013 ! ! !
Ocean Racing 2013 - Peter 2., Mig 1. og Janik 3.
Eftir að hafa sofið vel um nóttina í einum af Kanobyg's Kanoum, var ég kominn á ról kl. 06.00 og eftir að hafa komið Isbirninum fyrir á toppgrindinni, ók ég og át morgunmat samtímis til Kayakclub Krogen in Helsingør. Eftir stutta kynningu á reglum sem fara átti eftir í keppninni. Var okkur ásamt bátunum ekið til bæjarins Tisvilleleje sem er lítill bær á N-Sjálandi.
Keppendur voru svo ræstir frá Tisvilleleje og áttu að róa til Helsingør, sem er 40km vegalengd. Veðrið var ekki til að kvarta yfir, þrátt fyrir rigningu á fyrstu kílómetrunum.
Frá upphafi lenti ég í miklu basli með að halda jafnvægi í Isbirninum, ekki eru þó liðnir margir mánuðir síðan að ég var að róa í þessu öndvegis fleyi ! ! ! Þetta kom mér virkilega á óvart og ég hafði alls ekki reiknað með að hafa misst svona mikið tökin á birninum á svona stuttum tíma. Þetta basl gerði það að verkum að ég gat langt frá því beitt mér að fullu og var að halda púls uppá einungis140-155 í gegnum alla keppnia - nokkuð sem var langt frá því sem ég hafði ætlað mér. Engu að síður kom ég inn sem sigurvegari á 3.54 klst - þónokkuð á undan liðsfélaga mínum frá Næstved Kajakklub, Peter Fobian sem varð annar í keppninni....
Myndir: https://plus.google.com/photos/110525464819352955534/albums/5913402717545694305?authkey=COP4sZbS3a_iSw
Keppendur voru svo ræstir frá Tisvilleleje og áttu að róa til Helsingør, sem er 40km vegalengd. Veðrið var ekki til að kvarta yfir, þrátt fyrir rigningu á fyrstu kílómetrunum.
Frá upphafi lenti ég í miklu basli með að halda jafnvægi í Isbirninum, ekki eru þó liðnir margir mánuðir síðan að ég var að róa í þessu öndvegis fleyi ! ! ! Þetta kom mér virkilega á óvart og ég hafði alls ekki reiknað með að hafa misst svona mikið tökin á birninum á svona stuttum tíma. Þetta basl gerði það að verkum að ég gat langt frá því beitt mér að fullu og var að halda púls uppá einungis140-155 í gegnum alla keppnia - nokkuð sem var langt frá því sem ég hafði ætlað mér. Engu að síður kom ég inn sem sigurvegari á 3.54 klst - þónokkuð á undan liðsfélaga mínum frá Næstved Kajakklub, Peter Fobian sem varð annar í keppninni....
Myndir: https://plus.google.com/photos/110525464819352955534/albums/5913402717545694305?authkey=COP4sZbS3a_iSw
11.08.2013 Als Rundt
... allir elska Empower
Það gekk mjög vel að hringa Als um helgina. Veðrið var með okkur fram til síðasta dags, þar sem við fengum mótvind, engan vind, öldur, rigningu og sólskin. Dagurinn Í dag var stærsta áskorun ferðarinnar, en það er nauðsynlegur hluti af ferð eins og þessari.
Fyrstu nóttina gistum við í Nordborg Ro og Kayak Club í Dyvig, þar sem við fengum góða byrjun á ferðinni. Næsta stop okkar var Blommenslyst, sem er frumstætt tjaldsvæði, milli Fynshav og Mommark. Þar sváfum við án tjalds ég og kærastan Lene og við fengum góðan nætursvefn er í náttúrunni. Alla ferðina var fólk í góðu skapi og fyrir nokkra var þetta fyrsta ferðin af þessu tagi. Fólk hefur verið að undirbúa fyrir þetta 93km langa ferðalag yfir sumarið og var tilbúið til að takast á við áskoranirnar með opnum huga.
Þetta var þriðja ferðin af samtals 4, sem SKK Havkajakken stendur fyrir á þessu ári, síðasta ferð okkar - er áætluð í lok september ......
Myndir: https://plus.google.com/photos/110525464819352955534/albums/5910937915385945713?authkey=CN6W8tmj7p360wE
Fyrstu nóttina gistum við í Nordborg Ro og Kayak Club í Dyvig, þar sem við fengum góða byrjun á ferðinni. Næsta stop okkar var Blommenslyst, sem er frumstætt tjaldsvæði, milli Fynshav og Mommark. Þar sváfum við án tjalds ég og kærastan Lene og við fengum góðan nætursvefn er í náttúrunni. Alla ferðina var fólk í góðu skapi og fyrir nokkra var þetta fyrsta ferðin af þessu tagi. Fólk hefur verið að undirbúa fyrir þetta 93km langa ferðalag yfir sumarið og var tilbúið til að takast á við áskoranirnar með opnum huga.
Þetta var þriðja ferðin af samtals 4, sem SKK Havkajakken stendur fyrir á þessu ári, síðasta ferð okkar - er áætluð í lok september ......
Myndir: https://plus.google.com/photos/110525464819352955534/albums/5910937915385945713?authkey=CN6W8tmj7p360wE
05.08.2013 6km á 27,31 min - med 13.1 km/t í meðalhraða ! ! !
...puls under 150 og med 12,9 i timen ! ! !
I dag voru aðstæður á Alssund virkilega hagstæðar, þægilegur meðvindur og nánast engin öldugangur. Ég ákvað að nýta mér tækifærið - í WAVE 6.4 PRO brimskíðinu á "hógværan hátt" á 6km vegalengdinni. Fyrstu 5km hélt ég púls undir 150 - og fyrst þá jók ég uppí 160 í 500m og svo sleppti ég beilslinu endanlega lausu eftir það.
Það er ekkert mál fyrir mig að halda púls 160 í lengri tíma svo puls undir 150 var ekkert mál - hraðinn var hinsvegar virkilega góður - og eftir 5km var ég með meðalhraða uppá 12,9 km/t hreint út sagt lífræn gleði. . . .
Á síðustu 1000m, eftir að ég jók púlsinn var hraðinn mest 14-15km+ eða meira ! ! ! Svo tíminn 27.31min - hefði hæglega legið langt undir 27 min, ef ég hefði róið med puls 160+ á fyrstu 5km - en þetta voru "hógvær" afnot af aðstæðunum ! ! !
Link til puls og hastigheds graf: http://www.brytonsport.com/mapTrackView/2?id=3914661
Það er ekkert mál fyrir mig að halda púls 160 í lengri tíma svo puls undir 150 var ekkert mál - hraðinn var hinsvegar virkilega góður - og eftir 5km var ég með meðalhraða uppá 12,9 km/t hreint út sagt lífræn gleði. . . .
Á síðustu 1000m, eftir að ég jók púlsinn var hraðinn mest 14-15km+ eða meira ! ! ! Svo tíminn 27.31min - hefði hæglega legið langt undir 27 min, ef ég hefði róið med puls 160+ á fyrstu 5km - en þetta voru "hógvær" afnot af aðstæðunum ! ! !
Link til puls og hastigheds graf: http://www.brytonsport.com/mapTrackView/2?id=3914661
04.08.2013 THE Danish Championship in Ocean Racing....
Marklínan er við Kronborg kastalan
Eftir bara tvær vikur er mæting i THE Danish Championship in Ocean Racing á norður Sjálandi. Enn og aftur er það Kronborgløbet sem heldur meistaramótið einsog á síðasta ári. Að þessu sinni verður okkur startað í Tisvilleleje, endamarkið 40km síðar er hinsvegar við Kronborg höllina í Helsingør. Mig hlakkar gríðarlega til að taka þátt og vonast eftir fleiri þátttakendum en síðast......
23.07.2013 Als Rundt i Wave 6.4 PRO Surfski
Byrjaði snemma í morgun, við veruleag þokukennd skilyrði sem þó lagaðist eftir fyrstu 8km. Vindurinn átti samkvæmt veðurspá fyrst að veita ávinning við Mommark (30km) - sem betur fer var ég í plús, eftir um tæplega 25km og meðalharðinn þá kominn niður í 9,7km - er aðstæður breyttust gekk hratt að komast upp austurströnd Als.
Ég Réri tiltölulega langt frá ströndinni, sem gaf bestu öldurnar og mestan hraða. Á ferð minni notaði ég aðeins eitt sett af róðrar fötum, þar sem það er ekki mikið pláss fyrir farangur og vistir í Surfski. Í ferðinni stoppaði ég 5 sinnum, velti utan við Kegnes. Ég náði að borða rétt allan túrinn, ég var þó mjög þreyttur, á meðan og eftir mótvindinn sem beið mín í Alsfjord. Mikilvægast var að ég aldrei tæmdi mig af orku og það var mikilvægt að hafa stjórn á því. Annars var það mjög jákvætt að róa í kringum Als í Surfski - það er líklega í fyrsta skipti sem það hefur alltaf verið gert. Alla ferðina sváfu fætur mínir aldrei, lykillinn rétt stilling á pedölunum. Ég mun ekki segja að ég finni ekki nein eymsli í afturendanum - nokkuð sem ekki kemur á óvart eftir ferð af þessari lengd.
Markmið mitt var að bæta met tíma minn 10:15 h, sem ég setti í Ísbirninum árið 2010. Það tókst og ég kláraði á 09:13 klst - bæting um rúmlega klukkustund.
Ég Réri tiltölulega langt frá ströndinni, sem gaf bestu öldurnar og mestan hraða. Á ferð minni notaði ég aðeins eitt sett af róðrar fötum, þar sem það er ekki mikið pláss fyrir farangur og vistir í Surfski. Í ferðinni stoppaði ég 5 sinnum, velti utan við Kegnes. Ég náði að borða rétt allan túrinn, ég var þó mjög þreyttur, á meðan og eftir mótvindinn sem beið mín í Alsfjord. Mikilvægast var að ég aldrei tæmdi mig af orku og það var mikilvægt að hafa stjórn á því. Annars var það mjög jákvætt að róa í kringum Als í Surfski - það er líklega í fyrsta skipti sem það hefur alltaf verið gert. Alla ferðina sváfu fætur mínir aldrei, lykillinn rétt stilling á pedölunum. Ég mun ekki segja að ég finni ekki nein eymsli í afturendanum - nokkuð sem ekki kemur á óvart eftir ferð af þessari lengd.
Markmið mitt var að bæta met tíma minn 10:15 h, sem ég setti í Ísbirninum árið 2010. Það tókst og ég kláraði á 09:13 klst - bæting um rúmlega klukkustund.
Link til Als Rundt i Wave 6.4 PRO Surfski: http://www.brytonsport.com/mapTrackView?id=3787395
16-17.07-2013 Als Rundt
... við héldum frá Sønderborg um hádegi. Ferðinni var heitið suður á leið í kringum eyjuna ALS. Til ferðarinnar höfðum við höfðum valið "Linjak" K2 sjókayak. Veðurskilyrði voru fín, í upphafi var meðvindur og það gekk mjög vel að halda góðum hraða. Eftir stutt hlé á Kegnes, héldum við okkar fyrsta "alvöru" stop í Mommark eftir 30km. Markmið dagsins, var að ná ca. hálfa leið umhverfis eyjuna ! Hraðinn í K2 er sjaldan nokkuð til að kvarta yfir. Við ákváðum að stoppa yfir nóttina á milli Fynshav og Lavensby Camping, eftir um 45km (af 85km+) langt ferðalag.
Þar fundum við "nature" tjaldsvæði, sem passaði okkur fullkomlega. Eftir ok nótt í tjaldi, vorum við á sjó aftur um kl. 9,30 - þar sem ég á eftir um 1, 5km róður, fann út að ég hafði gleymt að loka að fremsta hólfinu. Sem var nú þegar nú fullt af sjó, blautu tjaldi, svefnpoka og öllum okkar laua þurra fatnaði .... ! ! ! ... við rérum með hraði að ströndinni þar sem ég gat tæmt fremsta hólfið af vatni. Vandræðalaust gátum við haldið ferð okkar áfram og kl. 13,15 vorum við í Ballebro, þar sem við átum "hamborgari hádegisverð" tveimur tímum seinna vorum við í Sønderborg. Vel heppnuð 87km löng hringferð okkar um Als var yfirstaðin - sú fyrsta í K2 Linjaken. Sem auðveldlega bar og var pakkaðum með búnaðinum okkar vandamála laust. Við höfum fram til þessa aðeins haft jákvæða reynslu af K2 Linjak kajaknum, og þetta ferðalag bætti einungis við þá jákvæðu reynslu okkar....
Þar fundum við "nature" tjaldsvæði, sem passaði okkur fullkomlega. Eftir ok nótt í tjaldi, vorum við á sjó aftur um kl. 9,30 - þar sem ég á eftir um 1, 5km róður, fann út að ég hafði gleymt að loka að fremsta hólfinu. Sem var nú þegar nú fullt af sjó, blautu tjaldi, svefnpoka og öllum okkar laua þurra fatnaði .... ! ! ! ... við rérum með hraði að ströndinni þar sem ég gat tæmt fremsta hólfið af vatni. Vandræðalaust gátum við haldið ferð okkar áfram og kl. 13,15 vorum við í Ballebro, þar sem við átum "hamborgari hádegisverð" tveimur tímum seinna vorum við í Sønderborg. Vel heppnuð 87km löng hringferð okkar um Als var yfirstaðin - sú fyrsta í K2 Linjaken. Sem auðveldlega bar og var pakkaðum með búnaðinum okkar vandamála laust. Við höfum fram til þessa aðeins haft jákvæða reynslu af K2 Linjak kajaknum, og þetta ferðalag bætti einungis við þá jákvæðu reynslu okkar....
15.06.2013 Prufa á ýmsum Sjókajökum + tími á 4km
...den super flotte Sport 600 full Carbon Edition ! ! !
Ég kom til Kanobyg um kl.11:00 og það fyrsta sem ég sá var þessi líka glæsilegi Seabird Designs Sport 600 Full Carbon - þvílíkt "look" sem fleytan hefur. Eitt af markmiðum mínum var að setja tíma á Bagsværd Vatninu, heimili allra bestu kajakræðara Danmerkur.
Það blés nokkuð, en þrátt fyrir það lauk ég við 4km á nákvæmlega 19 mínútum. Þeir sem slá þann tíma í þessu dýrindis Sport 600 - mun Kanobyg svo veita sérstök verðlaun.
Þar sem ég nú var staddur í Kanobyg, eyddi ég restinni af deginum í að prófa ýmsa Seabird Sjó kayaka. Í seinni tíð hafa komið á markaðinn fjöldi nýrra módela frá Seabird Designs. Það voru sérstaklega tveir kayakar sem ég gjarnan vildi prufa. Fyrst prufaði ég hinn "nýja" Inuk, sem ný Seabird útgáfa af upprunalegu Inuk goðsögninni. Þar næst prufaði ég Nordr M kayak sem er sá Seabird kayak sem kemur næst Arrow Empower í hönnun. Ég mun að sjálfsögðu í náinni framtíð, skrifa nánar um reynslu eins og ég gerði meðan á prófun stendur.
Á meðan að ég reri fram og til baka í ýmsum kayökum á Bagsværd vatninu, fékk Kim frá Kanobyg sett stýri á Empower kajakinn, sem ég mun prófa í Öresundinu í fyrramálið áður en ég held aftur til Sønderborg.... um nóttina svaf Ég í canoe, sem meðal margra, margra kayaks og kanoa var staðsettur fyrir utan verkstæði Kanobyg.
Það blés nokkuð, en þrátt fyrir það lauk ég við 4km á nákvæmlega 19 mínútum. Þeir sem slá þann tíma í þessu dýrindis Sport 600 - mun Kanobyg svo veita sérstök verðlaun.
Þar sem ég nú var staddur í Kanobyg, eyddi ég restinni af deginum í að prófa ýmsa Seabird Sjó kayaka. Í seinni tíð hafa komið á markaðinn fjöldi nýrra módela frá Seabird Designs. Það voru sérstaklega tveir kayakar sem ég gjarnan vildi prufa. Fyrst prufaði ég hinn "nýja" Inuk, sem ný Seabird útgáfa af upprunalegu Inuk goðsögninni. Þar næst prufaði ég Nordr M kayak sem er sá Seabird kayak sem kemur næst Arrow Empower í hönnun. Ég mun að sjálfsögðu í náinni framtíð, skrifa nánar um reynslu eins og ég gerði meðan á prófun stendur.
Á meðan að ég reri fram og til baka í ýmsum kayökum á Bagsværd vatninu, fékk Kim frá Kanobyg sett stýri á Empower kajakinn, sem ég mun prófa í Öresundinu í fyrramálið áður en ég held aftur til Sønderborg.... um nóttina svaf Ég í canoe, sem meðal margra, margra kayaks og kanoa var staðsettur fyrir utan verkstæði Kanobyg.
Copenhagen Seachallenge . . . . . aflýst vegna vedurs
05.06.2013 New personal best time in the "Handikap race"
Eftir langan tíma, þar sem ég hef verið mjög upptekinn í mörgum kajak-tengdum verkefnum. Sem hafa ekki haft alltof mikið að gera með raunverulega þjálfun. Þá var það ULTRA SUPER tilfinning að jafna besta handkap tímann í Sønderborg kajak klúb ! ! !
Eina markmið mitt fyrir þetta handikap tímabil, er eins og ég hef áður sagt að setja nýjan besta tíma á þessari 6km löngu vegalengd. Þegar svo formkúrvan mín er enn svo langt frá toppnum, þá er þessi tími 28,36 mín, sem þýðir að meðalhraða uppá 12,59 km / klst góð vísbending um hvað gæti verið á leiðinni ..... Eins og ég hef gert allt tímabilið .... þá réri ég í
Seabird Designs WAVE 6.4 PRO Surfski
Hlekkur á úrslit kvöldsins: http://www.sonderborgkajakklub.dk/side.asp?Id=80611
Eina markmið mitt fyrir þetta handikap tímabil, er eins og ég hef áður sagt að setja nýjan besta tíma á þessari 6km löngu vegalengd. Þegar svo formkúrvan mín er enn svo langt frá toppnum, þá er þessi tími 28,36 mín, sem þýðir að meðalhraða uppá 12,59 km / klst góð vísbending um hvað gæti verið á leiðinni ..... Eins og ég hef gert allt tímabilið .... þá réri ég í
Seabird Designs WAVE 6.4 PRO Surfski
Hlekkur á úrslit kvöldsins: http://www.sonderborgkajakklub.dk/side.asp?Id=80611
01-02.06.2013 Varde Á
Ho Bugt
Við mættum 8 saman í Esbjerg Roklub á föstudagskvöld - eftir góða kvöldmat á nærliggjandi veitingastað, var program helgarinnar, skoðað í samhengi við áætlaða veðurspá. Í samræmi við veðrið var valin "Plan B" lausn, sem þýddi róður niður Varde Á. Ef við næðum alla leið til Esbjerg aftur, myndum við ljúka túrnum með ca. 85-90km! ! !
Við fengum góða byrjun á Varde ánni, og allan tíman vorum, við í öruggum höndum skipuleggjendanna frá Esbjerg Ró Club - mikið lof fyrir Karl, Claus og Erik. Ásamt okkar 8 manna hóp frá Sønderborg / Grasten, voru 9 aðrir þátttakendur með í ferðinni, sem allir komu frá mismunandi stöðum í Danmörku. Það var mjög ánægjulegur félagskapur, sem í ferðinni sló upp tjöldum sínum og allir hjálpuðust að sem best þeir gátu. Á sunnudaginn var mikill vindur í Ho Bugt, sem neyddi skipleggjendur til að stoppa róðurinn við Esbjerg Roklubs sommerbústað.
Þetta endaði með 72km í Arrow Empower, deilt yfir tvo daga - og það er ekki eins og ég hafi setið í kajak í tvo heila daga ....! ! !
Við fengum góða byrjun á Varde ánni, og allan tíman vorum, við í öruggum höndum skipuleggjendanna frá Esbjerg Ró Club - mikið lof fyrir Karl, Claus og Erik. Ásamt okkar 8 manna hóp frá Sønderborg / Grasten, voru 9 aðrir þátttakendur með í ferðinni, sem allir komu frá mismunandi stöðum í Danmörku. Það var mjög ánægjulegur félagskapur, sem í ferðinni sló upp tjöldum sínum og allir hjálpuðust að sem best þeir gátu. Á sunnudaginn var mikill vindur í Ho Bugt, sem neyddi skipleggjendur til að stoppa róðurinn við Esbjerg Roklubs sommerbústað.
Þetta endaði með 72km í Arrow Empower, deilt yfir tvo daga - og það er ekki eins og ég hafi setið í kajak í tvo heila daga ....! ! !
15.05.2013 Handicap race með nýjum besta tíma....
Róðrartúr í Wave 6,4 í vetur
Það var dálítið spúký veður, eldingar og þrumur með miklum vindi og rigningu. Keppninni var örlítið seinkað sökum þessa. Undanfarið hef ég eytt tíma á nýja
Arrow Empower kajaknum, það hefur komið í veg fyrir að ég hafi náð interval þjálfun - og ég fann svo sannarlega fyrir því í kvöld.
Ég réri auðvitað í Wave 6.4 PRO - sem passar mjög vel við allar aðstæður, ekki síst 6km sprett sem handicap-keppnin vissulega er.
Ég hélt þrátt fyrir allt fínum hraða uppá 13-14km á klukkustund, og með velheppnuðum viðsnúningi, eftir 3km sem tókst einkar vel að þessu sinni. Hélt ég heim á leið þar sem ég lá milli 11-12 + km / klst, sem endaði með því að gefa mér besta tíma tímabilsins 29,30 mín.
Hins vegar er það alveg ljóst að interval æfingar verða að hafa öruggan stað í æfingum hverrar viku ....
Arrow Empower kajaknum, það hefur komið í veg fyrir að ég hafi náð interval þjálfun - og ég fann svo sannarlega fyrir því í kvöld.
Ég réri auðvitað í Wave 6.4 PRO - sem passar mjög vel við allar aðstæður, ekki síst 6km sprett sem handicap-keppnin vissulega er.
Ég hélt þrátt fyrir allt fínum hraða uppá 13-14km á klukkustund, og með velheppnuðum viðsnúningi, eftir 3km sem tókst einkar vel að þessu sinni. Hélt ég heim á leið þar sem ég lá milli 11-12 + km / klst, sem endaði með því að gefa mér besta tíma tímabilsins 29,30 mín.
Hins vegar er það alveg ljóst að interval æfingar verða að hafa öruggan stað í æfingum hverrar viku ....
Hlekkur á úrslit kvöldsins: http://www.sonderborgkajakklub.dk/side.asp?Id=80611
01.05.2013 Fyrsti prufutúr í nýjum ARROW EMPOWER ! ! !
Ég ók af stað snemma í morgun, ferðinni var heitið til Svenborger - að sækja glænýjan Arrow Empower .
Það gekk vel að keyra fram og til baka á þjóðveginum, auðvitað leit ég í kringum mig í Nicus Nature Kayak versluninni í Svendborg, sem telst vera ein sú flottasta sinnar tegundar í danaveldi.
Þegar ég kom aftur til Sonderborgar var fínn vindur og hvítir öldutoppar sunnan hafnarinnar, svo það var auðvelt að velja stað fyrir fyrstu prófun.
Hvílíkur öldubrjótur var mín fyrsta upplifun á því hvernig Empowerinn tókst á við öldurnar, kom ég þó að mínu mati ágætlega frammá við. Í raun hraðar en ég bjóst við, þó að það væri hvítt á öldutoppum, hélt ég meðalhraða uppá 8,5-9,5 km/klst - eftir að hafa snúið við, lá ég stöðugt í tveimur tölustöfum í hraða með vindinn í bakið, max hraði var 14,1 km / klst. Þetta var stutt ferð en ég var gríðarlega hrifinn..... Nú verð ég að læra betur á Empowerinn á komandi vikum.
Það gekk vel að keyra fram og til baka á þjóðveginum, auðvitað leit ég í kringum mig í Nicus Nature Kayak versluninni í Svendborg, sem telst vera ein sú flottasta sinnar tegundar í danaveldi.
Þegar ég kom aftur til Sonderborgar var fínn vindur og hvítir öldutoppar sunnan hafnarinnar, svo það var auðvelt að velja stað fyrir fyrstu prófun.
Hvílíkur öldubrjótur var mín fyrsta upplifun á því hvernig Empowerinn tókst á við öldurnar, kom ég þó að mínu mati ágætlega frammá við. Í raun hraðar en ég bjóst við, þó að það væri hvítt á öldutoppum, hélt ég meðalhraða uppá 8,5-9,5 km/klst - eftir að hafa snúið við, lá ég stöðugt í tveimur tölustöfum í hraða með vindinn í bakið, max hraði var 14,1 km / klst. Þetta var stutt ferð en ég var gríðarlega hrifinn..... Nú verð ég að læra betur á Empowerinn á komandi vikum.
30.04.2013 Stor dagur á morgun - a NÝR KAYAK....
.... hvaða kayak ....
Á morgun renni ég eftir Nýjum KAYAK þetta verða mikil þáttaskil í mínu kayak lífi. Um er að ræða heimsklassa kayak sem nú þegar hefur lokið gríðarlega krefjandi verkefnum. Það er von mín að mín verkefni komi til með að auka enn frekar við orðstírinn í framtíðinni....
27-28.04.2013 Klúbferðalag til Flensborgar
.... brottför frá Rønshoved
Þetta var virkilega fín ferða um helgina, veðrið var kannski ekki alltaf eins og við hefðum viljað. Hins vegar vorum við laus við rigningu, vind og frost - það var bara þegar sólin ekki nennti að kíkja á okkur að eitthvað vantaði. Allt gekk slysalaust fyrir sig í sjálfri ferðinni, og við uppskárum hlátur og góðar stundir í ríkulegu magni. Við vorum 12 þátttakendur, við höfðum fengið að láni félagsheimili Flensburgar kajak klúbbsins. Þar dvöldum í góðu yfirlæti um nóttina. Á leiðinni frá Grásten til Flensborgar, stoppuðum við á Uxa eyjunum, þar sem við snæddum hádegismat. Kvöldmaturinn samanstóð af rúgbrauði og Skibberlabskovs (kjöt og kartöflur í potti) - sem var mjög góð lausn á kvöldmat um laugardagskvöldið.
Á sunnudeginum rérum við tilbaka upp í gegnum Flensburg Fjord, á þýskalands megin, þar til við rérum þvert yfir fjörðinn og til Uxa eyjanna. Þaðan var svo róið til Rønshoved, er þangað var komið snæddum við hádegismat, og sátum á þeim borðum og bekkjum sem eru þar niður við ströndina. Við komum síðan að Grasten aftur ca. kl. 13.00, eftir 50km af róður og skemmtilegheitum .....
Á sunnudeginum rérum við tilbaka upp í gegnum Flensburg Fjord, á þýskalands megin, þar til við rérum þvert yfir fjörðinn og til Uxa eyjanna. Þaðan var svo róið til Rønshoved, er þangað var komið snæddum við hádegismat, og sátum á þeim borðum og bekkjum sem eru þar niður við ströndina. Við komum síðan að Grasten aftur ca. kl. 13.00, eftir 50km af róður og skemmtilegheitum .....
26.04.2013 Kajak ferðalag....
Flensburg City
Á morgun kl. 08.00 mætum við ásamt félögum okkar í Sønderborg kajakklub, niður í klúbhúsinu þar sem við gerum klárt fyrir tveggja daga kajakferðalag til Flensburg. Við keyrum kayakana niður í lítinn bæ sem heitir Gråsten og liggur ekki svo langt frá Sønderborg. Frá Grásteini róum við áleiðis til Ox-islands,(uxa eyjanna) þar förum við í land og snæðum. Þaðan róum við svo að Flensburg kajakklub og þar gistum við yfir nótt, meiningin er svo að koma heim á sunnudag.
17.04.2013 Neumünster á laugardaginn....
Skjaldarmerki Neumünster
Nú á laugardaginn tek ég þátt í "N-Þýska Meistaramótinu" sem er haldið í 10. sinn í bænum Neumünster. Fyrir tveimur árum síðan tók ég þátt í þessu móti - svo ég hlakka mikið til. Ég tek ljósmyndara með mér til Neum'unster - svo ég vonast til að fá góðan slatta af myndum úr ferðalaginur og keppninni sjálfri.
Í kvöld tók ég þátt í "handikap race" in Sønderborg Kayakklub - þar lauk ég keppni með besta tíma kvöldsins en ég notaði að þessu sinni 30,22 min á þessa 6km - mesti hraðin sem ég náði var að þessu sinni 15,2 km/klst ! ! !
Í kvöld tók ég þátt í "handikap race" in Sønderborg Kayakklub - þar lauk ég keppni með besta tíma kvöldsins en ég notaði að þessu sinni 30,22 min á þessa 6km - mesti hraðin sem ég náði var að þessu sinni 15,2 km/klst ! ! !
14.04.2013 Start á "Handicap" tímabilinu....
Loksins komum við í gang með okkar vikulegu "handikap" keppnir í Sønderborg Kajak Klub, eitthvað sem ég hef hlakkað til í langan tíma. Þessar "handkap" keppnir eru ávallt stór hjálp við að finna hvernig formið er, gagnvart öðrum keppnum - eða öðrum krefjandi verkefnum.
Ég fékk leyfi til að nota WAVE 6.4 PRO SURFSKI sem ég er mjög glaður yfir - Surfski hefur aldrei áður verið notað í Sønderborg í "handikap" keppnunum. Strax fyrsta kvöldið, sem var dálítið kalt og með rigningu, var ég ánægður með hvernig hlutirnir fóru. Ég hafði sett mér það markmið að róa af krafti fyrstu 3km af þeim samtals 6km sem við róum.
Er ég snéri við 3km baujuna, var meðalhraði minn 13,0 km / klst - þar sem ég hafði ekki hitað almennilega upp fyrir keppnina, valdi ég að róa bara yfirvegað að ráslínu og lauk kvöldinu á tímanum 31,33 mínútum, sem er 4% frá mínum besta tíma síðan í fyrra.
Venjulega ræ ég "handikap" vegalengdina 2-3 sinnum fyrir hverja keppninni, til að ná eins miklum upplýsingum og mögulegt er um með- og mót straum. Ég fann fyrir því að þennan hluta undirbúningsins vantaði á miðvikudaginn - þar sem á þeim 3km að marklínunni, réri ég aftur og aftur inní strekan mótstraum. Nokkuð sem ég hefði getað róið "í kringum" á venjulegu "handikap" kvöldi. Ég hlakka til komandi miðvikudaga á Alssundi - þar sem við róum "handikap"
Ég fékk leyfi til að nota WAVE 6.4 PRO SURFSKI sem ég er mjög glaður yfir - Surfski hefur aldrei áður verið notað í Sønderborg í "handikap" keppnunum. Strax fyrsta kvöldið, sem var dálítið kalt og með rigningu, var ég ánægður með hvernig hlutirnir fóru. Ég hafði sett mér það markmið að róa af krafti fyrstu 3km af þeim samtals 6km sem við róum.
Er ég snéri við 3km baujuna, var meðalhraði minn 13,0 km / klst - þar sem ég hafði ekki hitað almennilega upp fyrir keppnina, valdi ég að róa bara yfirvegað að ráslínu og lauk kvöldinu á tímanum 31,33 mínútum, sem er 4% frá mínum besta tíma síðan í fyrra.
Venjulega ræ ég "handikap" vegalengdina 2-3 sinnum fyrir hverja keppninni, til að ná eins miklum upplýsingum og mögulegt er um með- og mót straum. Ég fann fyrir því að þennan hluta undirbúningsins vantaði á miðvikudaginn - þar sem á þeim 3km að marklínunni, réri ég aftur og aftur inní strekan mótstraum. Nokkuð sem ég hefði getað róið "í kringum" á venjulegu "handikap" kvöldi. Ég hlakka til komandi miðvikudaga á Alssundi - þar sem við róum "handikap"
02.04.2013 Loksins 1000km ! ! !
Við erum að nálgast vorið með minkandi köldu veðri, minni vindur og meiri sól, veitir einnig nokkur tækifæri. Þar sem fyrstu keppnir nálgast og í næstu viku byrjar "Forgjafar (Handikap) keppnin" í Sønderborg.
Grunnformið verður héðan í frá pússað til með meiri áherslu á interval- og púls þjálfun. Lengri ferðir leggjast að sjálfsögðu ekki af - enda ekki verið að æfa fyrir SPRETT tímabil.
Í dag framkvæmdi ég með smá hraða próf í Surfski, það gekk mjög vel og ég hlakka til að keppa á Surfski í "Handikap keppnunum" í sumar.
Grunnformið verður héðan í frá pússað til með meiri áherslu á interval- og púls þjálfun. Lengri ferðir leggjast að sjálfsögðu ekki af - enda ekki verið að æfa fyrir SPRETT tímabil.
Í dag framkvæmdi ég með smá hraða próf í Surfski, það gekk mjög vel og ég hlakka til að keppa á Surfski í "Handikap keppnunum" í sumar.
29.03.2013 6 TÍMA test ! ! !
START kl. 06.00 OG STOP kl. 12.00 - LOOKING FORWARD BIG TIME !! !! !!
Veðrið var ekki til að klaga yfir og ég kem ekki til með að kvarta undan kulda, allavegana ekki á íslensku ! ! ! Plön dagsins "héldu" að því leiti að ég fylgdi áætlun, þann hluta tíma rammans sem ég nýtti mér. Markmið dagsins hafði verið 12 tímar, en ég lét gott heita eftir einungis 6 tíma.
Réði þar mestu að undirbúningur minn fyrir daginn var ekki sem skildi, var að prufa nýja GPS-græju sem ég fékk seint í gær - þar kom í ljós strax á fyrstu metrunum - að eiginlegur hraði, flökti upp og niður. Auðvitað stendur það alls staðar og ég hef lesið það margsinnis, að maður EIGI EKKI að taka í notkun nýjar græjur þegar mikið liggur við. Þetta var nok til að slá mig létt útaf laginu, hélt þó þeim hraða sem stafnt var að. Einstaklega léleg samsetning á mataræðinu gerði svo endanlega útaf við mótívasjónina.... ...svo ég lét á endanum 6 tíma nægja, það skilaði mér 50km ...
Það verður gaman að gera 12 tímum betri skil - ekki síst með betri undirbúningi.
Veðrið var ekki til að klaga yfir og ég kem ekki til með að kvarta undan kulda, allavegana ekki á íslensku ! ! ! Plön dagsins "héldu" að því leiti að ég fylgdi áætlun, þann hluta tíma rammans sem ég nýtti mér. Markmið dagsins hafði verið 12 tímar, en ég lét gott heita eftir einungis 6 tíma.
Réði þar mestu að undirbúningur minn fyrir daginn var ekki sem skildi, var að prufa nýja GPS-græju sem ég fékk seint í gær - þar kom í ljós strax á fyrstu metrunum - að eiginlegur hraði, flökti upp og niður. Auðvitað stendur það alls staðar og ég hef lesið það margsinnis, að maður EIGI EKKI að taka í notkun nýjar græjur þegar mikið liggur við. Þetta var nok til að slá mig létt útaf laginu, hélt þó þeim hraða sem stafnt var að. Einstaklega léleg samsetning á mataræðinu gerði svo endanlega útaf við mótívasjónina.... ...svo ég lét á endanum 6 tíma nægja, það skilaði mér 50km ...
Það verður gaman að gera 12 tímum betri skil - ekki síst með betri undirbúningi.
25.03.2013 ....then I´m upon 900km...!
Guðni Páll á æfingu....
Það hefur verið safnað mörgum kílómetrum í öldum undanfarið, sem betur fer er sumartímabilið rétt handan við hornið hér í Sønderborg. Þetta mun þýða mun fleiri kílómetra í stærri öldum og fyrir mun opnara hafi. Vetrartímabilið setur manni þá annmarka að ekki má róa mikið lengra en 100m frá landi.
Það hefur líka verið mjög góð hjálp í að æfa "self-rescue" í Surfskíðinu - sem ég héðan í frá sé ekki sem atburð, heldur meira eins og hluta af því að róa þar áskoranirnar liggja.
Margir eru nú í fullum gangi við undirbúning fyrir komandi tímabil, eru verkefnin mismunandi - möguleikarnir eru endalausir. Einn af þeim sem ætlar að skora krefjandi hafsvæði á hólm.
er Guðni Páll Viktorsson - sem leggst í víking hringin í kringum Ísland - það verður gríðarlega spennandi og í leiðinni lærdómsríkt að fylgjast með leiðangri Guðna, sem samkvæmt áætlun mun hefjast í byrjun maí.
Það hefur líka verið mjög góð hjálp í að æfa "self-rescue" í Surfskíðinu - sem ég héðan í frá sé ekki sem atburð, heldur meira eins og hluta af því að róa þar áskoranirnar liggja.
Margir eru nú í fullum gangi við undirbúning fyrir komandi tímabil, eru verkefnin mismunandi - möguleikarnir eru endalausir. Einn af þeim sem ætlar að skora krefjandi hafsvæði á hólm.
er Guðni Páll Viktorsson - sem leggst í víking hringin í kringum Ísland - það verður gríðarlega spennandi og í leiðinni lærdómsríkt að fylgjast með leiðangri Guðna, sem samkvæmt áætlun mun hefjast í byrjun maí.
21.03.2013 Kano& Kajak timaritið.....
Loksins kom Kano & Kajak, tímarit danska Kano & Kajak sambandsisn í gegnum bréfalúguna, eins og ávallt er því helsta innan sportsins gert skil. Í fyrsta skipti er ég sjálfur á meðal umtalsefna, þetta er í fyrsta skipti (en ekki síðasta) skipti ! ! !
Ástæðan var viðtal við Næstved Kano og Kajak félagið, sem ég keppi fyrir og hefur verið í miklum vexti, á síðustu tveimur árum. Sem meðlimur af NKC finnur maður auðveldlega orkuna sem þarna þrífst þegar að maður er í heimsókn.
Hjá NKC hefst nýtt sumartímabil eftir aðeins tvo daga, þann 23. mars. Nú þegar eru nóg verkefni í pípunum á meðal félagsmanna, af stærðargráðum sem ekki einungis koma til með að vekja áhuga hjá hinu danska Kano & Kajak tímariti. . .
Ástæðan var viðtal við Næstved Kano og Kajak félagið, sem ég keppi fyrir og hefur verið í miklum vexti, á síðustu tveimur árum. Sem meðlimur af NKC finnur maður auðveldlega orkuna sem þarna þrífst þegar að maður er í heimsókn.
Hjá NKC hefst nýtt sumartímabil eftir aðeins tvo daga, þann 23. mars. Nú þegar eru nóg verkefni í pípunum á meðal félagsmanna, af stærðargráðum sem ekki einungis koma til með að vekja áhuga hjá hinu danska Kano & Kajak tímariti. . .
17.03.2013 Loksins á sjó aftur ! ! !
Það hefur verið langur tími - heil vika - þar sem ég hef ekki verið á sjó. Því var breytt í dag með stuttri ferð í Surfski, þar sem vindur blés frá suður austri. Voru góðar öldur suður af höfninni sem gáf fínar til öldu að leika sér í á Wave 6,4 PRO ...
Eftir ferðina, gat ég séð á hraða prófílnum úr Sports Tracker að mesti hraðinn sem ég náði var ekki í öldunum - heldur þar sem ég hafði góðan byr í bakið. Þar náði ég með 70-80% áreynslu hraða uppá 15-17km á klukkustund á um 2km langri leið. Þarna var ég reyndar inni á hafnarsvæðinu og á leiðinni að kajak klúbbnum ! ! !
Eftir ferðina, gat ég séð á hraða prófílnum úr Sports Tracker að mesti hraðinn sem ég náði var ekki í öldunum - heldur þar sem ég hafði góðan byr í bakið. Þar náði ég með 70-80% áreynslu hraða uppá 15-17km á klukkustund á um 2km langri leið. Þarna var ég reyndar inni á hafnarsvæðinu og á leiðinni að kajak klúbbnum ! ! !
09.03.2013 Stutt spítalaheimsókn....
Þar sem ég í dag gekk í gegnum minniháttar skurðaðgerð á spítalanum, er öll þjálfun sett á bið næstu 5 daga ! ! !
Tímanum verður varið skynsamlega við áætlanagerð og Internet tengda eftirgrenslan um kajak tengd efni...
Tímanum verður varið skynsamlega við áætlanagerð og Internet tengda eftirgrenslan um kajak tengd efni...
01-02.03.2013 Kayak test og fyrirlestur í Næstved
...á fullri fer í nýjum Scott MV
Eins og alltaf var frábært að koma í heimsókn til Næstved. Fyrirlesturinn um Thomas Nielsen´s hringferð um Danmörku sem hann framkvæmdi á met tíma - var mjög lærdómsríkur. Margt sem ég þekki af reynslu bar á góma og mig klæjaði í fingurna við að heyra ....
Margir komu einnig til að prófa Seabird Designs kayaks og árar sem Kim frá Kanobyg hafði tekið með til Næstved í tilefni af fyrirlestrinum. Bæði kayaks og árar fengu góða einkunn fyrir virkni og gæði.
Í dag á 2013/03/02 var síðan blaðamaður frá canoe og Kayak tímariti Danska Kajaksambandsins, sem tók viðtal við okkur. Hvar framtíðar sýn Næstved félagsins, viðhorf, næstu verkefni og sú mikila jákvæðni til dagsins í dag. Var umfjöllunnarefnið að auki voru tíunduð min afrek og annarra meðlima klúbbsins. Það verður spennandi að fá næsta hefti blaðsins í gegnum bréfalúguna.....
.Hlekkur á Myndir úr heimsókninni
Margir komu einnig til að prófa Seabird Designs kayaks og árar sem Kim frá Kanobyg hafði tekið með til Næstved í tilefni af fyrirlestrinum. Bæði kayaks og árar fengu góða einkunn fyrir virkni og gæði.
Í dag á 2013/03/02 var síðan blaðamaður frá canoe og Kayak tímariti Danska Kajaksambandsins, sem tók viðtal við okkur. Hvar framtíðar sýn Næstved félagsins, viðhorf, næstu verkefni og sú mikila jákvæðni til dagsins í dag. Var umfjöllunnarefnið að auki voru tíunduð min afrek og annarra meðlima klúbbsins. Það verður spennandi að fá næsta hefti blaðsins í gegnum bréfalúguna.....
.Hlekkur á Myndir úr heimsókninni
28.02.2013 Klár fyrir Næstved
Í kvöld fékk ég aðstoð frá syni mínum Sævari, við að setja límmiða á Súpruna....
26.02.2013 Næstved next weekend
Thomas Nielsen með "heimagerðan" kajak og ár
Á föstudag held ég til Sjálands, þar sem fyrsta stopp er hjá einum af mínum helsta styrktaraðila Kanobyg - þar förum við Kim í gegnum næstu mánuði. Síðdegis sama dag erum við svo báðir í Næstved Kajak Club (NKC) Kim og ég.
Þar mun vinur minn Thomas Nielsen halda fyrirlestur um hringferð sína um Danmörku árið 2012 - þar sem Thomas varð fyrstur manna til að ljúka ferðinni á innan við 20 dögum ! ! ! Kim frá Kanobyg mun hafa nýjustu Seabird Designs kayakana og búnað til sýnis. Ég hlakka mikið til hvoru tveggja ....Það verður ánægjulegt að hitta fólkið frá Næstved sem ég kem til með að hitta í ýmsum keppnum og viðburðum á komandi tímabili. NKC hefur verið í mjög jákvæð þróun undanfarið. Þessi jákvæða þróun sem átt hefur sér stað, framtíðar fyrirætlanir félagsins og félagsmanna. Verður gerð ýtarleg skil í næsta númeri af tímariti danska kajaksambandsins sem væntanlega kemur út innan skamms.
Þar mun vinur minn Thomas Nielsen halda fyrirlestur um hringferð sína um Danmörku árið 2012 - þar sem Thomas varð fyrstur manna til að ljúka ferðinni á innan við 20 dögum ! ! ! Kim frá Kanobyg mun hafa nýjustu Seabird Designs kayakana og búnað til sýnis. Ég hlakka mikið til hvoru tveggja ....Það verður ánægjulegt að hitta fólkið frá Næstved sem ég kem til með að hitta í ýmsum keppnum og viðburðum á komandi tímabili. NKC hefur verið í mjög jákvæð þróun undanfarið. Þessi jákvæða þróun sem átt hefur sér stað, framtíðar fyrirætlanir félagsins og félagsmanna. Verður gerð ýtarleg skil í næsta númeri af tímariti danska kajaksambandsins sem væntanlega kemur út innan skamms.
21.02.2013 kominn í 700km....
Á síðustu tveimur dögum hef ég róið 50km og nú er ég búinn að róa 721km á þessu tímabili. Það er erfitt að halda aftur af sér þegar maður er loksins orðinn hress og ferskur ! Það er líka alltaf gaman að vera út á sjó og ég fæ margar góðar hugmyndir ! ! !
Fljótlega erum við komin að lokum Mars mánaðar, þá getum við hér í Danmörku, sagt bless við opinbera vetrartíð og þær "öryggis takmarkanir" sem í gildi eru á þessu tímabili.
Það verður mikill léttir að vera fær um að útfæra róðrarlögsögu mína í mót meira krefjandi og spennandi hafsvæðum.
Fljótlega erum við komin að lokum Mars mánaðar, þá getum við hér í Danmörku, sagt bless við opinbera vetrartíð og þær "öryggis takmarkanir" sem í gildi eru á þessu tímabili.
Það verður mikill léttir að vera fær um að útfæra róðrarlögsögu mína í mót meira krefjandi og spennandi hafsvæðum.
10.02.2013 Ný vídd í mitt kayaklíf ! ! !
Eftir viku þar sem ég hef verið veikur - en í vinnunni - og svo komið heim alveg búinn á því. Hefur ekki verið mikið um bjarta bletti, gagnvart þjálfun - ég hef þó aldrei upplifað að þessi tegund veikinda eyðileggi, það mikið þegar veikindin lenda á þessum tíma árs.
Þótt vikan hafi ekki alið af sér stórar fyrirsagnir varðandi þjálfun og æfingar - innhélt vikan engu að síður stóran bjartan blett. Fyrir stuttu endurnýjaði ég styrktarsamning minn við PRO-SAFE, sem selur Yak í Danmörku.
Það var því mjög ánægjulegt að trítla uppá pósthús, til að sækja YAK TITAN þurrbúning og YAK flís undirgalla ! ! ! Þar sem ég hef ekki verið svo hress, var það ekki fyrr en í dag sem ég hafði tækifæri til að prufa nýju fötin. Dásamlegt tilfinning læddist um líkama og sál, það er gríðarlega gott pláss í þurrbúningnum og mögnuð öryggistilfining sem fylgir því að vera í svona græju. Fram til þess hef ég bara notast við YAK rójakkan og svo oftast hjólabuxur, stuttar eða langar á fæturna. Nú þegar að ég er farinn að róa í Surfski, kallar það á öðruvísi klæðnað.
Þetta gefur mér alveg nýja vídd að hafa þurrbúninginn til að treysta á, á vorin þegar sjórinn er ekki svo heitur, og til stendur að þjálfa út í stóru öldunum, eða að framkvæma lengri þveranir.
Þótt vikan hafi ekki alið af sér stórar fyrirsagnir varðandi þjálfun og æfingar - innhélt vikan engu að síður stóran bjartan blett. Fyrir stuttu endurnýjaði ég styrktarsamning minn við PRO-SAFE, sem selur Yak í Danmörku.
Það var því mjög ánægjulegt að trítla uppá pósthús, til að sækja YAK TITAN þurrbúning og YAK flís undirgalla ! ! ! Þar sem ég hef ekki verið svo hress, var það ekki fyrr en í dag sem ég hafði tækifæri til að prufa nýju fötin. Dásamlegt tilfinning læddist um líkama og sál, það er gríðarlega gott pláss í þurrbúningnum og mögnuð öryggistilfining sem fylgir því að vera í svona græju. Fram til þess hef ég bara notast við YAK rójakkan og svo oftast hjólabuxur, stuttar eða langar á fæturna. Nú þegar að ég er farinn að róa í Surfski, kallar það á öðruvísi klæðnað.
Þetta gefur mér alveg nýja vídd að hafa þurrbúninginn til að treysta á, á vorin þegar sjórinn er ekki svo heitur, og til stendur að þjálfa út í stóru öldunum, eða að framkvæma lengri þveranir.
02.02.2013 Kominn uppí 600km
Eftir góða viku þar sem ég var á miðvikudag, tók mér frí frá vinnu í leit að háum öldum og krefjandi aðstæðum.
Þá náði ég fékk líka mjög sanngjarnri lokastöðu á vikunni í heild.
Föstudagurinn bauð uppá virkilega krefjandi kajak ergometer þjálfun og laugardagurinn kom sterkur inn í kjölfarið með marga kílómetra.
Ég hef undanfarið pantað sænsk Tímarit um Kajak, þar á bæ virðist kajak íþróttin liggja á allt annarri hillu en hér í Danmörku. Í mínum augum er sænska heildar nálgunin af hálfu Sænska Kajaksambandsins mun breiðari en nálgun okkar sambands hér í Danmörku. Sem betur fer er ekki erfitt að læra af nágrönnum okkar, ef við viljum.
Í þessari viku fengum við einnig tímarit danska kajak sambandsins í gegnum bréfalúguna, þar var prófun á Yak Pursuit róðrar jakkanum sem ég nota dags daglega. Jakkinn góði fékk sömu einkunn og ég sjálfur hefi gefið - framúrskarandi góður. Það hefur verið ánægjulegt að sjá að vaxandi notkun, á meðal róðrar félögum minna á YAK vörunum.
Þá náði ég fékk líka mjög sanngjarnri lokastöðu á vikunni í heild.
Föstudagurinn bauð uppá virkilega krefjandi kajak ergometer þjálfun og laugardagurinn kom sterkur inn í kjölfarið með marga kílómetra.
Ég hef undanfarið pantað sænsk Tímarit um Kajak, þar á bæ virðist kajak íþróttin liggja á allt annarri hillu en hér í Danmörku. Í mínum augum er sænska heildar nálgunin af hálfu Sænska Kajaksambandsins mun breiðari en nálgun okkar sambands hér í Danmörku. Sem betur fer er ekki erfitt að læra af nágrönnum okkar, ef við viljum.
Í þessari viku fengum við einnig tímarit danska kajak sambandsins í gegnum bréfalúguna, þar var prófun á Yak Pursuit róðrar jakkanum sem ég nota dags daglega. Jakkinn góði fékk sömu einkunn og ég sjálfur hefi gefið - framúrskarandi góður. Það hefur verið ánægjulegt að sjá að vaxandi notkun, á meðal róðrar félögum minna á YAK vörunum.
30.01.2013 Góðar stundir í Súprunni i dag
Átti góðar stundir á sjó í dag, samkvæmt veðurspá, áttum við að fá vind upp að 17 m / sek, í Sønderborg Bugt. Ég slapp úr vinnu á kl. 12.00 og var þar með á leiðinni útí vindinn og öldurnar.
En það fór ekki mikð fyrir vindinum sem hafði verið lofað, öldurnar voru hámark 1m háar og það voru ekki margar af þeirri tegundinni. Ég hafði hlakkað til að ná nokkrum góðum surf á nýja Wave 6,4 PRO surfskíðinu
Ég náði nokkrum "ok" surfum og það var auðvitað fullt af nýjum hlutum til að venja sig við.
Á einum tímapunkti fór ég að fá töluverðan sjó inní bátinn, sem ekki fór út, fyrsta hugsun mín var að ég væri líklega of þungur! ! ! Hversu léttur ætti ég þá að vera til að geta fengið sem mest út úr Suprunni ? ? ? Gæti ég það byggt einhverskonar skjólborð á hliðarnar, til að koma í veg fyrir að sjórinn ætti svona greiða leið ínní bátinn, var næsta hugsun.....
Að lokum tók ég eftir því að tappinn sem lokar sjálf lensi opinu - sat í opinu ! ! !
Ég fiskaði tappann út og eftir eina mínútu, var ekkert vatn um borð..... ! ! !
Eins og ég sagði, ég hafði gert ráð fyrir meiri vindi og stærri öldum, max hraði var aðeins
13,7 km á klukkustund en 11,5-12,5 km var hraði sem mjög auðvelt var að halda. . . .
En það fór ekki mikð fyrir vindinum sem hafði verið lofað, öldurnar voru hámark 1m háar og það voru ekki margar af þeirri tegundinni. Ég hafði hlakkað til að ná nokkrum góðum surf á nýja Wave 6,4 PRO surfskíðinu
Ég náði nokkrum "ok" surfum og það var auðvitað fullt af nýjum hlutum til að venja sig við.
Á einum tímapunkti fór ég að fá töluverðan sjó inní bátinn, sem ekki fór út, fyrsta hugsun mín var að ég væri líklega of þungur! ! ! Hversu léttur ætti ég þá að vera til að geta fengið sem mest út úr Suprunni ? ? ? Gæti ég það byggt einhverskonar skjólborð á hliðarnar, til að koma í veg fyrir að sjórinn ætti svona greiða leið ínní bátinn, var næsta hugsun.....
Að lokum tók ég eftir því að tappinn sem lokar sjálf lensi opinu - sat í opinu ! ! !
Ég fiskaði tappann út og eftir eina mínútu, var ekkert vatn um borð..... ! ! !
Eins og ég sagði, ég hafði gert ráð fyrir meiri vindi og stærri öldum, max hraði var aðeins
13,7 km á klukkustund en 11,5-12,5 km var hraði sem mjög auðvelt var að halda. . . .
27.01.2013 Prófun á keppnis sæti . . .
... nýja keppnissætið - ekki alveg fullfrágengið
Í þessari viku hef ég aðallega notast við kajakróðrarvél, ég er í þessari viku búin að vera á mörkum þess, að fá kvef. Því ég hef valið að "flýja" inn, persónulega er ég stór aðdáandi af róðrarvélaþjálfun. Í hvert sinn sem ég tekst á við róðrarvélina, fæ ég á tilfininguna að ég nota þennan æfingaöguleika allt of lítið. . . .
Nú hef ég fengið frá mínum öfluga sponsor KANOBYG sent "keppnis sæti" fyrir gamla Ísbjörninn - tilgangurinn er að skapa möguleika á að sitja eins hátt og ég mun líklega í nýja Sport 600 kajaknum sem nú er væntanlegur um miðjan mars. Það krefst meira jafnvægis að sitja ofar - en í staðinn gefur það mér tækifæri til að ná mun meiri hraða. Síðasta sumar, fyrir Tour de Gudenå keppnina var það álit mitt að keppnis sætið sem ég hafði lánað í það skiptið, gaf mér 0,5 til 1,0 + km/klst meira í "venjulegum" hraða. Ásamt lægri róðrar tækni, er þetta að mínu mati skilvirkasta leiðin til að róa Sport 600. Fyrst og fremst gerir sannkallað kraftaverk að vera fær um að nýta fæturna betur.
Prófun á nýja "race sætinu" síðastliðinn föstudag, ól af sér mjög jákvæðar niðurstöður, þar réri ég seríu af 10 x 100m + sprettum með um 100 áratök á mínútu - sem var nóg til að skila stöðugum hraða uppá 12,3-12,5 km / klst. Í róðrinum hafði ég mótvind uppá 3-4 m/sek ásamt minniháttar mótstraum í Alssundinu. Miðað við að á gamla Ísbirninum hvíldi að auki ís lag á dekki og frosinn ís inní bátnum sem fær hann til að vega við þessar aðstæður vel yfir 25kg - eru léttari bátur (15-17kg) og hagstæðari aðstæður gríðarlegt tilhlökkunnar efni. . . . .
Nú hef ég fengið frá mínum öfluga sponsor KANOBYG sent "keppnis sæti" fyrir gamla Ísbjörninn - tilgangurinn er að skapa möguleika á að sitja eins hátt og ég mun líklega í nýja Sport 600 kajaknum sem nú er væntanlegur um miðjan mars. Það krefst meira jafnvægis að sitja ofar - en í staðinn gefur það mér tækifæri til að ná mun meiri hraða. Síðasta sumar, fyrir Tour de Gudenå keppnina var það álit mitt að keppnis sætið sem ég hafði lánað í það skiptið, gaf mér 0,5 til 1,0 + km/klst meira í "venjulegum" hraða. Ásamt lægri róðrar tækni, er þetta að mínu mati skilvirkasta leiðin til að róa Sport 600. Fyrst og fremst gerir sannkallað kraftaverk að vera fær um að nýta fæturna betur.
Prófun á nýja "race sætinu" síðastliðinn föstudag, ól af sér mjög jákvæðar niðurstöður, þar réri ég seríu af 10 x 100m + sprettum með um 100 áratök á mínútu - sem var nóg til að skila stöðugum hraða uppá 12,3-12,5 km / klst. Í róðrinum hafði ég mótvind uppá 3-4 m/sek ásamt minniháttar mótstraum í Alssundinu. Miðað við að á gamla Ísbirninum hvíldi að auki ís lag á dekki og frosinn ís inní bátnum sem fær hann til að vega við þessar aðstæður vel yfir 25kg - eru léttari bátur (15-17kg) og hagstæðari aðstæður gríðarlegt tilhlökkunnar efni. . . . .
09.01.2013 Keppnis sæti á leiðinni....
Bíð enn eftir nýja Seabird Designs Sport 600, vinn þess vegna nú í því að breyta gamla Ísbirninum - í stöðu sem svipar til nýja bátsins. Ég var nokkuð hissa sjálfur þegar ég settist niður í Wave 6,4 PRO Surfski - án jafnvægis vandamála. Í nýja Sport 600 Ég mun koma til með að sitja "eins hátt og mögulegt er" Þess vegna er mikilvægt að komast nú þegar "upp í hæð" sem gerir mér kleift að nota fætur og krop af fullum krafti við róðurinn, samhliða því að halda góðu jafnvægi.
Eins og svo oft áður en það er mikils virði að hafa góða styrktaraðila í bakhöndinni,
Kim frá Kanobyg hefur nú sent keppnis sæti áleiðis til Sønderborg. Það var ein af stóru hlutum sem skiptu máli í Tour de Gudenå keppninni í fyrra að ég var að nota í gott keppnis sæti.
Eins og svo oft áður en það er mikils virði að hafa góða styrktaraðila í bakhöndinni,
Kim frá Kanobyg hefur nú sent keppnis sæti áleiðis til Sønderborg. Það var ein af stóru hlutum sem skiptu máli í Tour de Gudenå keppninni í fyrra að ég var að nota í gott keppnis sæti.
06.12.2013 KOMIÐ NAFN Á The Wave 6.4
...úr fyrstu "SUPRA" ferðinni
Það hefur verið töluvert ferli til að finna nafn fyrir nýja Surfskiðið, hafa komið fram margar tillögur, möguleikar og tilfinningar við sögu. Það hefur gert það svolítið erfitt með, velja nafn á Wave 6,4 PRO Surfskiðið að nýji
Sport 600 kayakinn, sem leysir minn gamla Ísbjörn af hólmi þarf einnig að fá nafn.
Þar sem um töluvert ólík fley er að ræða sem koma tilmeð að verða notuð í töluvert mismunandi tegundir verkefna. Hafa það verið margir hlutir sem þurft hefur að taka tillit til.
Þar sem aðeins Surskiðið er komið, mun ég bara birta nafnið á því. Surfskíðið mun bera nafnið "Supra" sem er tekið úr latínu. Það upplýsist þó nú að hinn nýji Sport 600 kayak mun, er sá tími kemur hljóta íslenskt nafn.
Sport 600 kayakinn, sem leysir minn gamla Ísbjörn af hólmi þarf einnig að fá nafn.
Þar sem um töluvert ólík fley er að ræða sem koma tilmeð að verða notuð í töluvert mismunandi tegundir verkefna. Hafa það verið margir hlutir sem þurft hefur að taka tillit til.
Þar sem aðeins Surskiðið er komið, mun ég bara birta nafnið á því. Surfskíðið mun bera nafnið "Supra" sem er tekið úr latínu. Það upplýsist þó nú að hinn nýji Sport 600 kayak mun, er sá tími kemur hljóta íslenskt nafn.
30.12.2012 SURFSKI Fyrsti PRUFURÓÐUR
Gríðarlega ánægður með daginn.....
Það var töluvert rok í dag og því góður dagur til að prófa nýja Surfskíðið. Ég vissi ekki hversu mikill munur væri á stöðugleika á milli Sport 600 og Wave 6,4 - þannig að það var mjög spennandi að setjast í fyrsta sinn niður í surfskíðið. . . . Eftir smá stillingar á pedölum var klár til að leggja af stað út í vindinn.
Frá byrjun var ég í engum vandræðum með jafnvægi, auðvitað er töluverður munur - þó mun minni en ég hafði átt von á. Ég réri frá byrjun vandræðalaust í öldum frá öllum hliðum, stýrið virkar mjög afgerandi, svo ég snerti ekki stýrishluta pedalanna of mikið. Eftir stutta 4km ferð, tók ég smá pásu - nokkuð sem ég geri oft þegar ég er að prufa nýja tækni eða nýjan bát. Að hvíld lokinni réri ég stuttan 2km túr, þar sem ég fann mikinn mun á öllu frá fyrstu ferð - einna helst varðandi vellíðan/öryggi, jafnvægi og tilfinningu fyrir fleyinu. Stutt hvíld aftur og síðan 5km túr til viðbótar - þar sem ég gat virkilega fundið hversu auðvelt það er að róa WAVE 6,4 - þrátt fyrir mótvind líður maður svo ótrúlega létt yfir hafflötinn. Eftir aðeins þessa örfáu kílómetra, finnst mér ég nú þegar vera vel heima - tilbúinn til að takast á við stærri öldur og meiri vind.
Frá byrjun var ég í engum vandræðum með jafnvægi, auðvitað er töluverður munur - þó mun minni en ég hafði átt von á. Ég réri frá byrjun vandræðalaust í öldum frá öllum hliðum, stýrið virkar mjög afgerandi, svo ég snerti ekki stýrishluta pedalanna of mikið. Eftir stutta 4km ferð, tók ég smá pásu - nokkuð sem ég geri oft þegar ég er að prufa nýja tækni eða nýjan bát. Að hvíld lokinni réri ég stuttan 2km túr, þar sem ég fann mikinn mun á öllu frá fyrstu ferð - einna helst varðandi vellíðan/öryggi, jafnvægi og tilfinningu fyrir fleyinu. Stutt hvíld aftur og síðan 5km túr til viðbótar - þar sem ég gat virkilega fundið hversu auðvelt það er að róa WAVE 6,4 - þrátt fyrir mótvind líður maður svo ótrúlega létt yfir hafflötinn. Eftir aðeins þessa örfáu kílómetra, finnst mér ég nú þegar vera vel heima - tilbúinn til að takast á við stærri öldur og meiri vind.
Myndir frá prufuróðrinum
20.12.2012 GLEÐILEG JÓL 2012
Á jólunum ætlum við að ferðast til eyjarinnar Fuerteventura, leggjum af stað á morgun. Þannig að það gæti verið ekki svo mikið um að vera hér á heimasíðunni minni yfir jólin.
Hótelið okkar er staðsett í bænum Corralejo, sem er vatnasports "höfuðborg" eyjunnar og þar verður hægt að leigja kayaka ! ! ! - og komast í minni túra,, verður áhugavert og við hlökkum mikið til ferðarinnar.
Vona að þú einnig eigir góða daga í vændum á jólunum ..... GLEÐILEG JÓL 2012
Hótelið okkar er staðsett í bænum Corralejo, sem er vatnasports "höfuðborg" eyjunnar og þar verður hægt að leigja kayaka ! ! ! - og komast í minni túra,, verður áhugavert og við hlökkum mikið til ferðarinnar.
Vona að þú einnig eigir góða daga í vændum á jólunum ..... GLEÐILEG JÓL 2012
16.12.2012 400km endelig på km-kontoen
Den nye INUK
Það tók ótrúlega langan tíma að komast frá 300-400 km, líklega hefur frostið sem við höfum haft gert sitt. Veðrið hefur þó ekki verið svo slæmt - en ég hef líka verið að eyða tíma í ræktinni - þannig að ég hef ekki verið latur.
Þetta er einnig sá tími ársins þar sem ég skoða í kring og sé hvað aðrir eru að gera - og hvað er að gerast af áhugaverðum hlutum í nágrannalöndunum.
Það eru líka góðir hlutir í gangi hjá einum helsta styrktaraðila mínum Seabird Designs sem hefur nú bætt INUK kajak í sinn glæsilega flota - þessi kajak er með eftirfarandi mál 550cm á lengd og 50 cm á breidd, þetta ætti að vera nógu hratt fyrir flest fólk og "útlitið" er mjög ásættanlegt, ásamt verðinu sem byrjar í kringum 200.000 íslenskar og endar í ca. 300.000 fyrir kevlar og koltrefja útgáfu.
Þetta er einnig sá tími ársins þar sem ég skoða í kring og sé hvað aðrir eru að gera - og hvað er að gerast af áhugaverðum hlutum í nágrannalöndunum.
Það eru líka góðir hlutir í gangi hjá einum helsta styrktaraðila mínum Seabird Designs sem hefur nú bætt INUK kajak í sinn glæsilega flota - þessi kajak er með eftirfarandi mál 550cm á lengd og 50 cm á breidd, þetta ætti að vera nógu hratt fyrir flest fólk og "útlitið" er mjög ásættanlegt, ásamt verðinu sem byrjar í kringum 200.000 íslenskar og endar í ca. 300.000 fyrir kevlar og koltrefja útgáfu.
25.11.2012 kominn í 300km - með virkilega góðu 30km þolprófi
Isbjörninn klár í fleiri ævintýr
A frábær helgi er liðinn, í raun virkilega góð vika líka. Frábær laugardagur í gær með 30km þolprófi. Með áherslu á að halda hraða uppá 10km+ á klukkustund alla leið. Til að fá sem mest útúr prófinu valdi ég leið sem bauð uppá blendnar aðstæður. Þetta var hægt með því að róa frá Sonderborg til Varnæs, sem er um 20km í burtu. Í upphafi gek fínt með að halda hraða uppá 10km+ á klukkustund, en eftir 12-14km, var eins og það losnaði um eitthvað í kroppnum og ég var allt í einu meira og minna undir sama álagi á 10,5 km+ hraða á klukkustund. Það besta var að hraðin hélt áfram að fara uppá við og ég kom á tímabili uppá 11,7 km hraða á klukkustund. Í gegnu allt þolprófið var púls minn var aldrei yfir 75% af max og mest af tímanum hélt ég púls sem var um 65-70% af hámarki.
Í dag var ég svo mjög spenntur að finna hvernig dagurinn í gær sat í kroppnum - en tilfinninginn á meðan að ég réri, var að ef það hefði verið tími til, hefði ég róið til Kolding. Það var að minnsta kosti þær hugsanir sem fylltu höfuðið. Ferðin til Kolding, sem er 90km er því eitthvað sem ég þarf að hlakka til að taka í framtíðinni.
Í dag var ég svo mjög spenntur að finna hvernig dagurinn í gær sat í kroppnum - en tilfinninginn á meðan að ég réri, var að ef það hefði verið tími til, hefði ég róið til Kolding. Það var að minnsta kosti þær hugsanir sem fylltu höfuðið. Ferðin til Kolding, sem er 90km er því eitthvað sem ég þarf að hlakka til að taka í framtíðinni.
18.11.2012 up'on 200km+
...den nye K2, HAVKAJAK på vej hjem fra Kolding...
Vika með veðuri einsog þessu sem við fengum í þessari viku, hefði getað nýst til að hala inn fleiri kílómetra. Up-to date þjálfun er hinsvegar ekki lengur - bara spurningin um að eltast við "heila dauða" fram og til baka km. Það þarf meira til í dagsins Danmörku, ef þú vilt vera fær um að standa undir nafni sem Danmerkurmeistari.
Í gær réri ég til Augustenborg, lítið þorp nálægt Sønderborg skreppi túr uppá 35km - með nánast lífrænni tilfinningu af ánægju alla leið - góður hraði frá upphafi til enda hjálpaði auðvitað til. Fyrir mig er "the name of the game " þessa dagana og á næstu mánuðum, þol og aftur þol. Þessi stutta ferð til Augustenborg, var nóg fyrir mig til að ná 200km á þessu tímabili.
Í dag réri ég og kærasta mín Lene í nýja K2 Sjókayak félagsins, frábær túr í góðum félagsskab ....
Í gær réri ég til Augustenborg, lítið þorp nálægt Sønderborg skreppi túr uppá 35km - með nánast lífrænni tilfinningu af ánægju alla leið - góður hraði frá upphafi til enda hjálpaði auðvitað til. Fyrir mig er "the name of the game " þessa dagana og á næstu mánuðum, þol og aftur þol. Þessi stutta ferð til Augustenborg, var nóg fyrir mig til að ná 200km á þessu tímabili.
Í dag réri ég og kærasta mín Lene í nýja K2 Sjókayak félagsins, frábær túr í góðum félagsskab ....
13.11.2012 Vetrarþjálfun
Sem betur fer höfumm við enn plús gráður á hitamælinum, ég er að miða við að róa ca. 70-100km pr. viku. Að sjálfsögðu er þetta getur rokkað upp og niður og við róðurinn bætist svo styrktarþjálfun ! ! !
ÉG hef reyndar ekki alveg fundið út hvernig vikan mun líta út þ.e hvaða dag ég er að gera hvað. Kettlebells er þó fastur liður á miðvikudögum.
Núna er ég að nálgast 200km og þeim mun ég auðveldlega ná í þessari viku.
ÉG hef reyndar ekki alveg fundið út hvernig vikan mun líta út þ.e hvaða dag ég er að gera hvað. Kettlebells er þó fastur liður á miðvikudögum.
Núna er ég að nálgast 200km og þeim mun ég auðveldlega ná í þessari viku.
07.11.2012 Ketilbjöllur
Búinn með fyrstu kettlebells kennslustundina mína, með Thierry Sanchez. Þetta var mikil og góð áreynsla, það eru auðvitað mörg tækni atriði sem þarf að læra í upphafi í öllu nýju sporti sem maður tekur sér fyrir hendur. Ég hlakka gríðarlega mikið til að læra meira hjá Thierry, sem yfirgefur Danmörk á morgun, heldur til Ítalíu til að taka þátt í World Championship í Kettlebells! ! !
Það var ekki aðeins Kettlebells á dagskránni í kvöld, við vorum líka að keyra í gegnum nokkrar stöðvar þar sem meðal annars var unnið með þykk reipi - það var sama hvað við vorum að gera, púlsinn kom vel upp fyrir RED LINE - og ég elska þessa tilfinningu. .....
Það var ekki aðeins Kettlebells á dagskránni í kvöld, við vorum líka að keyra í gegnum nokkrar stöðvar þar sem meðal annars var unnið með þykk reipi - það var sama hvað við vorum að gera, púlsinn kom vel upp fyrir RED LINE - og ég elska þessa tilfinningu. .....
04.11.2012 Nýjir siðir á nýju tímabili...
Nú hef ég minnst á það nokkrum sinnum að nýjir siðir og venjur yrðu teknar í brúk, fyrir komandi tímabil. Ekki nægir þá eingögnu að breyta um útlit á heimasíðunni og njóta liðsinnis Elvars vinar míns á Íslandi, sem frá upphafi hefur reynst sannkallaður "haukur í horni" við gerð heimasíðunnar.
Nú á miðvikudaginn hef ég Ketilbjölluþjálfunn undir handleiðslu Thierry Sanchez, sem er heims- og Danmerkur meistari i Ketilbjöllum ! ! !
Að sjálfsögðu mun höfuðáherslan verða lögð á æfingar sem koma til með að nýtast mér sem allra best í undirbúningi mínum fyrir komandi tímabil.
Nú á miðvikudaginn hef ég Ketilbjölluþjálfunn undir handleiðslu Thierry Sanchez, sem er heims- og Danmerkur meistari i Ketilbjöllum ! ! !
Að sjálfsögðu mun höfuðáherslan verða lögð á æfingar sem koma til með að nýtast mér sem allra best í undirbúningi mínum fyrir komandi tímabil.
30.10.2012 Endalok 2012 tímabilsins
Lene í sínum síðasta túr á tímabilinu sem var að ljúka....
Við erum nú loksins inn í nýtt tímabil, og höfum sagt bless við 2012 tímabilið. Það hefur fyrir mig verið svolítið "upp og niður" tímabil, Danmerkur hringurinn hlaut snöggan endi í Thyboron. Í staðinn gekk mjög vel með mörga aðra hluti. Úrslit í þeim keppnum sem ég hef tekið þátt í hafa ekki verið til að kvarta yfir - auk þess að verða Danmerkur meistari í Ocean Racing, ég vann í Kaupmannahöfn Seachallenge og Tour de Gudenå. Hvoru tveggja ein af stærstu keppnum í Danmörku.
Enn fremur hefur verið afskaplega ánægjuleg þróun sjókayak mála í Sønderborg kajak Club. Þessari jákvæðu þróun hef ég deilt með þeim fjölmörgu sem hafa tekið þátt í starfi og viðburðum sem við höfum staðið fyrir.
Tíminn sem við eyddum saman við róðuð, ég og kærastan mín Lene, hefur einnig verið dýrmæt gleði - framfarir hennar og árangur hefur virkilega hrifið mig. Það var því einkar ánægjulegt, þegar hún var sú eina í Sønderborg Kajak Club, sem hlaut tvo bikara í lok tímabilsins ! ! !
Það hefur einnig verið mikill stuðningur fyrir mig að vera hluti af Næstved Kajak Club, þar sem ég get alltaf fengið góð ráð og leiðbeiningar frá þeim mjög reynda og færa sjókajakfóli sem er í félaginu. Næstved Kajak Club hefur á árinu 2012, farið í gegnum meiriháttar jákvæða þróun, þar sem góð blanda af seakayaks og Tur-kayak falla svo vel saman. Meðal þess sem félagar frá Næstved Kayakclub, hafa róið á 2012 tímabilinu er - Danmerkur hringurinn á mettíma, umhverfis Gotland, umhverfis Sjáland og umhverfis Fjón. . . . . Auk þess var tekið þátt í fjölmörgum keppnum í Danmörku og erlendis.
Mikilvægur hluti af eigin kajaklífi mínu er, að vera fær um, að allan tímann sjá tækifæri til vaxtar og framfara. Nú þegar hef ég einkar "góða tilfiningu" gagnvart komandi tímabili. Veturinn verður notaður í eitthvað nýtt í þjálfun minni á landi, á sjó hef einnig áætlanir um góðan slatta af mismunandi hlutum, sem einnig eru svolítið öðruvísi en það sem ég hef gert áður.
Enn fremur hefur verið afskaplega ánægjuleg þróun sjókayak mála í Sønderborg kajak Club. Þessari jákvæðu þróun hef ég deilt með þeim fjölmörgu sem hafa tekið þátt í starfi og viðburðum sem við höfum staðið fyrir.
Tíminn sem við eyddum saman við róðuð, ég og kærastan mín Lene, hefur einnig verið dýrmæt gleði - framfarir hennar og árangur hefur virkilega hrifið mig. Það var því einkar ánægjulegt, þegar hún var sú eina í Sønderborg Kajak Club, sem hlaut tvo bikara í lok tímabilsins ! ! !
Það hefur einnig verið mikill stuðningur fyrir mig að vera hluti af Næstved Kajak Club, þar sem ég get alltaf fengið góð ráð og leiðbeiningar frá þeim mjög reynda og færa sjókajakfóli sem er í félaginu. Næstved Kajak Club hefur á árinu 2012, farið í gegnum meiriháttar jákvæða þróun, þar sem góð blanda af seakayaks og Tur-kayak falla svo vel saman. Meðal þess sem félagar frá Næstved Kayakclub, hafa róið á 2012 tímabilinu er - Danmerkur hringurinn á mettíma, umhverfis Gotland, umhverfis Sjáland og umhverfis Fjón. . . . . Auk þess var tekið þátt í fjölmörgum keppnum í Danmörku og erlendis.
Mikilvægur hluti af eigin kajaklífi mínu er, að vera fær um, að allan tímann sjá tækifæri til vaxtar og framfara. Nú þegar hef ég einkar "góða tilfiningu" gagnvart komandi tímabili. Veturinn verður notaður í eitthvað nýtt í þjálfun minni á landi, á sjó hef einnig áætlanir um góðan slatta af mismunandi hlutum, sem einnig eru svolítið öðruvísi en það sem ég hef gert áður.
24.10.2012 Framfarir...
... my new Sport 600 is on its way
Sem mikilvægur hluti af því að vera fær um að halda áfram, og samtímis vera i framför, getur verið nauðsynlegt að líta í kringum sig. Ég er heillaður af mörgum sjókayak verkefnum sem ég rekst, hér og þar í heiminum og sérstaklega á þetta við um þau verkefni sem hafa tekist.
Á morgun er mér og fleirum boðið á fyrirlestur með Erik B. Jorgensen sem meðal annars hefur róið "Around Skandinavíu" og einnig um Danmörku, þar sem hann valdi veturinn til verksins. Þar tók það hann 23 daga ! ! ! til að komast upp vesturströndina ... Erik mun tala um "Scandinaviu" ferð sína. Það verður fróðlegt að fá að hitta hann.
Til þessa er það bara ég og Jan Laurids sem hafa klárað vesturströndina á 7 dögum, sem er stysti tíminn á þessari ca. 420km löngu strandlengju. Jan réri í Seabird Designs H2O og ég notaði Seabird Designs Sports 600 - Seabird hefur reyndar nýuppfært heimasíðuna sína með myndum af öllum nýju kajökunum sem eru á programminu þeirra, sjá þá hér:
Seabird Designs nýju kayakar, Surfski og Turbátar
Á morgun er mér og fleirum boðið á fyrirlestur með Erik B. Jorgensen sem meðal annars hefur róið "Around Skandinavíu" og einnig um Danmörku, þar sem hann valdi veturinn til verksins. Þar tók það hann 23 daga ! ! ! til að komast upp vesturströndina ... Erik mun tala um "Scandinaviu" ferð sína. Það verður fróðlegt að fá að hitta hann.
Til þessa er það bara ég og Jan Laurids sem hafa klárað vesturströndina á 7 dögum, sem er stysti tíminn á þessari ca. 420km löngu strandlengju. Jan réri í Seabird Designs H2O og ég notaði Seabird Designs Sports 600 - Seabird hefur reyndar nýuppfært heimasíðuna sína með myndum af öllum nýju kajökunum sem eru á programminu þeirra, sjá þá hér:
Seabird Designs nýju kayakar, Surfski og Turbátar
21.10.2012 Lítill tími á sjó....
Það hefur verið mjög skrítið að halda tveggja vikna frí frá róðrinum, eitthvað sem ég er ekki vanur. Okkar kæru "flutningar" hafa tekið mun lengri tíma en við gerðum ráð fyrir .... þannig að þetta hefur verið eins og lítið "mini frí".
Á morgunn sem betur fer munum við komast af stað með sjó kajak hópnum okkar - þetta er síðasta sameiginlega Sjókayak kvöldið á þessu tímabili.
Það er svolítið skrítið að klára 2012 tímabilið, á þenna mjög frjálslega, hátt miðað við það sem ég er vanur. Á síðasta ári var ég í fullum gangi með mína "handikap þrennu" sem varð að veruleika. Og samtímis að brjóta Sønderborg Kajak Club kílómetra metið. Bæði verkefnin voru mjög krefjandi - ekki síst þar sem þau voru að gerast á sama tíma, en í leiðinni einnig mjög gefandi verkefni, ekki einungis fyrir félagið heldur líka fyrir mig. Á þessu ári hef ég svo haldið mig að mestu frá handikap keppninni, og kílometrarnir mínir eru aðeins tveir þriðju af km frá síðasta ári.
Fyrst og fremst finnst mér þó að ég sé uppfullur af auka orku, gagnvart næsta tímabili. Nú þegar hafa markmið mín verið rædd við styrktaraðila mína og eru að mestu leyti kominn í skorður. Árið 2013 verður ekki "bara" nýtt í að slá félagsmet - Danmerkur- og Íslandsmet - nú verður einnig reynt við HEIMSMET ! ! !
Á morgunn sem betur fer munum við komast af stað með sjó kajak hópnum okkar - þetta er síðasta sameiginlega Sjókayak kvöldið á þessu tímabili.
Það er svolítið skrítið að klára 2012 tímabilið, á þenna mjög frjálslega, hátt miðað við það sem ég er vanur. Á síðasta ári var ég í fullum gangi með mína "handikap þrennu" sem varð að veruleika. Og samtímis að brjóta Sønderborg Kajak Club kílómetra metið. Bæði verkefnin voru mjög krefjandi - ekki síst þar sem þau voru að gerast á sama tíma, en í leiðinni einnig mjög gefandi verkefni, ekki einungis fyrir félagið heldur líka fyrir mig. Á þessu ári hef ég svo haldið mig að mestu frá handikap keppninni, og kílometrarnir mínir eru aðeins tveir þriðju af km frá síðasta ári.
Fyrst og fremst finnst mér þó að ég sé uppfullur af auka orku, gagnvart næsta tímabili. Nú þegar hafa markmið mín verið rædd við styrktaraðila mína og eru að mestu leyti kominn í skorður. Árið 2013 verður ekki "bara" nýtt í að slá félagsmet - Danmerkur- og Íslandsmet - nú verður einnig reynt við HEIMSMET ! ! !
15.10.2012 Afslöppun....
afslöppun.....
Eftir keppnina mína í Schlien, ég hef ekki verið svo virkur að frátöldum mánudeginum fyrir nákvæmlega viku síðan. En þá réri ég með sjó kajak hópnum okkar. Fimmtudagurinn fór í að heimsækja nærliggjandi kajak klúbb sem staðstettur er í Grásten. Þar sem ég rendi í gegnu nokkra af kajökunum þeirra, og gerði við eða kom með ábendingar um úrbætur.
Það var sönn ánægja fyrir mig og Lene að vera fær um að hjálpa þeim, í að minnsta kosti sumum af þeim vandamálum sem þeir höfðu með kajakana þeirra. Síðan settumst við niður og borðuðum dýrindis köku með Mie og Marianne frá félaginu. Í leiðinni fengum við viðrað sameiginleg viðhorf og skoðanir í kringum kayakferðir og sportið í heild sinni.
Ástæðan fyrir öllum þessum "slowgoing" hafa einnig verið flutingarnir - sem mun brátt verða að baki, en fyrir mig er það og verður einnig hluti af kajak íþróttinne að hafa tíma til að slaka á ! ! !
Það var sönn ánægja fyrir mig og Lene að vera fær um að hjálpa þeim, í að minnsta kosti sumum af þeim vandamálum sem þeir höfðu með kajakana þeirra. Síðan settumst við niður og borðuðum dýrindis köku með Mie og Marianne frá félaginu. Í leiðinni fengum við viðrað sameiginleg viðhorf og skoðanir í kringum kayakferðir og sportið í heild sinni.
Ástæðan fyrir öllum þessum "slowgoing" hafa einnig verið flutingarnir - sem mun brátt verða að baki, en fyrir mig er það og verður einnig hluti af kajak íþróttinne að hafa tíma til að slaka á ! ! !
06.10.2012 Öruggt fyrsta sæti í Þýskalandi
Erste Platz....
Það gekk allt vel í Þýskalandi í dag, ókum frá Sønderborg snemma í morgun. Einni klukkustund síðar vorum við komin að þýska kajak klúbbnum. Við sögðum halló við þá sem við þekktum og þá sem þekktu okkur. Þjóðverjar töldu langt fyrir suma að koma alla leið frá Næstved, þegar þeir fengu útskýringar um hvar í Danmörku Næstved er staðsett.
Að þessu sinni voru ekki eins margir þátttakendur eins og hafa verið undanfarin ár, það var líklega vegna breytra haust frí tímabili, sem þakka má sameiningar reglugerðum evrópusambandsins. Svona er að keppa á alþjóða vetvangi, það er ekki bara veðrið að slást við ! ! ! Þar að auki var einhver stór atburður í gangi í nágreninu sem stal fólki frá þessari annars mjög svo vinalegu keppni.
Það var svo ræst klukkan 11.00 ég var frá byrjun langt frá þeim sem ég keppti á móti í sjó kajak flokknum. Auðvitað fann ég aðra að keppa á móti, og eftir 1,5 km réri ég með ungum manni frá K1 flokknum. Ég leiddi í gegnum alla brautina, og hann hékk á mér, það var svo á síðustu 500m að ég reri örugglega frá honum og kom yfir marklínuna með ca. tíma uppá 49 mínútur. Þannig að þetta var öruggt fyrsta sæti í flokknum mínum. Veðrið var ekki til að kvarta yfir og fyrir þá sem mættu áttum við mjög svo ánægjulegan dag.
Eftir keppnina var gegn afskaplega hógværri greiðslu, boðið uppá pylsur, brauð, bjór, kaffi og kökur. Súper góður dagur í góðu umhverfi með einstaklega vinalegt þýskt andrúmsloft.
Að þessu sinni voru ekki eins margir þátttakendur eins og hafa verið undanfarin ár, það var líklega vegna breytra haust frí tímabili, sem þakka má sameiningar reglugerðum evrópusambandsins. Svona er að keppa á alþjóða vetvangi, það er ekki bara veðrið að slást við ! ! ! Þar að auki var einhver stór atburður í gangi í nágreninu sem stal fólki frá þessari annars mjög svo vinalegu keppni.
Það var svo ræst klukkan 11.00 ég var frá byrjun langt frá þeim sem ég keppti á móti í sjó kajak flokknum. Auðvitað fann ég aðra að keppa á móti, og eftir 1,5 km réri ég með ungum manni frá K1 flokknum. Ég leiddi í gegnum alla brautina, og hann hékk á mér, það var svo á síðustu 500m að ég reri örugglega frá honum og kom yfir marklínuna með ca. tíma uppá 49 mínútur. Þannig að þetta var öruggt fyrsta sæti í flokknum mínum. Veðrið var ekki til að kvarta yfir og fyrir þá sem mættu áttum við mjög svo ánægjulegan dag.
Eftir keppnina var gegn afskaplega hógværri greiðslu, boðið uppá pylsur, brauð, bjór, kaffi og kökur. Súper góður dagur í góðu umhverfi með einstaklega vinalegt þýskt andrúmsloft.
03.10.2012 Það er KEPPNI um helgina ! ! !
Nú þessa helgi ég keyri ég niður í Schleswig i Þýskalandi, til að taka þátt í "Schlei Regatta", þetta er keppni, sem ég hef unnið síðastliðin tvö ár í röð. Það verður áhugavert að sjá hvernig fer á þessu ári. Þetta gæti líka verið síðasta keppni í gamla Ísbirninum mínum, þannig að það verður að berjast fyrir góðum árangri.
Ég hef nú róið 3700km á þessu tímabili sem líkur þann 27. október - svo enn eru nokkrar nothæfar vikur eftir.
Undanfarið hef ég notað tíma í að leita á netinu og láta mig dreyma. Í leiðinni hef ég svo gert áætlanir og sett mér markmið fyrir komandi, vetur og næsta tímabil.
Í seinni tíð hefur einnig verið mikil af umferð á heimasíðunni minni, en ég hef einnig verið að dúkka upp hér og þar.... nýlega í Svíþjóð: http://surfskis.blogspot.dk/
Ég hef nú róið 3700km á þessu tímabili sem líkur þann 27. október - svo enn eru nokkrar nothæfar vikur eftir.
Undanfarið hef ég notað tíma í að leita á netinu og láta mig dreyma. Í leiðinni hef ég svo gert áætlanir og sett mér markmið fyrir komandi, vetur og næsta tímabil.
Í seinni tíð hefur einnig verið mikil af umferð á heimasíðunni minni, en ég hef einnig verið að dúkka upp hér og þar.... nýlega í Svíþjóð: http://surfskis.blogspot.dk/
20.09.2012 Næstu þrjú ÁRIN með SEABIRD DESIGNS ! ! !
Golden moments with Seabird
Það hefur liðið nokkur tími síðan Tour de Gudenå - 120km keppninni lauk. Keppni einsog þessi, krefst mikils undirbúnings og það tekur tíma að komast niður í "eðlilegt" ástand að nýju. Í undirbúningi mínum fyrir Tour de Gudenå keppnina nýtti ég mér margar hugmyndir og reynslu frá fyrri keppnum - reynslan er til að læra af - slíkur reynslubanki er þess vegna gulls ígildi. Það staðfestir minn góði árangur í Tour de Gudenå keppninni á þessu ári.
Nú er 2012 tímabilið að enda komið ..... og hvað þá ? ? ?
Í höfðinu á mér kraumar stöðugt flæði hugmynda um margskonar kajak tengdar áætlanir og verkefni.
Þess vegna er það mér mikil ánægja og ekki síst gríðarleg forréttindi, að vera fær um að segja frá því að mín næstu þrjú kajak ár verða framkvæmd í félagi við
SEABIRD DESIGNS ! ! !
Ég sagði Seabird Designs frá áætlunum mínum fyrir komandi framtíð og þau skreyttu með ýmsum viðbótum - úr blöndu af hugmyndum frá báðum aðilum - höfum við komist að samkomulagi um áætlun fyrir næstu þrjú ár ! ! !
"Aggrement" okkar inniheldur ýmis heimsklassa verkefni - framkvæmd í heimsklassa Seabird Designs kajak og Surfski! ! !
Í lok október mánaðar mun Kanobyg í Danmörku taka á móti, glænýjum Seabird Designs Sport 600 í Carbon / Kevlar útgáfu "sér hannaður" fyrir mig - sérstaklega gerður eftir mínum kröfum varðandi sæti, stýrispedala og stýri. Ég er gríðarlega spenntur þessa dagana, ekki aðeins fyrir þessum nýja kajak, heldur líka fyrir komandi verkefnum á árunum 2013, 2014 og 2015 ! ! !
Nú er 2012 tímabilið að enda komið ..... og hvað þá ? ? ?
Í höfðinu á mér kraumar stöðugt flæði hugmynda um margskonar kajak tengdar áætlanir og verkefni.
Þess vegna er það mér mikil ánægja og ekki síst gríðarleg forréttindi, að vera fær um að segja frá því að mín næstu þrjú kajak ár verða framkvæmd í félagi við
SEABIRD DESIGNS ! ! !
Ég sagði Seabird Designs frá áætlunum mínum fyrir komandi framtíð og þau skreyttu með ýmsum viðbótum - úr blöndu af hugmyndum frá báðum aðilum - höfum við komist að samkomulagi um áætlun fyrir næstu þrjú ár ! ! !
"Aggrement" okkar inniheldur ýmis heimsklassa verkefni - framkvæmd í heimsklassa Seabird Designs kajak og Surfski! ! !
Í lok október mánaðar mun Kanobyg í Danmörku taka á móti, glænýjum Seabird Designs Sport 600 í Carbon / Kevlar útgáfu "sér hannaður" fyrir mig - sérstaklega gerður eftir mínum kröfum varðandi sæti, stýrispedala og stýri. Ég er gríðarlega spenntur þessa dagana, ekki aðeins fyrir þessum nýja kajak, heldur líka fyrir komandi verkefnum á árunum 2013, 2014 og 2015 ! ! !
12.09.2012 Þremur dögum eftir Tour de Gudenå keppnina
Lene my great help before- and under the race
Það eru nú liðnir þrír dagar síðan ég vann Tour de Gudenå keppnina. Ég hef fengið allmargar hamingjuóskir og hrós fyrir frammistöðu mína þessa helgi og þær kveðjur vil ég auðvitað þakka mikið vel fyrir. All margir fylgdust að auki vel með undirbúningi mínum, á vikunum fyrir sjálfa keppnin Þar gerði ég heilmikið af breytingum, ekki aðeins á kajaknum, heldur einnig reyndi ég að breyta róðrar stíl mínum.
Hvoru tveggja hafði, án nokkurs vafa heilmikið að segja um það hvernig fór um helgina. Ekki síst var það mjög stór hjálp í mótvindinum á laugardag, að vera laus við að keyra árina svo hátt upp í loft, líkt og ég var vanur að gera - í þessum mikla vindi sem við vorum að kljást við.
En þegar horft er á tíma og árangur í mörgum öðrum flokkum, er minn tími uppá rúmlega tíu klukkustundir, ekki neitt til að skammast sín fyrir. Ef það hefði ekki verið fyrir allan vindinn á laugardag, hefði ég auðveldlega getað verið búinn á innan við tíu klukkustundum.
Eins og ég hef lofað, eru hér nokkrar myndir af þeim breytingum sem ég hef gert á Ísbirninum mínum ....
Hvoru tveggja hafði, án nokkurs vafa heilmikið að segja um það hvernig fór um helgina. Ekki síst var það mjög stór hjálp í mótvindinum á laugardag, að vera laus við að keyra árina svo hátt upp í loft, líkt og ég var vanur að gera - í þessum mikla vindi sem við vorum að kljást við.
En þegar horft er á tíma og árangur í mörgum öðrum flokkum, er minn tími uppá rúmlega tíu klukkustundir, ekki neitt til að skammast sín fyrir. Ef það hefði ekki verið fyrir allan vindinn á laugardag, hefði ég auðveldlega getað verið búinn á innan við tíu klukkustundum.
Eins og ég hef lofað, eru hér nokkrar myndir af þeim breytingum sem ég hef gert á Ísbirninum mínum ....
10.09.2012 Tour de Gudenå "the whole story"
Föstudagur
Okkar Tour de Gudenå helgi, reyndar byrjaði á föstudagskvöldið, þar sem við hittum vini okkar frá Næstved kajak og canoe club (NKC) í mjög fallegu sumarbústað rétt fyrir utan Silkeborg. Þegar við komum þangað beið okkar óvænt uppákoma - í NKC hefur fólk fyrir löngu síðan fundið út að góður árangur er eitthvað sem ber að fagna. Þar sem ég nýverið hlaut Danmerkur meistaratitil, hafði Morten Salomonsen sem lánaði mér kajakinn sinn í þá keppin, látið gera frábæra kajak-köku sem var að beið eftir okkar. þetta kom auðvitað mjög skemmtilega á óvart og mun ekki gleymast ..... betri byrjun á strembinni helgi var ekki hægt að hugsa sér.....
Okkar Tour de Gudenå helgi, reyndar byrjaði á föstudagskvöldið, þar sem við hittum vini okkar frá Næstved kajak og canoe club (NKC) í mjög fallegu sumarbústað rétt fyrir utan Silkeborg. Þegar við komum þangað beið okkar óvænt uppákoma - í NKC hefur fólk fyrir löngu síðan fundið út að góður árangur er eitthvað sem ber að fagna. Þar sem ég nýverið hlaut Danmerkur meistaratitil, hafði Morten Salomonsen sem lánaði mér kajakinn sinn í þá keppin, látið gera frábæra kajak-köku sem var að beið eftir okkar. þetta kom auðvitað mjög skemmtilega á óvart og mun ekki gleymast ..... betri byrjun á strembinni helgi var ekki hægt að hugsa sér.....
Laugardagur
Það var snemma á laugardagsmorguninn að ég vaknaði ferskur eftir góðan nætursvefn í tvíbreiðurúmi í sumar sumarbústaðnum, eftir góðan morgunnverð og viðlit á veðurspá - við keyrðum til Skanderborgar. Þar vorum við mætt í góðum tíma, heilsaði þeim sem við þekktum og samtímis týndi ég á mig keppnisgallann. Vindurinn blés sterkt úr vestri líkt og veðurspáin hafði lofað. Í mínu tilfelli var þetta mikill kostur því á vatninu Mossö myndum við fá stórar öldur og sterkan mótvind út allt vatnið og hvergi skjól að finna. Í BLÆSTRI ER ÉG BESTUR - er eitthvað sem ég hef oft sagt - svo nú hafði ég eitthvað að lifa upp til.
Meðal keppinauta mínna voru Michael Ustrup sem vann Tour de Gudenå árið 2011 - hann var mættur með sinn reffilega XOR kajak, fleytan sú er ekki árennileg. Þar að auki var Frode Stiansen frá Noregi ásamt 5 af vinum sínum frá Arendal Kayak Club mættur, og þeir allir saman á heimsklassa Brimskíðum - auðveldt var að koma auga á það sem uppá vantaði á minn gamla og marg viðgerða Ísbjörn. Það var ekki um þessa helgina sem hann kæmi til með að veita mér mikið forskot á keppinautana, miðað við þeirra báta. En Ísbjörninn var ekki einn síns liðs, nú mátti mótorinn sanna gildi sitt. Og ekki síst reyna að lifa upp til Danmerkur meistaratitilsins ! ! !
Það var startað á slaginu 11:00 - Ég vissi að ég fengi ekki besta startið í byrjun, en fyrstu 300m af þeim 120km sem biðu okkar, gera ekki útum svona keppni. Af þessum sökum hélt ég ró minni og nýtti mér að ég hafði góða yfirsýn, sem 5-6 bátur, yfir keppinautana. Eftir ca. 1km á rúmlega 13km hraða, var ekkert tilbaka nema ég sem var rétt á eftir Michael og mér á vinstri hlið var sterkur Norðmaður - Thomas Hestvold. Í litlum vötnum sem mynda leiðina að Mossö, fann ég hversu sterkur Michael var í mótvindinum, fljótlega hafði ég reiknað út hvenær best væri að slá til og sækja að Michael. Í síðasta vatninu fyrir Mossö, lenti Thomas í vandræðum með gras og þang sem sat fast í stýrinu hjá honum - þar með var hann úr sögunni. Tíu dögum fyrir keppnina hafði ég skrifað til Frode og varað þá við einmitt þessu. Við Michael og ég með mitt nýja stýri og hann með sitt "klapror" vorum lausir við svona vandamál. Gátum báðir áhyggjulaust róið yfir hvað sem fyrir varð af botngróðri. Áður en kom að stöðuvatninu Mosso, þarf að bera yfir brú og þar við vorum rétt á eftir hvorum öðrum - Michael hafði ég með vilja "leyft" að ná fyrstum útá vatnið Mossö, sem lögun skreytt var hvítfryssandi öldutoppum, ásamt fínasta mótvindi. Michael er allnokkuð minni að burðum en ég sjálfur, hefur að auki gríðarlega "háan" róðrarstíl það er því mikill vindur sem hann þarf að þeyta árunum í gegnum áður en hann kemur þeim í vatnsyfirborðið. Bara þetta atriði vissi ég fyrirfram að myndi valda honum erfiðleikum. Eftir um 1,5 km af vatninu réri ég upp til Michael en ég hafði fram að þessu dólað 20-40m fyrir aftan hann og lesið aðstæður - nú tók ég forystuna. Nú var ég almennilega búinn að hita upp fyrir átökin í Mossö í þessum ham. Hraðinn við höfðum róið á gaf mér og Ísbirninum, góða mynd af því hversu hratt ég þyrfti að róa til að yfirkeyra Michael og hans XOR kajak. Með hægfara hraðaaukningu atti ég Ísbirninum gegn þessum nú 70-80cm háu öldum og mótvindi uppá 7-8m/sek. Án þess að fylgjast með því á nokkurn hátt komum við lengra og lengra í burtu frá Michael. Við endann á Mossö sem er um 8km langt vatn, leit ég fyrst um öxl og forskot okkar var mjög viðunanadi - en við áttum engu að síður í vandræðum ! ! !
Því miður hafði ég ekki sleppt því að setja svuntu á Ísbjörninn sem hafði nú tekið nokkrar öldurnar með sér, er við rérum í gegnum Mossö,, auk þess er alltaf töluvert vatn sem kemst inní í aftasta rými við svona aðstæður. Það var aðeins eitt að gera - stutt stop og tæma eins mikið vatn úr bátnum og hægt var. Slík stop taka ekki langan tíma, og við vorum fljótlega á floti að nýju og enn ferskari ef eitthvað var.
Í lok þessa fyrsta áfanga sem er um 30km og endar í smábænum Ry, höfðum við 3,30 mínútur í forskot á Michael - og nú beið okkar stöðuvatnið Juhlsö, ásamt þeim 17km sem uppá vantaði til að komast til Silkeborgar.
Eftir gagnlega pásu og ekki síst fyrsta flokks aðstoð frá Lene kærustunni minni sem var hjálparhellan mín á þessum fyrsta degi. Réri Ég ferskur og endurnærður áleiðis til Silkeborgar - eins og ég hafði gert ráð fyrir var vatni Juhlsö og önnur lítil vötn á leið okkar, klædd hvítum öldutoppum og sterkum mótvindi, því til viðbótar skullu yfir okkur sterkar vindhviður. En þessi tegund af aðstæðum voru að verða uppáhalds nammið okkar og ég kom Ísbirninum hamingjusamlega í gegnum það sem varð á vegi okkar - og þó að við færum stundum langt niður í hraða - tókst að auka forystu okkar niður á Michael og nú einnig Thomas Hestvold, sem hafði náði upp að Michael - um 2,30 mínútur til viðbótar við þessar 3.30mín frá Ry. Það var þægileg og góð tilfinning að leiða, eftir fyrsta dag með 6 mínútum ! ! !
Við komum svo í sumar sumarbústaðinn í góðum gír, þar sem beið okkar frábær máltíð framreydd af Thomas Nielsen fyrir alla Næstved hjörðina. Það var svo kíkt yfir uppákomur og um leið ýmiss úrslit dagsins - skipulagt fyrir daginn eftir, o.fl. Nú var mest um vert að fá góða nætur hvíld, til að vera fær um að vera ferskur snemma næsta morgunn.
Sunnudagur
Eftir að hafa sofið mjög vel um nóttina í hjónarúminu okkar - átum við morgunmat og fljótlega vorum við í Silkeborg, þar sem við settum á flot nógu snemma, þannig að við höfðum nægan tíma til að hita upp. Nú var mikilvægt að halda einbetningunni og ekki gera nein mistök - Thomas og Michael fengu báði gott star og ég fylgdi samkvæmt plani í humátt á eftir. Fyrsti áfanginn á sunnudaginn er 33km og endar í Tangesø, þegar við komum þangað voru það bara við tveir, ég og Michael - það kom í ljós að Thomas hafði aftur fengið gras í stýrið og gat því ekki haldið í við hraða okkar. Þegar ég kom að Tangevirkjuninni beið Morten Salomonsen klár til að hjálpa, og hann hjálpaði mér að fá nóg að borða og drekka og ekki síst bera Ísbjörninn mína á rétta staði.
Frá Tangevirkjun og til Langá, sem var næsta stop, leggur uppá 22km. Þann rérum við í félagi ég og Michael, við byrjuðum reyndar að róa saman í vatninu Tangesø. Við skiptumst á að draga hvorn annann til skiptis, 5 mínútur í senn. Þetta samstarf hélst við alla leið til Randers. Þetta var mikill ávinningur fyrir okkur báða og við urðum betri og betri í að útfæra þessar skiptivaktir - þetta kenndi mér mikið. Fyrir mig var það þessi leggur frá Tangevirkjuninni og til Langá sem var hvað erfiðastur í heildar keppninni, þar því stór hjálp í því að kærastan mín Lene beið eftir mér í Langá. Ég var því mjög fegin að loksins ná til Langá - nú voru bara 14km eftir að lokamarkinu í Randers. Ferðin til Randers gekk mjög vel, og ég fannst ég að nýju endurnærðu eftir stoppið hjá Lene í Langá.
Þegar við nálgumst markið, var mikill mannfjöldi frá Næstved Kajak Club á árbakkanum sem hvatti mig allt hvað þau gátu - með þeirra hjálp vann ég svo Michael á endasprettinum yfir marklínuna, með hálfri bátslengd - takk aftur til klúb félaga minna frá Næstved, þetta var enn ein jákvæð viðbót við þessa helgi. Það var svo hin svalasta tilfinning að njóta útsýnisins frá toppinum á verðlaunapallinum .....
Á leiðinni heim stoppuðum við á matsölustað við hraðbrautina, þar sem allir frá Næstved Kajak Club snæddu ágætis máltíð saman og fór yfir atburði helgarinnar.
Það var snemma á laugardagsmorguninn að ég vaknaði ferskur eftir góðan nætursvefn í tvíbreiðurúmi í sumar sumarbústaðnum, eftir góðan morgunnverð og viðlit á veðurspá - við keyrðum til Skanderborgar. Þar vorum við mætt í góðum tíma, heilsaði þeim sem við þekktum og samtímis týndi ég á mig keppnisgallann. Vindurinn blés sterkt úr vestri líkt og veðurspáin hafði lofað. Í mínu tilfelli var þetta mikill kostur því á vatninu Mossö myndum við fá stórar öldur og sterkan mótvind út allt vatnið og hvergi skjól að finna. Í BLÆSTRI ER ÉG BESTUR - er eitthvað sem ég hef oft sagt - svo nú hafði ég eitthvað að lifa upp til.
Meðal keppinauta mínna voru Michael Ustrup sem vann Tour de Gudenå árið 2011 - hann var mættur með sinn reffilega XOR kajak, fleytan sú er ekki árennileg. Þar að auki var Frode Stiansen frá Noregi ásamt 5 af vinum sínum frá Arendal Kayak Club mættur, og þeir allir saman á heimsklassa Brimskíðum - auðveldt var að koma auga á það sem uppá vantaði á minn gamla og marg viðgerða Ísbjörn. Það var ekki um þessa helgina sem hann kæmi til með að veita mér mikið forskot á keppinautana, miðað við þeirra báta. En Ísbjörninn var ekki einn síns liðs, nú mátti mótorinn sanna gildi sitt. Og ekki síst reyna að lifa upp til Danmerkur meistaratitilsins ! ! !
Það var startað á slaginu 11:00 - Ég vissi að ég fengi ekki besta startið í byrjun, en fyrstu 300m af þeim 120km sem biðu okkar, gera ekki útum svona keppni. Af þessum sökum hélt ég ró minni og nýtti mér að ég hafði góða yfirsýn, sem 5-6 bátur, yfir keppinautana. Eftir ca. 1km á rúmlega 13km hraða, var ekkert tilbaka nema ég sem var rétt á eftir Michael og mér á vinstri hlið var sterkur Norðmaður - Thomas Hestvold. Í litlum vötnum sem mynda leiðina að Mossö, fann ég hversu sterkur Michael var í mótvindinum, fljótlega hafði ég reiknað út hvenær best væri að slá til og sækja að Michael. Í síðasta vatninu fyrir Mossö, lenti Thomas í vandræðum með gras og þang sem sat fast í stýrinu hjá honum - þar með var hann úr sögunni. Tíu dögum fyrir keppnina hafði ég skrifað til Frode og varað þá við einmitt þessu. Við Michael og ég með mitt nýja stýri og hann með sitt "klapror" vorum lausir við svona vandamál. Gátum báðir áhyggjulaust róið yfir hvað sem fyrir varð af botngróðri. Áður en kom að stöðuvatninu Mosso, þarf að bera yfir brú og þar við vorum rétt á eftir hvorum öðrum - Michael hafði ég með vilja "leyft" að ná fyrstum útá vatnið Mossö, sem lögun skreytt var hvítfryssandi öldutoppum, ásamt fínasta mótvindi. Michael er allnokkuð minni að burðum en ég sjálfur, hefur að auki gríðarlega "háan" róðrarstíl það er því mikill vindur sem hann þarf að þeyta árunum í gegnum áður en hann kemur þeim í vatnsyfirborðið. Bara þetta atriði vissi ég fyrirfram að myndi valda honum erfiðleikum. Eftir um 1,5 km af vatninu réri ég upp til Michael en ég hafði fram að þessu dólað 20-40m fyrir aftan hann og lesið aðstæður - nú tók ég forystuna. Nú var ég almennilega búinn að hita upp fyrir átökin í Mossö í þessum ham. Hraðinn við höfðum róið á gaf mér og Ísbirninum, góða mynd af því hversu hratt ég þyrfti að róa til að yfirkeyra Michael og hans XOR kajak. Með hægfara hraðaaukningu atti ég Ísbirninum gegn þessum nú 70-80cm háu öldum og mótvindi uppá 7-8m/sek. Án þess að fylgjast með því á nokkurn hátt komum við lengra og lengra í burtu frá Michael. Við endann á Mossö sem er um 8km langt vatn, leit ég fyrst um öxl og forskot okkar var mjög viðunanadi - en við áttum engu að síður í vandræðum ! ! !
Því miður hafði ég ekki sleppt því að setja svuntu á Ísbjörninn sem hafði nú tekið nokkrar öldurnar með sér, er við rérum í gegnum Mossö,, auk þess er alltaf töluvert vatn sem kemst inní í aftasta rými við svona aðstæður. Það var aðeins eitt að gera - stutt stop og tæma eins mikið vatn úr bátnum og hægt var. Slík stop taka ekki langan tíma, og við vorum fljótlega á floti að nýju og enn ferskari ef eitthvað var.
Í lok þessa fyrsta áfanga sem er um 30km og endar í smábænum Ry, höfðum við 3,30 mínútur í forskot á Michael - og nú beið okkar stöðuvatnið Juhlsö, ásamt þeim 17km sem uppá vantaði til að komast til Silkeborgar.
Eftir gagnlega pásu og ekki síst fyrsta flokks aðstoð frá Lene kærustunni minni sem var hjálparhellan mín á þessum fyrsta degi. Réri Ég ferskur og endurnærður áleiðis til Silkeborgar - eins og ég hafði gert ráð fyrir var vatni Juhlsö og önnur lítil vötn á leið okkar, klædd hvítum öldutoppum og sterkum mótvindi, því til viðbótar skullu yfir okkur sterkar vindhviður. En þessi tegund af aðstæðum voru að verða uppáhalds nammið okkar og ég kom Ísbirninum hamingjusamlega í gegnum það sem varð á vegi okkar - og þó að við færum stundum langt niður í hraða - tókst að auka forystu okkar niður á Michael og nú einnig Thomas Hestvold, sem hafði náði upp að Michael - um 2,30 mínútur til viðbótar við þessar 3.30mín frá Ry. Það var þægileg og góð tilfinning að leiða, eftir fyrsta dag með 6 mínútum ! ! !
Við komum svo í sumar sumarbústaðinn í góðum gír, þar sem beið okkar frábær máltíð framreydd af Thomas Nielsen fyrir alla Næstved hjörðina. Það var svo kíkt yfir uppákomur og um leið ýmiss úrslit dagsins - skipulagt fyrir daginn eftir, o.fl. Nú var mest um vert að fá góða nætur hvíld, til að vera fær um að vera ferskur snemma næsta morgunn.
Sunnudagur
Eftir að hafa sofið mjög vel um nóttina í hjónarúminu okkar - átum við morgunmat og fljótlega vorum við í Silkeborg, þar sem við settum á flot nógu snemma, þannig að við höfðum nægan tíma til að hita upp. Nú var mikilvægt að halda einbetningunni og ekki gera nein mistök - Thomas og Michael fengu báði gott star og ég fylgdi samkvæmt plani í humátt á eftir. Fyrsti áfanginn á sunnudaginn er 33km og endar í Tangesø, þegar við komum þangað voru það bara við tveir, ég og Michael - það kom í ljós að Thomas hafði aftur fengið gras í stýrið og gat því ekki haldið í við hraða okkar. Þegar ég kom að Tangevirkjuninni beið Morten Salomonsen klár til að hjálpa, og hann hjálpaði mér að fá nóg að borða og drekka og ekki síst bera Ísbjörninn mína á rétta staði.
Frá Tangevirkjun og til Langá, sem var næsta stop, leggur uppá 22km. Þann rérum við í félagi ég og Michael, við byrjuðum reyndar að róa saman í vatninu Tangesø. Við skiptumst á að draga hvorn annann til skiptis, 5 mínútur í senn. Þetta samstarf hélst við alla leið til Randers. Þetta var mikill ávinningur fyrir okkur báða og við urðum betri og betri í að útfæra þessar skiptivaktir - þetta kenndi mér mikið. Fyrir mig var það þessi leggur frá Tangevirkjuninni og til Langá sem var hvað erfiðastur í heildar keppninni, þar því stór hjálp í því að kærastan mín Lene beið eftir mér í Langá. Ég var því mjög fegin að loksins ná til Langá - nú voru bara 14km eftir að lokamarkinu í Randers. Ferðin til Randers gekk mjög vel, og ég fannst ég að nýju endurnærðu eftir stoppið hjá Lene í Langá.
Þegar við nálgumst markið, var mikill mannfjöldi frá Næstved Kajak Club á árbakkanum sem hvatti mig allt hvað þau gátu - með þeirra hjálp vann ég svo Michael á endasprettinum yfir marklínuna, með hálfri bátslengd - takk aftur til klúb félaga minna frá Næstved, þetta var enn ein jákvæð viðbót við þessa helgi. Það var svo hin svalasta tilfinning að njóta útsýnisins frá toppinum á verðlaunapallinum .....
Á leiðinni heim stoppuðum við á matsölustað við hraðbrautina, þar sem allir frá Næstved Kajak Club snæddu ágætis máltíð saman og fór yfir atburði helgarinnar.
09.09.2012 Gekk SUPER VEL í Tour de Gudenå 2012 race
Ústýnið er mest best á toppnum....
Kom í dag inn sem öruggur sigurvegari í Tour de Gudenå 2012, var 6 mín á undan næsta manni..... sagan öll kemur á morgun.... nú skal fagnað....
05.09.2012 Kominn í 3400km . . .
... þokkalega hæfileikaríkur kayak
Í dag gafst mér tækifæri til að prófa, þær breytingar sem ég náði að græja í gær - þar að auki fékk ég enn eina hugmynd í dag sem einnig kom til að punta uppá allt það sem ég hef framkvæmt af úrbótum á Ísbirninum. Það eru þó ekki einungis breytingar á bátnum - Ég vinn líka stöðugt að endurbótum á róðrartækninni í samræmi við það sem ég lærði af Oscar Chalupsky. Það verður örugglega ekkert öðruvísi fyrir mig en alla aðra, það mun taka tíma að hafa fullt gagn af The Oscar´s Way að gera hlutina.
Fyrir tveimur vikum síðan réri ég "Handikap" í kvöld voru svipuð veður skilyrði, því ég réri ég í ísbirninum í nánast sömu útgáfu og hann var í fyrir tveimur vikum síðan. Svo í kvöld gat ég ekki notað fæturna, og hafði ekki sömu möguleika til að koma árinni í vatnið. Með því að gera þetta svona gat ég mælr árangur af "breyttri" róðrartækni. Tíminn minn var miklu betri, og ég kláraði 6km á tímanum 30,58 mínútur - meðalhraði 11,6 km / klst og max hraði á síðasta 300m uppá 13,7 km / klst
Kvöldsins "Handikap" úrslit: http://www.sonderborgkajakklub.dk/side.asp?Id=80611
Enginn vafi í huga mínum um að, ef ég hefði notað allar þær breytingar sem ég hef gert á Ísbirninum undanfarið, ég hefði verið innan við 30 mínútur að klára í kvöld! ! !
Ég hlakka gríðarlega mikið til að vinna áfram með nýja róðrar tækni og ekki síst með þær breytingar sem ég hef gert á Ísbirninum - upplagt að nota "Handikap" við að mæla framfarirnar .....
Með þessum kílómetrum sem ég réri í kvöld kom ég uppá 3400km á þessu tímabili
Fyrir tveimur vikum síðan réri ég "Handikap" í kvöld voru svipuð veður skilyrði, því ég réri ég í ísbirninum í nánast sömu útgáfu og hann var í fyrir tveimur vikum síðan. Svo í kvöld gat ég ekki notað fæturna, og hafði ekki sömu möguleika til að koma árinni í vatnið. Með því að gera þetta svona gat ég mælr árangur af "breyttri" róðrartækni. Tíminn minn var miklu betri, og ég kláraði 6km á tímanum 30,58 mínútur - meðalhraði 11,6 km / klst og max hraði á síðasta 300m uppá 13,7 km / klst
Kvöldsins "Handikap" úrslit: http://www.sonderborgkajakklub.dk/side.asp?Id=80611
Enginn vafi í huga mínum um að, ef ég hefði notað allar þær breytingar sem ég hef gert á Ísbirninum undanfarið, ég hefði verið innan við 30 mínútur að klára í kvöld! ! !
Ég hlakka gríðarlega mikið til að vinna áfram með nýja róðrar tækni og ekki síst með þær breytingar sem ég hef gert á Ísbirninum - upplagt að nota "Handikap" við að mæla framfarirnar .....
Með þessum kílómetrum sem ég réri í kvöld kom ég uppá 3400km á þessu tímabili
04.09.2012 4 DAGAR Í TOUR de GUDENÅ KEPPNINA
Keppnin er á næsta leiti sem er mjög spennandi - í Sjó Kayak flokki við erum 18 mæta. Þar af koma 6 fersk Surfski frá Noregi! ! !
Á síðasta ári höfðum við Frode Stiansen, hann lofaði að taka nokkra af vinum sínum með að ári, hann hefur staðið við loforð sitt og nú nær Noregur, að dekka einn þriðja af þeim sem taka þátt.
Í dag gekk ég frá síðustu tveimur hlutunum sem ég þurfti að byggja í Ísbjörninn minn, nú hef ég 3 daga til að prófa nýjustu breytingarnar. Veðrið um helgina er ekki til að kvarta yfir og ég er virkilega farinn að hlakka til þessarar 120km löngu keppni.
Listi yfir þátttakendur: http://www.tourdegudenaa.dk/resources/1/filer%202012/Lobsliste%20020912.pdf
Á síðasta ári höfðum við Frode Stiansen, hann lofaði að taka nokkra af vinum sínum með að ári, hann hefur staðið við loforð sitt og nú nær Noregur, að dekka einn þriðja af þeim sem taka þátt.
Í dag gekk ég frá síðustu tveimur hlutunum sem ég þurfti að byggja í Ísbjörninn minn, nú hef ég 3 daga til að prófa nýjustu breytingarnar. Veðrið um helgina er ekki til að kvarta yfir og ég er virkilega farinn að hlakka til þessarar 120km löngu keppni.
Listi yfir þátttakendur: http://www.tourdegudenaa.dk/resources/1/filer%202012/Lobsliste%20020912.pdf
29.08.2012 12x World Champion in Surfski
Oscar on his way to the finishingline in the Molokai race
A einstakt tækifæri kom upp í síðustu viku þegar ég var í Tour de Gudenå æfingabúðunum. Boð á fyrirlestur með 12x heimsmeistara í Surfski Racing - Oscar Chalupsky haldin í Skovshoved höfn. Það tók nokkurn tíma fyrir mig að komast þangað og aftur heim, það var líklega bara Oscar og ég sem ferðuðumst lengra en 100km til að komast á áfangastað.
Hvílík gjöf sem það var að heyra hugsanir þínar og hugmyndir, um þessa íþrótt að vera viðurkennda af einhverjum sem er 12x heimsmeistari. Þær forsendur sem fylgja þeirri löngun að ná góðum árangri í íþróttum, hafa sameiginlegan þráð, sama hvaða íþrótt þú ert að tala um. Vegur Oscar að þjálfun og skilningi hans á að miðla hugsunum sínum og reynslu eru á mjög háu stigi í samræmi við árangra hans.
Þetta er ástæða þess að það er margt að læra af einhverjum eins og Oscari.
The Big O. ... er 12lx heimsmeistari ..... en við höfðum líka Thor Nielsen, fyrrum landsliðsþjálfara Danmerkur, sem kinkaði kolli til samþykkis því sem ....Oscar útskýrði og talaði um.
Fyrir mig var það sem opinberun sem Oscar sagði okkur og sýndi... nokkuð sem á án efa eftir að breyta svo mörgu fyrir mig ....
í minni kajak framtíð....
Hvílík gjöf sem það var að heyra hugsanir þínar og hugmyndir, um þessa íþrótt að vera viðurkennda af einhverjum sem er 12x heimsmeistari. Þær forsendur sem fylgja þeirri löngun að ná góðum árangri í íþróttum, hafa sameiginlegan þráð, sama hvaða íþrótt þú ert að tala um. Vegur Oscar að þjálfun og skilningi hans á að miðla hugsunum sínum og reynslu eru á mjög háu stigi í samræmi við árangra hans.
Þetta er ástæða þess að það er margt að læra af einhverjum eins og Oscari.
The Big O. ... er 12lx heimsmeistari ..... en við höfðum líka Thor Nielsen, fyrrum landsliðsþjálfara Danmerkur, sem kinkaði kolli til samþykkis því sem ....Oscar útskýrði og talaði um.
Fyrir mig var það sem opinberun sem Oscar sagði okkur og sýndi... nokkuð sem á án efa eftir að breyta svo mörgu fyrir mig ....
í minni kajak framtíð....
27.08.2012 80km æfing á Gudenånni
At lake Silkebeorg Sønday morning...
Það gekk mjög vel með æfingar um helgina, fékk prófað nokkra af þeim hlutum sem ég tek með mér sem endurbætur á bátnum í keppnina á þessu ári. Ég fann líka út að sumt af því sem ég prufaði þarf að bæta enn frekar. Það var fínn hraði í bátnum og ég reri hraðar en í keppninni í fyrra. Svo ef veður ekki veldur vandamálum í keppninni, ætti tími vel undir 10 klst að vera mjög raunhæfur möguleiki.
Annars var mjög gaman um helgina þar sem við vorum 14 ræðarar sem tóku þátt í ferðinni. Allir höfðu róið meira en þeir höfðu gert ráð fyrir, þegar við komum heim aftur. Sem dæmi réri kærustan mín Lene 39km í gær á meðan ég réri aðeins 33km - já það gengur vel hjá Lene, nú er hún samþykkt sem vetrar ræðari, þar sem hún nú hefur róið 600km....
Myndir úr ferðinni: https://picasaweb.google.com/110525464819352955534/26082012TDGFortrNing?authuser=0&feat=directlink
Annars var mjög gaman um helgina þar sem við vorum 14 ræðarar sem tóku þátt í ferðinni. Allir höfðu róið meira en þeir höfðu gert ráð fyrir, þegar við komum heim aftur. Sem dæmi réri kærustan mín Lene 39km í gær á meðan ég réri aðeins 33km - já það gengur vel hjá Lene, nú er hún samþykkt sem vetrar ræðari, þar sem hún nú hefur róið 600km....
Myndir úr ferðinni: https://picasaweb.google.com/110525464819352955534/26082012TDGFortrNing?authuser=0&feat=directlink
24.08.2012 Tour de Gudenå æfingahelgi
Enn einn slagur bíður Ísbjarnarins
Nú um þessa helgi mun ég æfa fyrir í Tour de Gudenå keppnina í Gudenå ánni, þar sem sjálf keppnin verður haldin eftir tvær vikur. Ég hef tekið þátt í TDG 2 sinnum, þar sem ég hef orðið nr 2 í bæði skiptin, svo það er pláss fyrir framför - þessa helgi mun ég því einbeita sér að því að finna leið til framfara.
Af þessu tilefni hef ég framkvæmt eina af þónokkrum endurbótum, á mímun "gamla" Ísbirni.
Við fyrstu endrubætur tókst mér að bæta "gang" hraðan í bátnum um 0,5-0,7 km á klukkustund.
Í keppni sem er 120km væri auðveldlega hægt að sætta sig við minna og samt vera ánægður og hamingjusamur. Hins vegar hef ég verið á leiðinni með enn frekari endurbætur á nokkrum hlutum sem augljóslega gætu bætt hraða Ísbjarnarins enn frekar - sumir af þessum hlutum prófa ég yfir helgina. Síðan hef ég tvær vikur til að fínstilla þessar endurbætur enn frekar, áður en sjálf keppnin hefst.
Af þessu tilefni hef ég framkvæmt eina af þónokkrum endurbótum, á mímun "gamla" Ísbirni.
Við fyrstu endrubætur tókst mér að bæta "gang" hraðan í bátnum um 0,5-0,7 km á klukkustund.
Í keppni sem er 120km væri auðveldlega hægt að sætta sig við minna og samt vera ánægður og hamingjusamur. Hins vegar hef ég verið á leiðinni með enn frekari endurbætur á nokkrum hlutum sem augljóslega gætu bætt hraða Ísbjarnarins enn frekar - sumir af þessum hlutum prófa ég yfir helgina. Síðan hef ég tvær vikur til að fínstilla þessar endurbætur enn frekar, áður en sjálf keppnin hefst.
17.08.2012 Danmerkur Meistari í OCEAN RACING
Mig og Seabird - Guld værd
Vann í morgun Danmerkursmeistaratitil í Ocean Racing. Keppnin fór fram á Norður Sjálandi við Helsingør og var róið á sjókayak 36 km á meðfram ströndinni. Réri á lánsbát frá einum klúbbfélaga mínum frá Næstved Kajakklúb, þar sem minn bátur “ísbjörninn” var í viðgerð. Þessi kajak er koltrefja útgáfa af mínum bát Seabird Designs Sport 600 og vegur einungis ca. 16kg ! ! !
Keppnin gekk annars vel, allur hópurinn var sendur af stað kl. 11.00 og róið 18km til vesturs í meðvindi og meðstraumi til að byrja með og svo hið gangstæða á leiðinni tilbaka. Við snúninginn eftir 18km var ég með meðalhraða uppá 11.2 km/klst. Mér tókst síðan bærilega að dreifa kröftunum það sem eftir lifði af keppninni og hélt góðum hraða út alla keppnina. Kom í mark 38 mín á undan næsta manni - sem þýðir að viðkomandi var ekki búinn að róa sína fyrstu 30km - þegar að ég lauk við mína 36km ! ! !
Eða einsog Kim frá Kanobyg, minn helsti styrktaraðili hér í Danmörku sagði, nú verður þú að hemja harðfisk átið Fylkir ! ! ! - Kim svíður orðið meðferðin á löndum sínum. Harðfiskurinn frá Gullfiski er auðvitað ómetanlegur liðsauki í svona baráttu, ekki síðri liðsauki er af þeim æfingaprógrömmum sem Ólafur B. Einarsson Íslandsmeistari í Sjókajak, hefur gert aðgengileg í gegnum Kayakhreyfingu en þau hafa komið sér virkilega vel í undirbúningnum fyrir einmitt þessa keppni.
Eftir svona keppni og svona dag er ekki hægt annað en að hafa gaman af að geta titlað sig Danmerkursmeistara - næsta árið.
Keppnin gekk annars vel, allur hópurinn var sendur af stað kl. 11.00 og róið 18km til vesturs í meðvindi og meðstraumi til að byrja með og svo hið gangstæða á leiðinni tilbaka. Við snúninginn eftir 18km var ég með meðalhraða uppá 11.2 km/klst. Mér tókst síðan bærilega að dreifa kröftunum það sem eftir lifði af keppninni og hélt góðum hraða út alla keppnina. Kom í mark 38 mín á undan næsta manni - sem þýðir að viðkomandi var ekki búinn að róa sína fyrstu 30km - þegar að ég lauk við mína 36km ! ! !
Eða einsog Kim frá Kanobyg, minn helsti styrktaraðili hér í Danmörku sagði, nú verður þú að hemja harðfisk átið Fylkir ! ! ! - Kim svíður orðið meðferðin á löndum sínum. Harðfiskurinn frá Gullfiski er auðvitað ómetanlegur liðsauki í svona baráttu, ekki síðri liðsauki er af þeim æfingaprógrömmum sem Ólafur B. Einarsson Íslandsmeistari í Sjókajak, hefur gert aðgengileg í gegnum Kayakhreyfingu en þau hafa komið sér virkilega vel í undirbúningnum fyrir einmitt þessa keppni.
Eftir svona keppni og svona dag er ekki hægt annað en að hafa gaman af að geta titlað sig Danmerkursmeistara - næsta árið.
16.08.2012 Danmerkur meistaramótið í Ocean Racing um helgina
Ocean Racing....
Þessi helgi mun hýsa fyrsta danska Meistaramótið í Ocean Racing, sem haldið verður á Norður Sjálandi, nánar tiltekið í bænum Helsingjaeyri (Helsingør). Vegalengdin í þetta sinn er aðeins 36km og samanstendur af 2 x 18km löngri leið, sem er róin er meðfram strandlengjunni. Ég hlakka gríðarlega til að taka þátt í keppninni.
Til að gera þetta enn meira spennandi, mun ég taka þátt í keppninni á koltrefja útgáfu af Ísbirninum mínum. Einn af klubfélögum mínum frá Naestved Kayakclub keypti sér Seabird Designs Sport 600 kayak - "því miður" hefur hann sjálfur ekki tíma til að mæta í keppnina sjálfur.
Eins og það stendur nú verður í upphafi gola uppá ca. 3 m / sek er líður á keppnina mun vindur hinsvegar fara upp í 7 m / sek - það verður áhugavert að taka þátt, sérstaklega þar sem þetta er í fyrsta skipti sem
Ocean Racing Meistaramót er haldið í Danmörku.
Til að gera þetta enn meira spennandi, mun ég taka þátt í keppninni á koltrefja útgáfu af Ísbirninum mínum. Einn af klubfélögum mínum frá Naestved Kayakclub keypti sér Seabird Designs Sport 600 kayak - "því miður" hefur hann sjálfur ekki tíma til að mæta í keppnina sjálfur.
Eins og það stendur nú verður í upphafi gola uppá ca. 3 m / sek er líður á keppnina mun vindur hinsvegar fara upp í 7 m / sek - það verður áhugavert að taka þátt, sérstaklega þar sem þetta er í fyrsta skipti sem
Ocean Racing Meistaramót er haldið í Danmörku.
12.08.2012 Þriðja sæti i Thurø RACE
Já kajaksportið er fyrir ALLA....
Það var þriðja sæti - surfski og kajak voru sett saman í flokk ..... svo það var ómögulegt fyrir mig að halda í við þá (í þetta sinn). En ég kom í mark sem fyrsti Sjókayak, sem að sjálfsögðu var mitt nr. 1 markmið. Allir voru sendir af stað á sama tíma, sem gaf spennandi verkefni á byrjunnar línunni - en ég fékk góða byrjun og hélt áfram að pressa mig alla keppnina. Formið var prófað fyrir næstu helgi og Thurø keppnin gaf mjög uppbyggjandi mynd af hvar ég stend.
Á heildina litið var þetta mjög góður dagur, veðrið sýndi sínar fallegustu hliðar sínar og keppnin fór fram á besta máta. Ég hélt til Thurø ásamt félaga mínum Kjeld Kleffel frá Sønderborg Kajak Club, sem kláraði í sínum flokki innan við mínútu frá í þriðja sæti - frábær úrslit fyrir mann sem fyrst settist í kajak í fyrra ! ! ! Já þú getur ef þú vilt ....
Á heildina litið var þetta mjög góður dagur, veðrið sýndi sínar fallegustu hliðar sínar og keppnin fór fram á besta máta. Ég hélt til Thurø ásamt félaga mínum Kjeld Kleffel frá Sønderborg Kajak Club, sem kláraði í sínum flokki innan við mínútu frá í þriðja sæti - frábær úrslit fyrir mann sem fyrst settist í kajak í fyrra ! ! ! Já þú getur ef þú vilt ....
11.08.2012 The Thurø RACE ! ! !
Thurø keppnin verður haldin í ár var svo ánægður þegar ég sá lista yfir þátttakendur sýna sig á internetinu í gærkvöldi. Við erum ekki margir í kajak og Surfski, þannig að flokkar hafa verið sameinaðir, það verður spennandi. Allir flokkar byrja á sama tíma
kl. 12,45 - svo það verður stór glundroði til að byrja með.
kl. 12,45 - svo það verður stór glundroði til að byrja með.
09.08.2012 Loksins KEPPNIS helgi.....
Um helgina mun ég taka þátt í Thurø rundt, frekar stutt keppin, einungis 20km. Startið og endamarkið er á stað i höfninni þar sem er töluvert mikill straumur, auk þess er nokkuð um grynningar og önnur skemmtilegheit. Á síðasta ári voru ekki nægar skráningar, svo keppninni var aflýst, vonandi endurtekur sú saga sig ekki. Startlisti er væntanlegur á netið annað kvöld kl. 20.00 ..... bíð spenntur....
29.07.2012 Þýskalang - sunnudagstúr til Langballigau
Með vind uppá max 5-6 m / sek frá austri, ákváðum við að taka öldutúr til Langballigau. Ekki bara voru það öldur á matseðlinum, við þurftum einnig að gera ýmsar þveranir. Við lögðum af stað frá enda heimsins (nafn á veginum þar sem kajakklubburinn er með aðstöðu) í spegilsléttum sjó. Þegar við komum út af hafnarsvæðinu, vorum við strax í allt öðrum aðstæðum. Við héldum smá pásu eftir 4km þverun yfir að Skelde. Að hvíld lokinni héldum við ferð okkar áfram til Langballigau - þar áðum við í nokkurn tíma áður en við snérum við og þveruðum að nýju 4,5km yfir Flensborgarfjörð. Á leiðinni heim fengum við skemmtilegar öldur að leika við, auk þess sem mikið var af spýttbátum og skútum sem líka voru á ferð um Flensborgar fjörðinn. En við komum heim með hamingjusama 36km - og þetta var glæsilegur dagur þar grensur voru fluttar út stað með því að róa yfir grensuna......
22.07.2012 Þýskaland - Kappeln - Schlien
SCHLEI....
Við gerðum góða ferð til Schlien í Þýskalandi, fyrir okkur það var þetta ferð uppgötvanna - við kynntumst frábæru róðrar umhverfi. Umhverfið hentar okkur fullkomlega - veðrið var hinsvegar ekki uppá sitt besta. Fyrsta daginn rigndi en þá vorum við út við Eystrasaltið, þar sem Schlei byrjar. Nálægðin við strönd Eystrasaltsins gerði það að verkum að við vorum plöguð af vindinum sem gaf okkur smá hindranir. Daginn eftir fluttum við okkur innar i Schlei, fundum tjaldsvæði sem nóg er af á þessum slóðum - við settum á flot og rérum áleiðis til Slésvíkur. Eftir 10km byrjaði að rigna og rigning hélt sínu striki til næsta morguns. Við vöknuðum upp um nóttina við að rigningin hætti í stuttan tíma. Þegar regnið byrjaði aftur fylgdu með þrumur og eldingar, þetta gerði útslagið og það var ekki róið meir að þessu sinni. Vafalaust munum við kanna "Schlei" frekar í framtíðinni.
04.07.2012 Heimsókn - Thomas Nielsen kominn til Kegnæs
Góðvinur minn Thomas Nielsen - frá Naestved Kajak Club er um það bil að ljúka hringferð sinni um Danmörku. Thomas hefur nú náð á 17. degi til - Kegnæs. Thomas hefur haft mjög viðburðaríkt ferðalag, þar sem hann hefur sannað fyrir sjálfum sér og okkur að hann er á meðal bestu kajakræðara í Danmörku. Það er alltaf ánægjulegt að vera í kringum Thomas, ekki síst vegna þess að ég get lært svo margt af honum í hvert sinn sem við hittumst.
30.06.2012 Juní er á enda kominn......
Trapper Barracuda á sjó...
Róður í takt við nýja tíma í kajak íþróttinni - hefur verið fyrirsögnin á vefsíðunni minni um hríð. Breytingar til batnaðar í Danmörku má sjá hér og þar og nýjar keppnir dúkka. Sea Kajak og Surfski er oftar og oftar hluti af þeim flokkum sem boðið er uppá í mörgum af þessum keppnum. Ekki síst vekur athygli sérstakur flokkur fyrir surfski. Þann18. ágúst verður svo haldin í fyrsta sinn Danish Open í Ocean Racing, þar sem krýndur verður í fyrsta sinn Danmerkur meistari í Surfski.
Við Alssund eru einnig nýjungar að koma í ljós í Sønderborg Kajak Club, höfum við nú stofnað starfshóp, þar sem sjó kajak er aðalatriðið. Einnig erum við komin í gang með að útrýma sumum af eldri kajökunm í flota félagsins. Eldri kajökum verður skipt út með nýrri og nútímalegri bátum. Á klúbtur SKK til Kolding, fengum við innsýn í hvað hægt er að gera. Það hjálpar einnig til í þessari jákvæðu þróun, er að SKK nú hefur fengið styrk til að kaupa nýjan sjó kajak, og það er eitt stykki Trapper Barracuda - sem (eins og venjulega) toppar kílómetra tölfræði kayaks félagsins. Annað nýtt í SKK - er að efst í kílómetra tölfræði, fyrir byrjendur er að kærasta mín Lene leiðir Nýliða tölfræðina - og auðvitað tróni ég sjálfur á toppnum yfir heildina.
Nýr mánuður er að hefjast - nokkur sem gefur í hvert sinn ný tækifæri - með ár í hönd eru möguleikarnir óþrjótandi ! ! !
Við Alssund eru einnig nýjungar að koma í ljós í Sønderborg Kajak Club, höfum við nú stofnað starfshóp, þar sem sjó kajak er aðalatriðið. Einnig erum við komin í gang með að útrýma sumum af eldri kajökunm í flota félagsins. Eldri kajökum verður skipt út með nýrri og nútímalegri bátum. Á klúbtur SKK til Kolding, fengum við innsýn í hvað hægt er að gera. Það hjálpar einnig til í þessari jákvæðu þróun, er að SKK nú hefur fengið styrk til að kaupa nýjan sjó kajak, og það er eitt stykki Trapper Barracuda - sem (eins og venjulega) toppar kílómetra tölfræði kayaks félagsins. Annað nýtt í SKK - er að efst í kílómetra tölfræði, fyrir byrjendur er að kærasta mín Lene leiðir Nýliða tölfræðina - og auðvitað tróni ég sjálfur á toppnum yfir heildina.
Nýr mánuður er að hefjast - nokkur sem gefur í hvert sinn ný tækifæri - með ár í hönd eru möguleikarnir óþrjótandi ! ! !
Smelltu á myndirnar til að gera þær stærri......
27.06.2012 Veikur hálfa vikuna...
Viðgerðir á Ísbirninum
Framan af þessari viku hef ég verið ótrúlega kraftlaus og í raun hálf veikur - án þess þó að taka frí frá vinnu. Á hádegi í dag, var einsog ég kæmist á réttan kjöl aftur og þegar ég kom niður í kajak klúbbinn eftir vinnu. Var ég nógu hress til að róa 12km í Escape kajak á nokkurn veginn í lagi hraða.
Eftir það hélt ég áfram að gera við ísbjörninn minn - og seinna um kvöldið kom kærastan mín Lene og við rérum 9km saman í K2 kajak.
Ég hef undanfarið fengið mikið af mismunandi hugmyndum varðandi það hvað á að gera í júlímánuði. Það eru ýmsir hlutir sem mig langar til að finna útúr og prófa, hlutir sem ég veit að eru mikilvægir fyrir margar aðrar framtíðar áætlanir mínar.
Bráðum er kominn helgi - sem mun vera einn af þessum góðu ........
Eftir það hélt ég áfram að gera við ísbjörninn minn - og seinna um kvöldið kom kærastan mín Lene og við rérum 9km saman í K2 kajak.
Ég hef undanfarið fengið mikið af mismunandi hugmyndum varðandi það hvað á að gera í júlímánuði. Það eru ýmsir hlutir sem mig langar til að finna útúr og prófa, hlutir sem ég veit að eru mikilvægir fyrir margar aðrar framtíðar áætlanir mínar.
Bráðum er kominn helgi - sem mun vera einn af þessum góðu ........
24.06.2012 kominn yfir 2500km . . . . . .
.... nýtt líf
Fyrir hverja 100km sem ég flyt mig er líkt og um nýja byrjun á einhverju sem ég ekki alltaf veit hvað er sé að ræða. Alltaf er mikilvægt að taka eftir þegar maður flytur sig ekki bara í gegnum kílómetra tölfræði, heldur með öllum mælanlegum hætti. Auðvitað er jafn mikilvægt að taka eftir eða mæla hvort maður færist áfram eða afturábak.
Ég er nú að vinna að viðgerð á Ísbjirninum mínum, sem ég vonast til að ná á flot í þessari viku. Ég hlakka gríðarlega til að róa birninum aftur. Ég hef undanfarið róið mest í Escape bátinn - sem er alveg ágætis og í raun mjög góður koltrejfa / Kevlar bátur. Þó er sú staðreynd óhagganlega að ég er sjó kajak maður.
Fyrir mér mun Escape alltaf vera hluti af þjálfun minni og kajaktilveru - því ræður þörfin á að finna og skynja takmarkanir - til að efla skilning á þeim möguleikum og frelsi sem þú hefur í sjó kajaknum.
Ég er nú að vinna að viðgerð á Ísbjirninum mínum, sem ég vonast til að ná á flot í þessari viku. Ég hlakka gríðarlega til að róa birninum aftur. Ég hef undanfarið róið mest í Escape bátinn - sem er alveg ágætis og í raun mjög góður koltrejfa / Kevlar bátur. Þó er sú staðreynd óhagganlega að ég er sjó kajak maður.
Fyrir mér mun Escape alltaf vera hluti af þjálfun minni og kajaktilveru - því ræður þörfin á að finna og skynja takmarkanir - til að efla skilning á þeim möguleikum og frelsi sem þú hefur í sjó kajaknum.
16.06.2012 Klúbbtúr til Kolding
Áttum ljúfa helgi í Kolding, mættum á föstudag - rérum laugar- og sunnudag, virkilega góð stemming á meðal þátttakenda.
10.06.2012 Copenhagen Seachallenge KEPPNIN SJÁLF......
mit laskaða stýri
Þetta var frábær helgi, laugardag síðdegis, við vorum ég og sonur minn Sævar - mættir í KANOBYG - sem lánaði mér Seabird Designs 600 Sport kajak, svo ég gæti tekið þátt í Seachallenge keppninni. Eftir nokkra kílómetra á Bagsværdsø var kajakinn rétt stilltur og við fengum að sofa á búðargólfinu í Kanobyg. Við vöknuðum ferskir og vorum komnir til Amager Beach Park í tæka tíð, morguninn eftir. Um það bil 50 keppendur voru mættir til leiks, mikill meirihluti þeirra sjókajak ræðarar - það var frábær tilfinning að vera hluti af Næstved Kajak klúbbnum sem hafði flesta þátttakendur. Um níuleitið, vorum við send af stað.
Eftir aðeins 3km var ég á meðal 7 fyrstu sem voru stöðugt juku bilið niður til þeirra sem á eftir komu. Eftir Kaupmannahafnar höfnina, komum við til Sluseholmen þar sem ég náði með herkjum að róa í gegnum eina af brúargáttunum. Við þetta opnaðist möguleiki á að ná í skottið á hraðskreiðum túrbát. Án mikillar fyrirhafnar tókst það og ég réri í kjölsoginu af þessum bát, uns við komum að þeim stóru öldum sem biðu okkar sunnan við Amager. Þar sem vindurinn blés 10 m/sek frá hlið og voru sumar öldurnar þokkalega háar. Stuttu eftir að við náðum þessum stóru öldum, gafst túrbáturinn upp. Nú var ég í fjórða sæti - því miður réri ég of nálægt landi og fékk stein í stýrið á bátnum mínum. Ég náði að framkvæma bráðabirgað viðgerð sem gerði það mögulegt fyrir mig að stýra bátnum með erfiðleikum. Ég náði með naumindum að róa til Dragör en þar var matarstöð. Á milli bita náði ég að framkvæma frekari viðgerð á stýrinu, nú voru aðeins 7km eftir að marklínu - eftir tafir útaf stýris vandræðum var ég aftur fallin niður í 6. sætið. Án vandræða réri ég síðastu km og komst vandræðalaust í mark sem fyrsti Sjókajakinn.
Fyrir mér var þetta frábær endir á erfiðum og krefjandi degi, fyrsta fyrsta sætið mitt fyrir Næstved canoe og Kajak Club var orðið að veruleika. 12 kajakkar náðu ekki að klára keppni vegna vinds og öldugangs, tveir bátar ráku uppí fjöru þar sem annar þeirra gjöreyðilagðist og hinna skemdist töluvert.
Fyrir mig var Kaupmannahöfn Seachallenge voru frábær keppni, keppni sem ég mun hiklaust mæla með frammað Seachallenge Copenhagen 2013. Nú var þetta í fyrsta sinn sem þessi keppni var haldin, en það var snilld að sjá hversu mikið hafði verið lagt í að setja í að gera þetta að ánægjulegum atburði.
Eftir aðeins 3km var ég á meðal 7 fyrstu sem voru stöðugt juku bilið niður til þeirra sem á eftir komu. Eftir Kaupmannahafnar höfnina, komum við til Sluseholmen þar sem ég náði með herkjum að róa í gegnum eina af brúargáttunum. Við þetta opnaðist möguleiki á að ná í skottið á hraðskreiðum túrbát. Án mikillar fyrirhafnar tókst það og ég réri í kjölsoginu af þessum bát, uns við komum að þeim stóru öldum sem biðu okkar sunnan við Amager. Þar sem vindurinn blés 10 m/sek frá hlið og voru sumar öldurnar þokkalega háar. Stuttu eftir að við náðum þessum stóru öldum, gafst túrbáturinn upp. Nú var ég í fjórða sæti - því miður réri ég of nálægt landi og fékk stein í stýrið á bátnum mínum. Ég náði að framkvæma bráðabirgað viðgerð sem gerði það mögulegt fyrir mig að stýra bátnum með erfiðleikum. Ég náði með naumindum að róa til Dragör en þar var matarstöð. Á milli bita náði ég að framkvæma frekari viðgerð á stýrinu, nú voru aðeins 7km eftir að marklínu - eftir tafir útaf stýris vandræðum var ég aftur fallin niður í 6. sætið. Án vandræða réri ég síðastu km og komst vandræðalaust í mark sem fyrsti Sjókajakinn.
Fyrir mér var þetta frábær endir á erfiðum og krefjandi degi, fyrsta fyrsta sætið mitt fyrir Næstved canoe og Kajak Club var orðið að veruleika. 12 kajakkar náðu ekki að klára keppni vegna vinds og öldugangs, tveir bátar ráku uppí fjöru þar sem annar þeirra gjöreyðilagðist og hinna skemdist töluvert.
Fyrir mig var Kaupmannahöfn Seachallenge voru frábær keppni, keppni sem ég mun hiklaust mæla með frammað Seachallenge Copenhagen 2013. Nú var þetta í fyrsta sinn sem þessi keppni var haldin, en það var snilld að sjá hversu mikið hafði verið lagt í að setja í að gera þetta að ánægjulegum atburði.
Myndir frá Copenhagen Seachallenge......
10.06.2012 Copenhagen Seachallenge
Sigraði í dag þessa frábæru keppni, aðstæður voru krefjandi og 12 kajakar náðu ekki að ljúka keppni. Birti fyrstu útgáfu af úrslitunum og svo frásögn af keppninni á morgunn..... https://docs.google.com/spreadsheet/ccc?key=0AkSGUWDB1jIhdDU5Q0E0SHB2c2dSV00xSHM5Zi1WUVE#gid=2
03.06.2012 Vika með hellings tíma.....
43km Amager hringur....
Þegar ég hafði sett 4 vikur af í frí, vegna mettilraunarinnnar var það var ekki sjálfgefið að ég gæti byrjað að vinna strax, eftir aðeins 2 vikur! ! ! En ég er mjög heppinn með vinnuveitanda minn og ég get byrjað aftur á morgun.
Þessi vika hefur verið rétt undir 130km róið heima á héraði Alssund. Nú lít ég með allt öðrum augum á restina af sumrinu. Alls staðar eru tækifæri - með öllum þessum tækifærum í kajakheimum er enginn tími til að láta sér leiðast.
Í dag Ég skráði ég mig í dag í The Copenhagen Seachallenge, glænýja kajak keppni, þar sem vegalengdin er 43km og róið er í kringum Amager. Þetta verður fyrsta keppnin mín árið 2012 og ég hlakka auðvitað ofboðslega mikið til....
Þessi vika hefur verið rétt undir 130km róið heima á héraði Alssund. Nú lít ég með allt öðrum augum á restina af sumrinu. Alls staðar eru tækifæri - með öllum þessum tækifærum í kajakheimum er enginn tími til að láta sér leiðast.
Í dag Ég skráði ég mig í dag í The Copenhagen Seachallenge, glænýja kajak keppni, þar sem vegalengdin er 43km og róið er í kringum Amager. Þetta verður fyrsta keppnin mín árið 2012 og ég hlakka auðvitað ofboðslega mikið til....
30.05.2012 Hugsa eitt og annað.....
Nú eru liðnir tveir dagar síðan ég þurfti að yfirgefa vesturströndina og draum minn um að ná hringinn í kring um Danmörku á mettíma. Það hefur verið erfitt að sætta sig við að í annað sinn er eitthvað sem gefur sig þegar ég sjálfur er meira en klár til að halda áfram. Óheppinn getur maður stundum verið - en það er svolítið ríflegt þegar maður heldur áfram að vera óheppinn.
Allt er í svolítilli óvissu núna hvað nú ? ? ? Margar hugmyndir hafa verið á sveimi uppí höfðinu á mér ásamt nokkrum öðrum hugmyndum sem hafa dúkkað upp við að tala við aðra. Fjölmargir hafa fundið til með mér og sent jákvæðar kveðjur til mín og ég er sannarlega þakklátur fyrir þann stuðning - þakka ykkur öllum fyrir þá hjálp. Eitthvað tekur við það er öruggt spurningin er havð .....
Allt er í svolítilli óvissu núna hvað nú ? ? ? Margar hugmyndir hafa verið á sveimi uppí höfðinu á mér ásamt nokkrum öðrum hugmyndum sem hafa dúkkað upp við að tala við aðra. Fjölmargir hafa fundið til með mér og sent jákvæðar kveðjur til mín og ég er sannarlega þakklátur fyrir þann stuðning - þakka ykkur öllum fyrir þá hjálp. Eitthvað tekur við það er öruggt spurningin er havð .....
28.05.2012 Stuttur dagur með slæmum ENDI ! ! !
Vindurinn var uppá 8-9m/sek úr vestri, þegar ég fór yfir Thyboron Canal, stutt þverun með háum öldum og töluverðum straumi - en það miðaðai hægt og örruglega fram á við. Þegar ég hafði róið fyrir Norður varnargarðinn, réri ég að grjótvarnargörðum sem liggja norðan við varnargarðinn. Hver grjótvarnargarður er bygður af ca. 45.000 tonnum af steypu blokkum og granít.
Þegar ég var um það bil að fara fyrir einn af þessum grjótvarnargörðum, var mér kastað uppað grjótvarnargarðinum - og svo kom stórt Boom! ! ! þegar ég fékk stein uppí í botninn á Ísbjörninn. Sem betur fer tókst mér að róa frá grjótvarnargarðinum og réri í átt að ströndinni strax. Þegar ég var kominn í land, sá ég út að skrokkurinn á bátnum var mjög illa brotinn - METTILRAUN mín hafði í ANNAÐ SINN fengið SNÖGGAN ENDI ! ! !
Þegar ég var um það bil að fara fyrir einn af þessum grjótvarnargörðum, var mér kastað uppað grjótvarnargarðinum - og svo kom stórt Boom! ! ! þegar ég fékk stein uppí í botninn á Ísbjörninn. Sem betur fer tókst mér að róa frá grjótvarnargarðinum og réri í átt að ströndinni strax. Þegar ég var kominn í land, sá ég út að skrokkurinn á bátnum var mjög illa brotinn - METTILRAUN mín hafði í ANNAÐ SINN fengið SNÖGGAN ENDI ! ! !
27.05.2012 LANGUR dagur sem endaði vel
Thyborøn
Eftir góðan næstursvefn á Hvítusöndum lagði ég snemma frá landi. Áætlun dagsins var að róa 5 x 16 km langa leggi með hléum inni á milli og með matarhléi og góðri hvíld eftir þriðja legg. Þetta virkaði vel og ég réri framhjá Þórsminni um kl. hálftólf. Eftir góðan hádegisverð setti ég stefnuna norður á Thyborøn en fékk nú mótvind og talsverða öldu. Þá dregur mikið úr hraðanum og undir lokin var þetta MIKILL BARNINGUR. Ég náði þó lokamarkmiði mínu - að komast til Thyborøn - og hafði þá lagt 83 km að baki.
26.05.2012 Kominn á Hvítasand
Náttstaður við Hvitasand
Í dag gekk allt eftir áætlun - fór þó helst til seint af stað. Mér gekk mjög vel alveg til Blåvands Hug en eftir það gekk aðeins hægar. Komst þó örugglega á næsta áningarstað, Hvide Sande. 77 km lagðir að baki í dag.
25.05.2012 VADEHAVET án þess að VAÐA....
Kl. 05.30 lagði ég upp frá Højer Sluse. Það var erfitt að kveðja en gríðarlega mikilvægt að leggja af stað , veðrið var jú frábært. Mér gekk vel milli Rømø og Syllt, ég hélt mig nærri Rømø og hvíldi mig á eyjunni eftir 27 km. Síðan hélt ég yfir sundið til Fanø og var þar um kl. 11.30. Þetta gekk vel en nú fór að draga til tíðinda. Orðið var lágsjávað og því þurfti ég að krækja út fyrir tvö sandrif. Á leiðinni út opnaðist lokið á aftasta hólfið á bátnum og vatnið byrjaði að fossa inn. Ég snéri strax við og réri til lands. Fljótlega fór einnig að leka inn í aðalhólfið þar sem ég sit. Þegar ég reyndi að ræsa fjarstýrðu lensidæluna gekk það ekki - stýringin er jú staðsett í aftasta hólfinu og var löngu komin í kaf. Ég náði í land með herkjum og þá kom að því að tæma bátinn. Allt í aftasta hólfinu var gegnblautt, 3 kg af Muslí voru orðin að einum klumpi. Nú var ekki annað til ráða en að stefna á norðurenda Fanø til að birgja sig upp og gera allt klárt á ný. Ég var mjög heppinn, hitti á hjálplegt fólk og ekki leið á löngu áður en ég var komin með Jektor-lensidælu sem Peter úr Kayakklúbbi Fanø útvegaði. Þar sem Peter býr ekki niður við sjó bauðst Kelvin hjá www.fanoefun.com til að lána mér hjól til að sækja dæluna með Peter. Þá var ég loks klár í morgundaginn. Vegalengd dagsins var 67 km.
24.05.2012 Lagt úr höfn á morgun
Við lentum í Danmörku í gær kl. 14. Við héldum beint til Kanobyg - Prosafe og Garmin höfðu sent þangað ýmsa hluti ásamt sögum af þessari mettilraun minni. Við Kim áttum gott spjall um áformin með félögum hans. Þegar allt var klárt kvöddum við, héldum til Sönderborgar og komum þangað seint um kvöldið. Dagurinn í dag hefur farið í að pakka og gera síðustu ráðstafanir áður en haldið verður af stað til Højer Slusen, þaðan sem lagt verður upp milli kl. 04-05 í fyrramálið. Veðurspáin er frábær og ég er tilbúinn í slaginn.
21.05.2012 Byrja á Danmark Rundt NÚNA á föstudaginn ! ! !
Það eru liðnir 11 mánuðir síðan síðast og mér finnst ég vera klár fyrir þá baráttu sem framundan er - Veðurspáin lítur vel út og ég ætla að leggja í hann núna á föstudaginn. Markmið mín eru óbreytt frá síðasta ári og snúast um það að komast hringinn í kringum Danmörku - á undir 20 dögum. Ég held frá Íslandi til Danmerkur núna á miðvikudaginn, þarf að gera kajakinn minn Ísbjörninn kláran fyrir ferðina, ekki vantar mikið uppá og allt verður tilbúið þegar að ég legg af stað.
17.05.2012 Á SJÓ
... við skelltum okkur í hvalaskoðunn
Það er alltaf marga að gæta þegar þú kemur "heim" aftur. Við höfum verið hér og þar, en þó enn sem komið er mest á höfuðborgarsvæðinu. Veðrið hefur verið alveg frábær, fullt af sól, tær himinn en með vindinn blásandi úr norðri fer hitastig ekki yfir 6-8 gráðurnar. Alltaf er þó hægt að finna sér skjól fyrir vindinum og þá er auðvitað hlýtt og notalegt.
Í kvöld hef ég verið að panta svefnpoka, undirlag og kodda fyrir Danmerkur túrinn - þetta er allt sponorað af danska fyrirtækinu FREMDRIFT - í dag fundum við Kajak verslun í Súðavoginum, þar sem ég keypti vatnsheldan poka fyrir farsímann minn og vatnsheld heyrnartól - þörf fyrir nýjan gír mun líklega aldrei hætta að vera til staðar .....
Á morgun legg ég snemma af stað, kl. 06:15 hef ég mælt mér mót við íslandsmeistarann í kajak Ólaf B. Einarsson - sem mun lána mér græjur þannig að ég geti róið smá á meðan á dvöl minni hér á Íslandi stendur.
Í kvöld hef ég verið að panta svefnpoka, undirlag og kodda fyrir Danmerkur túrinn - þetta er allt sponorað af danska fyrirtækinu FREMDRIFT - í dag fundum við Kajak verslun í Súðavoginum, þar sem ég keypti vatnsheldan poka fyrir farsímann minn og vatnsheld heyrnartól - þörf fyrir nýjan gír mun líklega aldrei hætta að vera til staðar .....
Á morgun legg ég snemma af stað, kl. 06:15 hef ég mælt mér mót við íslandsmeistarann í kajak Ólaf B. Einarsson - sem mun lána mér græjur þannig að ég geti róið smá á meðan á dvöl minni hér á Íslandi stendur.
14.05.2012 Næsta stop ICELAND
Island ONLY 4 sinnum stærra en Danmörk....
Á undanförnum mánuðum höfum við verið hér og þar, ekki svo mikið heima en á mörgum mismunandi stöðum. Allt hefur haft eitthvað að gera með kajak og það hefur verið lærdómsríkt og áhugavert - á sama tíma einnig krefjandi. Nú erum við að taka burt í síðasta sinn áður en ég hef tilraun mína með Danmerkur hringinn 2012
Í þetta sinn höldum við til Íslands þar sem sonur minn Sævar mun halda fermingarveislu fyrir fjölskyldu sína á Íslandi, núna á sunnudaginn. Það verður gaman að hitta vini og kunningja.
En ég þarf auðvitað líka að þjálfa á meðan ég er á Íslandi. Til að vera fær um að gera svo, heft ég hef gert samning við íslandsmeistarann Ólaf B. Einarsson um að lána nauðsynlegan búnað ég hlakka gríðarlega mikið til - ekki síst til að hitta íslenska ræðara. Ég mun auðvitað uppfæra síðuna á meðan ég er á ISLANDI .....
Í þetta sinn höldum við til Íslands þar sem sonur minn Sævar mun halda fermingarveislu fyrir fjölskyldu sína á Íslandi, núna á sunnudaginn. Það verður gaman að hitta vini og kunningja.
En ég þarf auðvitað líka að þjálfa á meðan ég er á Íslandi. Til að vera fær um að gera svo, heft ég hef gert samning við íslandsmeistarann Ólaf B. Einarsson um að lána nauðsynlegan búnað ég hlakka gríðarlega mikið til - ekki síst til að hitta íslenska ræðara. Ég mun auðvitað uppfæra síðuna á meðan ég er á ISLANDI .....
13.05.2012 GARMIN nýr SPONSOR
Søren frá GARMIN fer yfir kosti GPS 78s
Þegar við vorum hja PRO-SAFE í gær var GARMIN fulltrúi til staðar. Það gaf mér gott tækifæri til að spjalla við fólk frá GARMIN. Ég hef reyndar bara haft góða reynslu af GPS 72H sem ég fjárfesti í á síðasta ári - nú hefur þessari tegund hefur verið skipt út hjá GARMIN með GPS 78S, sem er meira þróuð tegund. Søren frá GARMIN fannst ekki annað koma til greina en að ég hefði 78s með í för í ár, ásamt tilheyrandi sjókortum. Það verður því spennandi að nota nýjustu tækni á þessu sviði við að mæla hvernig gengur.
12.05.2012 Opið hús hjá PRO-SAFE
Frábær dagur í Korsør - nokkrar myndir sem Lene tók.
09.05.2012 Kom uppá 1900km í dag....
Með smá túr uppá aðeins 16km, var ég kominn upp á síðasta eitt hundraðið áður en ég næ uppá 2000km. Ég hef nú fengið nokkrar hugmyndir til að bæta Ísbjörn minn, sem ég fer í gang með ekki seinna en núna, það er ekki langt þangað til ég legg af stað í Danmerkur hringinn. Og þá verður allt að sjálfsögðu að vera tilbúið fyrir stóra bardagan gegn dönsku hafsvæðum, í þetta sinn verður sá slagur að vinnast ! ! !
08.05.2012 Ný Seabird Designs vængár frá Kanobyg
Ég fór mjög spenntur niður á pósthús í dag, þurfti að sækja glænýja Seabird Designs ár sem Kanobyg hafði sent til mín. Þessi ár hefur blað stærð A5 sem er ekki stærsta blaðið þeirra, svo það var mjög áhugavert að finna út hvernig þetta virkaði.
Eftir smá stillingar á gráðunum á árablöðunum og lengd árinnar, þetta er 2-skipt ár, þannig að allt er hægt að stilla, náði ég ágætis festu í sjónum. Ég átti ekki í erfiðleikum með að róa upp á sama hraða og ég hafði í bánum í gær, 12-13km á klukkustund var ekki stóra vandamálið. Ég fékk Róið 12km í dag og eftir því sem kílómetrarnir urðu fleiri og því lengur sem ég réri, áttaði ég mig betur og betur á því hversu góð þessi ár virkilega er. |
07.05.2012 Tempoæfing
Í dag var interval / tempo þjálfun á dagskránni, með 8 km upphitun var ég tilbúinn til að keyra á góðum hraða um stund. Ég byrjaði með 6km vegalengd, þar sem ég réri á vel yfir 12km + með nokkrum tímabilum þar sem hraðinn var 13km + á klukkustund. Ég nýt þess mjög mikið þegar ég fer hratt yfir, kajakinn minn Ísbjörninn, hefur hins vegar smám saman farið að verða svolítið þungur eftir allar þær viðgerðir og breytingar sem hafa verið gerðar á honum. Sérstaklega bremsar stýrið mikið þegar það sker í gegnum vatnsborðið. Á hinn bóginn við höfum það ávallt gott saman ég og Isbjörninn.
Í dag fékk ég nýja límmiða fyrir Ísbjörninn, nýr SPONSOR vill styrkja Rundt om Danmark met tilraun mína á þessu ári.
Ég er mjög stoltur og ánægður yfir því, að þetta danska fyrirtæki FREMDRIFT A / S verður bakhjarl í met tilraun minni sem hefst eftir nokkrar vikur. Nú er það ávallt örlítið mismunandi í hverju styrkir geta falist en FREMDRIFT A / S langaði til að styrkja eitthvað sem tryggði góðan framgang í ferðinni. Eitt af því sem ég var dálítið óheppinn með á síðasta ári var val mitt á svefn búnaði, sem tít var að stríða mér og gaf nokkrar nætur með ekki mikinn svefn eða hvíld. Nú ég mun taka alveg nýjan svefnpoka og nýja dýnu með mér í þetta sinn, sem ætti að tryggja góða hvíld eftir at dagsins. Við val á réttu græjunum fékk ég mikla hjálp frá nokkrum af reyndustu kæjakfélögunum í Naestved Kajak klúbbnum.
Í dag fékk ég nýja límmiða fyrir Ísbjörninn, nýr SPONSOR vill styrkja Rundt om Danmark met tilraun mína á þessu ári.
Ég er mjög stoltur og ánægður yfir því, að þetta danska fyrirtæki FREMDRIFT A / S verður bakhjarl í met tilraun minni sem hefst eftir nokkrar vikur. Nú er það ávallt örlítið mismunandi í hverju styrkir geta falist en FREMDRIFT A / S langaði til að styrkja eitthvað sem tryggði góðan framgang í ferðinni. Eitt af því sem ég var dálítið óheppinn með á síðasta ári var val mitt á svefn búnaði, sem tít var að stríða mér og gaf nokkrar nætur með ekki mikinn svefn eða hvíld. Nú ég mun taka alveg nýjan svefnpoka og nýja dýnu með mér í þetta sinn, sem ætti að tryggja góða hvíld eftir at dagsins. Við val á réttu græjunum fékk ég mikla hjálp frá nokkrum af reyndustu kæjakfélögunum í Naestved Kajak klúbbnum.
04.05.2012 Frábær ferð í góðum félagsskab
Lene og Svanurinn hennar....
Með "örlítið" öðruvísi veðri en það hafði verið lofað, var það nauðsynlegt að breyta áætlun dagsins. Svo fórum við fórum úr 25km niður í 16km - með lok ferðarinnar, við vorum samt bæði mjög ánægð. Takmörkum Lene var ýtt í rétta átt, á ferð okkar í nýjum aðstæðum fyrir hana, er alltaf pláss fyrir nýjar upplifanir í Kajaknum. Í dag Við þurftum að róa fyrir Mommark höfn, ekki stærstu höfnina í nágreninu, samt sem áður fyrstu höfnina og tilheyrandi hafnargarðana fyrir Lene. Með hraðbátum komaandi í átt að höfninni og öðrum komandi út úr höfninni á "fullum hraða" var Það var hluti af áskorun dagsins fyrir okkur bæði. Að komast vel og örugglega í fyrir höfnina - við gerðum það sem öruggast var og Lene notaði þá tækni hún lærí á Triangle Kajak School og þrátt fyrir óvæntan hraða hraðbátanna sem voru að koma frá Mommark höfn var Lene öryggið uppmálað og allt gekk vel.
Þetta var flottur dagur þar sem megin tilgangurinn fyrir mig var - rétt eins og um síðustu helgi - til að njóta þess að byggja upp grunn fyrir framtíðina.
Þetta var flottur dagur þar sem megin tilgangurinn fyrir mig var - rétt eins og um síðustu helgi - til að njóta þess að byggja upp grunn fyrir framtíðina.
03.05.2012 Super flott veður
Það hefur verið mjög gott veður í Sonderborg undanfarna daga, í gær vorum við á smá ferð saman, ég og kærastan Lene mín. Í dag tók ég 15km á mjög góðum hraða í Ísbirninum. Nú höfum við "langa" helgi, þar sem á morgun er "frí" í Danmörku. En helgin hefur einnig að geyma fermingu sonar míns á sunnudaginn. Á morgun fer ég í 25km langa ferð með Lene og á laugardaginn á að blása alveg gríðarlega og ég vona að ég geti notað eitthvað af þeim vindi.
28.04.2012 Fyrsta "Longdistance" ferð ársins
Við lögðum af stað klukkan rúmlega 17.00 í gær á föstudag, þegar sonur minn Sævar kom niður í klúbb, ég var næstum búinn að pakka á Ísbjörninn og Barracuda kajakinn. Eftir stuttan skipulagningar fund, vorum við vorum tilbúinir til að fara af stað - eftir að hafa róið í gegnum höfnina, komum við út á okkar fyrstu þverun í þessari ferð okkar - Vemmingbund með fínum öldum og ágætum mótvindi. Eins Sonderborg Kajak Club segir - við höfum besta róðrar vatn Danmerkur - fyrir okkur sjókajakræðara passar þetta fullkomlega - aðeins 2km í suður og þú ert í glæsilegum öldum, því er það ekki erfitt að skilja hvers vegna fólk kemur allsstaðar að til að róa sjókajak, í nágreni við Sønderborg Kajak Club.
Eftir góða þverun vorum við í Skelde og ferðin hélt áfram að Flensburg Fjord, fyrsta nóttin átti að vera í Brunsnæs og við vorum þar klukkan 20:30 .... Fyrstu 20km okkar í ferðinni voru í höfn. Við settum upp tjald og eldaður var frost þurrkaður Paella réttur sem var aðalréttur kvöldsins, hann bragðaðist fínt með viðbættri duft kartöflumús. Um kl. 22:00 vorum við í tjaldinu, þreyttir en ánægðir með útkomu dagsins.
Eftir kalda og frekar svefnlausa nótt, rérum við frá Brunsnæs kl. 08:30 - Langballigau í Þýskalandi var næsti viðkomustaðurinn - eftir fyrstu 10km vorum við þar. Við pöntuðum okkur brauð með reyktum laxi, kaffi og Cola - þrátt fyrir rigningu héldum við til Sonderborgar aftur. Veðurspáin sagði í gær 1-3 m / sek - nú var það allt í einu breytt og blásið upp í 10-12 m / sek - þannig að við þurftum að drífa okkur ! ! !
Við framkvæmdum lengstu þverun okkar í þessari ferð - 4km án vandræða en um leið og við vorum í Danmörku aftur, þá vindur blés verulega upp. Með auka stoppi á Skelde tjaldsvæðinu, þar sem etið var súkkulaði af miklum móð, vorum við tilbúnir til að þvera yfir Vemmingbund, af öryggisástæðum völdum við auðvitað stystu leið. Fyrir okkur var þetta "ekkert mál" þrátt fyrir nokkurn vind og háar öldur, við héldum góðum hraða allan tímann. Þegar við vorum komnir yfir á Dybbøl strönd við þurftum aðeins 5km til að ná í Sonderborg Kajak Club, auk þess litla auka sem uppá skorti til að ná nauðsynlegum 50km. Svo ferðin okkar myndi telja í longdistance kílómetra tölfræðinni.
Ferðin gaf mér og syni mínum góðar stundir á landi og á sjó, löngun okkar til að fara í fleiri ferðir saman kom heim ósködduð. Enn og aftur er kajak íþróttin að opna mér nýjar dyr.
Hinn kæri Trapper Barracuda kajak átti einnig góða ferð og Sævars sonur minn réri honum upp á fyrstu 1000km á þessu ári - það er hrein ánægja að horfa á hvernig þessi ótrúlega vinsæli sjókajak dóminerar kílómetra tölfræði og Sønderborg Kajak klúbbsins.
Eftir góða þverun vorum við í Skelde og ferðin hélt áfram að Flensburg Fjord, fyrsta nóttin átti að vera í Brunsnæs og við vorum þar klukkan 20:30 .... Fyrstu 20km okkar í ferðinni voru í höfn. Við settum upp tjald og eldaður var frost þurrkaður Paella réttur sem var aðalréttur kvöldsins, hann bragðaðist fínt með viðbættri duft kartöflumús. Um kl. 22:00 vorum við í tjaldinu, þreyttir en ánægðir með útkomu dagsins.
Eftir kalda og frekar svefnlausa nótt, rérum við frá Brunsnæs kl. 08:30 - Langballigau í Þýskalandi var næsti viðkomustaðurinn - eftir fyrstu 10km vorum við þar. Við pöntuðum okkur brauð með reyktum laxi, kaffi og Cola - þrátt fyrir rigningu héldum við til Sonderborgar aftur. Veðurspáin sagði í gær 1-3 m / sek - nú var það allt í einu breytt og blásið upp í 10-12 m / sek - þannig að við þurftum að drífa okkur ! ! !
Við framkvæmdum lengstu þverun okkar í þessari ferð - 4km án vandræða en um leið og við vorum í Danmörku aftur, þá vindur blés verulega upp. Með auka stoppi á Skelde tjaldsvæðinu, þar sem etið var súkkulaði af miklum móð, vorum við tilbúnir til að þvera yfir Vemmingbund, af öryggisástæðum völdum við auðvitað stystu leið. Fyrir okkur var þetta "ekkert mál" þrátt fyrir nokkurn vind og háar öldur, við héldum góðum hraða allan tímann. Þegar við vorum komnir yfir á Dybbøl strönd við þurftum aðeins 5km til að ná í Sonderborg Kajak Club, auk þess litla auka sem uppá skorti til að ná nauðsynlegum 50km. Svo ferðin okkar myndi telja í longdistance kílómetra tölfræðinni.
Ferðin gaf mér og syni mínum góðar stundir á landi og á sjó, löngun okkar til að fara í fleiri ferðir saman kom heim ósködduð. Enn og aftur er kajak íþróttin að opna mér nýjar dyr.
Hinn kæri Trapper Barracuda kajak átti einnig góða ferð og Sævars sonur minn réri honum upp á fyrstu 1000km á þessu ári - það er hrein ánægja að horfa á hvernig þessi ótrúlega vinsæli sjókajak dóminerar kílómetra tölfræði og Sønderborg Kajak klúbbsins.
Myndir úr ferðinni með dönskum texta....
27.04.2012 Helgi og helgarferð
Sævar og Ísbjörninn
Síðdegis h+ldum við burt í fyrsta langaferðalag ársins, (vegalengd ferðarinnar mín. 50km), ég og sonur minn Sævar. Við byrjum með smá spotta uppá rúmlega 20km, en þá sláum við upp tjaldi og gistum yfir nótt. Á morgun verður róið til Þýskalands og við munum koma heim seinnipartinn á morgun, tökum myndavélina með okkur og það verður sennilega fullt af myndum og texta úr ferðinni þegar við komum tilbaka. Veðurspáin er - smá rigning á morgun, en ekki eins mikill vindur og það er í dag, á morgun verður þó trúlega lítið um sól, fáum þó ríkulega af henni í dag - sama hvað - við hlökkum mjög mikið til saman.
Nú ég mun finna út hversu góð viðgerð mín á Ísbirninum hefur verið.
Nú ég mun finna út hversu góð viðgerð mín á Ísbirninum hefur verið.
25.04.2012 Sonur minn Sævar VANN handicap i kvöld ! ! !
ég og Sævar í Vemmingbund, ekki langt frá Sønderborg
Þetta var mikið baráttu kvöld, við byrjuðum á því að laga róðrartækni sonar míns Sævars, áður en kom að "forgjafa keppninni" einnig var lagt á ráðin með herfræði. Aðalatriðið í kvöld var að setja "vængárina lóðrétt í sjóinn" Við höfðum einnig fest GPS-inn minn á Sævars kajak svo hann gæti betur fylgst með hraðanum. Þessir tveir hlutir skiluðu honum frábærum tíma sem hljóðaði uppá 35,4 mínútur, meðaltals hraði á yfir 10km á klukkustund ! ! ! - bæting á besta tíma hans um yfir tvær mínútur. Pabbi hans var vissulega yfir stoltur yfir árangri sonar síns.
Markmið mitt fyrir kvöldið var einfalt, að reyna að varðveita "besta tíma kvöldisins" en niðurstaðan varð sú að ég kom í mark 2 sekúndum á eftir nr 1. .... já nokkrir hlutir til að vinna með - reyndar fannst mér einsog Escape kajakinn væri ekki að skila því sem ég hafði gert ráð fyrir. En það er ekki við kajakinn að sakast, ég verð einfaldlega að róa meira spretti og setja interval þjálfun inní prógrammi í því skyni að fá meiri hraða óháð báta tegund. Hvítabjörninn er nú í viðgerð, en ætti að vera tilbúinn á morgun - á föstudaginn, við tökum við okkur til og höldum í Kajak ferð saman ég og Sævar - ég hlakka mikið til þess.
Markmið mitt fyrir kvöldið var einfalt, að reyna að varðveita "besta tíma kvöldisins" en niðurstaðan varð sú að ég kom í mark 2 sekúndum á eftir nr 1. .... já nokkrir hlutir til að vinna með - reyndar fannst mér einsog Escape kajakinn væri ekki að skila því sem ég hafði gert ráð fyrir. En það er ekki við kajakinn að sakast, ég verð einfaldlega að róa meira spretti og setja interval þjálfun inní prógrammi í því skyni að fá meiri hraða óháð báta tegund. Hvítabjörninn er nú í viðgerð, en ætti að vera tilbúinn á morgun - á föstudaginn, við tökum við okkur til og höldum í Kajak ferð saman ég og Sævar - ég hlakka mikið til þess.
22.04.2012 Kolding - Fredericia - Lene kominn með EPP1 og EPP2
Veðrið var frábært í dag, byrjaði með engum vindi og svo blés upp síðdegis. Aðalmálið í dag var að merkja spor gærdagsins og ég var mjög ánægður með hversu lítið ég fann fyrir gærdeginum. Kærastan Lene mín átti að hafa lokið námskeiðinu hennar kl. 15,00 - tveimur klukkustundum fyrr en í gær - þess vegna urðu þetta "aðeins" að 43km í dag, en það lék enginn vafi á því að það var fullt af orku eftir fyrir fleiri km.
Námskeiðið var búið kl. 15,00 allir stóðust prófið og það var glöð lítil Lene sem ég keyrði heim til Sönderborgar síðdegis - nú getur hún byrjað að kenna mér það, hún hefur lært og ég hlakka mikið til þess.
Eitt af verkefnum helgarinnar var að prófa nýjar linsur frá Thiele, eins og ég hafði gert ráð fyrir, þeir voru hrein ánægja að róa með.
Námskeiðið var búið kl. 15,00 allir stóðust prófið og það var glöð lítil Lene sem ég keyrði heim til Sönderborgar síðdegis - nú getur hún byrjað að kenna mér það, hún hefur lært og ég hlakka mikið til þess.
Eitt af verkefnum helgarinnar var að prófa nýjar linsur frá Thiele, eins og ég hafði gert ráð fyrir, þeir voru hrein ánægja að róa með.
21.04.2012 Kolding - Lillebælt
Frábær dagur í the Little Belt, hellings mótvindur, hellingur af hliðar öldum og ekki síst mikið af góðum km.Þar sem allar aðstæður voru tæklaðar án vandamála ! ! ! Það er gríðarlegt safn af af góðum hlutum sem hafa færst úr stað frá því á síðasta ári. Fyrst af öllu ég sit svo miklu ... miklu ... miklu betur í bátnum, sem gerir stóra gæfu muninn. Í dag réri ég tvisvar sinnum 25km + og ég hélt eitt hlé samt sem áður fékk ég lokið ég lokið við tæplega 7 klst með hléi! ! ! agur einsog þessi, verður að teljast sem vel samþykktur dagur á Danmerkur hringferdinni .....
Þó ég Róið km míns mína kærustu Lene, byrjaði daginn númer hennar tvær á EPP1 hennar og EPP2 námskeið í kajak sjó.
Í gær kvöld þau byrjuðu námskeið hennar í sundlaugina sem vatnið er aðeins 6 gráður enn. Í sundlauginni hún fór í lagi og í dag var jákvæð framhald - ekki síst vegna þess að faglegri og mjög hæfir guidence frá Trekantens Kajaksiglingar skóla. Lene er virkilega hlakka til á morgun, þegar námskeiðinu lýkur.
Þó ég Róið km míns mína kærustu Lene, byrjaði daginn númer hennar tvær á EPP1 hennar og EPP2 námskeið í kajak sjó.
Í gær kvöld þau byrjuðu námskeið hennar í sundlaugina sem vatnið er aðeins 6 gráður enn. Í sundlauginni hún fór í lagi og í dag var jákvæð framhald - ekki síst vegna þess að faglegri og mjög hæfir guidence frá Trekantens Kajaksiglingar skóla. Lene er virkilega hlakka til á morgun, þegar námskeiðinu lýkur.
19.04.2012 Test person
Ég hef nú verið valin til að prófa nýja gerð af augnlinsum þessar linsur frá CIBA Vision eru bylting í augnlinsu heiminum. Linsurnar vinna á einstakan hátt með tára kanölunum í augunum þínum. Nú hef ég reynt þessar linsur í augum mínum og mér finnast þær alveg frábærar, þú finnur hreinlega ekki fyrir því að þú hafir linsur í augunum. Um þessa helgi mun ég róa í lengri tíma og mun þess vegna vera fær um að prófa linsurnar við meira krefjandi skilyrði, ég er sannfærður um að þær muni standast prófið með sæmd ....
Það er Thiele Sonderborg sem skaffar mér þessar frábæru augnlinsur. |
18.04.2012 kvöldið var algjört klúður.....
... my time 31 min and 28 sek
Ég átti að byrja síðastur 30 sekúndum á eftir næsta mann fyrir framan mig, en þá var mér sagt að ég ætti að byrja einni og hálfri mínútu síðar. Það vildi ég ekki gleypa, svo ég reri að bryggjunni aftur og kvaðst ekki taka þátt - en þá verðum við að finna út villuna var sagt - og ég var sendur afstað með þeim orðum að svo væri hægt að leiðrétta klúðrið þegar hlaupið hafði verið að keyrt. Þetta er bara eitt af því sem getur farið úrskeiðis og það verður að vera pláss fyrir mistök. Ég kláraði með besta tíma kvöldsins - þó aðeins 1 sek á undan nr. 2 - það verður meira gaman næst. Ég hafði prófaði að róa með 3 kg fremst í bátnum - ég held að það hjálpað, það gerði þó GPS-inn minn ekki heldur varð hann straumlaus og fór í svart eftir 300m - enn einn hluti af a hörmungar kvöldi.
17.04.2012 .... svo komst ég í 1600km
Tók stuttan túr aðeins 20km - og ég var kominn í 1600km, alltaf glæsileg tilfinning að komast i enn eitt hundraðið. Sem betur fer er bara þriðjudagur þannig að við höfum nokkrar daga eftir af vikunni - ekki minnst heil helgi í Kolding með æfingar og góðan félagsskab í aðalhlutverki. Í dag æfði ég meðal annars vendingar - á morgun mun ég taka þátt í "forgjafa keppninni" og ég hlakka mikið til.
16.04.2012 Byrjaður á langri viku
Um þessa helgi höldum við til Kolding þar sem kærastan Lene mín, fer á Kayak námskeið. Þar sem við erum mjög upptekinn þegar Sonderborg Kajak Club heldur turbåds námskeiðin sín bjargar Trekantens kajak skólinn okkur. Á einni helgi mun Lene taka EPP1 og EPP2 próf fyrir sjókayak - það verður erfitt en líka mjög spennandi.
Á meðan nýti ég Kolding Fjord og miðin í kring fyrir þjálfun, ég hlakka til að róa á nýjum slóðum, og geri ráð fyrir fjölmörgum frábærum km. Í dag réri ég eitt stykki 42km langt maraþon, vegalengd tekin með ýmsum róðrar stíl - megintilgangurinn var ekki að verða þreyttur - þetta gekk mjög vel. Ég náði góðu sambandi við "eilífðar" hraða - hraða sem hægt er að halda til "eilífðar" eitthvað sem er nauðsynlegt til að vera vel með á hreinu fyrir hringferð mín um Danmörku á þessu ári.
Á meðan nýti ég Kolding Fjord og miðin í kring fyrir þjálfun, ég hlakka til að róa á nýjum slóðum, og geri ráð fyrir fjölmörgum frábærum km. Í dag réri ég eitt stykki 42km langt maraþon, vegalengd tekin með ýmsum róðrar stíl - megintilgangurinn var ekki að verða þreyttur - þetta gekk mjög vel. Ég náði góðu sambandi við "eilífðar" hraða - hraða sem hægt er að halda til "eilífðar" eitthvað sem er nauðsynlegt til að vera vel með á hreinu fyrir hringferð mín um Danmörku á þessu ári.
15.04.2012 Vemmingbund í frábærum félagsskap
Veðrið í dag var "totally" gott - sólskinið aldrei langt undan og allir í góðu skapi. Ekki síst þar sem ég réri með Sævari syni mínum og við vorum á leið til Lene kærustunnar minnar, sem ætlaði að koma keyrandi með kajakinn sinn til Vemmingbund sem liggur 8 km í burtu frá Sønderborg Kajakklub og hitta okkur þar. Það gekk vel að setja kajakinn hennar Svaninn á flot og fljótlega vourm við öll þrjú voru tilbúin fyrir smá túr saman. Sævari var gefið tækifæri til að kynnast hinum hraðskreiða Ísbirni - hann er líflegur - var Sævars fyrsta comment. Áður en langt um leið hafði hann engu að síður náð uppá fínan hraða á birninum, sem fékk nokkrar skrensur af "fullum krafti"
Eitt af markmiðum dagsins var að Lene framkvæmdi sýna fyrstu þverun - nauðsynlegt að byrja einhvers staðar - Vemmingbund er fullkominn staður fyrir slíka byrjun. Með vindinn blásandi úr norðri, við byrjuðum við í suðri og rerum uppí vindinn. Með öruggum hraða og jákvæðum hugsunum alla leið, náðum við markmiðinu og Lene átti frábæra byrjun á mikilvægum hluta af Kajak lífinu. Enn einn frábær dagur á sjó. . . . |
12.04.2012 Svo eru fyrstu 1500km á þessu ári í höfn
Með smá túr uppá 20km til nærliggjandi bæjar, Augustenborg safnaði ég síðustu kílómetrunum ég þurfti til að komast upp yfir fyrstu 1500km á þessu ári. Frábær tilfinning alltaf - þegar að manni finnst á sama tíma að formið verða betra og betra. Ferð einsog í dag tek ég á jöfnum tempó hraða alla leið, þar sem ég æfi mig í að hugsa jákvætt á leiðinni. Hraðinn eins og í dag er vel yfir 10km á klukkustund alla leið. Það hefur einnig verulega jákvæð áhrif á kajak lífið í heildina - þegar það er nóg bara að íklæðast þunnri peysu á leiðinni. . . . .
08.04.2012 Enn einn frábær dagur....
Eftir langan vetur með fullt af hugsunum um komandi 2012 árstíð, við vorum í fyrsta sinn - af mörgum á þessu ári - á sjó saman, ég og kærastan Lene mín. Kajakinn hennar Svanurinn hefur beiðið í geymslu yfir veturinn. Lene keyrði að Sottrupskov og ég réri þangað upp eftir, þar sem við settum kajakinn hennar á flot, svo rérum við fyrir Snogbæk og áfram um 3 km, í átt að Ballebro. Fyrir Lene var ferðin 10km - veðrið var fullkomið og allt gekk eins og til stóð, frábært gaman fyrir okkur bæði - drauma byrjun á tímabilinu fyrir Lene.
07.04.2012 Tveir góðir dagar....
Sævar i Coast Runner
Í gær réri ég með Sævar syni mínum, gekk frábærlega vel, við rérum 14 km á þægilgum hraða, þar sem við ræddum um hugmyndir og framtíðar tækifæri innan Kajak íþróttarinnnar.
Í dag blés vel frá norðri, í gegnum Alssund -11m/sek+ beint í andlitið á leið upp Alssund og sami vindur í bakið á leiðinni til baka. Mótvindi af þessum gæðum er hægt að líkja saman við það, ef danskir hjólreiðamenn í einn dag fengju 6km hátt fjall, með 10% hækkun alla leið uppá toppinn ! ! !
Hreinn fögnuður og ánægja fylgja því að fá að beita sér í mótvindi af þessum gæðum. Eftir 20km, tók ég smá pásu - kærastan mín kom með mat fyrir mig. Þeir 12km sem eftir voru af þeim 5 tímum sem notaðir voru í æfingu dagsins, var hrein ánægja að ljúka. Æfing af þessari sort, getur með góðri samvisku að talits vera Gulls ígildi fyrir komandi hringferð um Danmörku eftir tvo mánuði. . . ! ! ! !
Í dag blés vel frá norðri, í gegnum Alssund -11m/sek+ beint í andlitið á leið upp Alssund og sami vindur í bakið á leiðinni til baka. Mótvindi af þessum gæðum er hægt að líkja saman við það, ef danskir hjólreiðamenn í einn dag fengju 6km hátt fjall, með 10% hækkun alla leið uppá toppinn ! ! !
Hreinn fögnuður og ánægja fylgja því að fá að beita sér í mótvindi af þessum gæðum. Eftir 20km, tók ég smá pásu - kærastan mín kom með mat fyrir mig. Þeir 12km sem eftir voru af þeim 5 tímum sem notaðir voru í æfingu dagsins, var hrein ánægja að ljúka. Æfing af þessari sort, getur með góðri samvisku að talits vera Gulls ígildi fyrir komandi hringferð um Danmörku eftir tvo mánuði. . . ! ! ! !
04.04.2012 Fyrsta handicap ársins - öruggur sigur.......
Við reynum að halda okkur frá því
að vinna í ár Ísbjörninn og ég.....
Það var gott veður í fyrsta handicap, í Sønderborg Kajak Club. En þrátt fyrir góða veðrið og langan vetur, þar sem ég hef beðið eftir að taka að nýju þátt í handicap, við vorum bara fimm sem tókum þátt í fyrstu keppninni. Allir eru með mikla reynslu af handicap keppnishaldi. Ég valdi að sjálfsögðu, Ísbjörninn til að keppa á, ég prufuróið okkar 6 km löngu braut til að finna hvernig straumar lágu. Markmiðið var að halda að meðaltali hraða 11 km á klukkustund. Ég fékk góða byrjun, byrjaði með hraða vel yfir 12 km á klukkustund sem auðvitað var vel ásættanleg og þegar ég kom uppað 3 km flagginu, var ég með meðahraða uppá 12,5 km á klukkustund á leiðinni til baka týndi ég upp keppinauta mína einn eftir einn. Fyrstu 1000 stigin á tímabilinu runnu því ljúft inn, það var góð tilfinning að byrja tímabilið, á sama hátt og ég hef gert síðustu 3 ár, með 1000 öruggum stigum í byrjun. Ég hlakka til næstu móta, en ég vona að ég geti haldið mér frá því að vinna titilinn aftur á þessu ári, þar sem ég hef unnið síðastliðin 3 ár í röð, Ísbirninum halda hinsvegar engin bönd og því erfitt að segja hvernig fer.....
02.04.2012 A weekend in Næstved
Það var glæsileg Standerhejsingsfest (Tímabils Opnunnargleði), ég og elskan mín hún Lene tókum þátt í, í Naestved canoe og Kajak Club helgina. Við náðum að "setja andlit" á þau fjölmörgu nöfn sem við höfum heyrt um, lesið um á club vefsíðunni, eða á kílómetra kerfinu KLUBOOKING sem félagið notar. Fyrst og fremst var gaman að vera með allan daginn og sérstaklega um kvöldið, þar sem við vorum rúmlega 30 sem borðuðum og dönsuðum saman inní nýjan dag og nýtt tímabil.
Myndir frá gleðinni eru undir "NYE / Billeder"
Myndir frá gleðinni eru undir "NYE / Billeder"
30.03.2012 Opnun á nýju tímabili í Næstved.......
Nú um helgina höldum ég og kærastan mín Lene, í þriðja sinn í þessum mánuði yfir til Sjálands - við tökum þátt í opnunnarhátíð sem haldin er í tilefni af því að nú hefst nýtt tímabil í Næstved kano- og kajak félaginu. Þar sem ég mun keppa fyrir Næstved kano- og kajak félagið árið 2012, hlakkar okkur til að hitta klúbfélagana. Suma af þeim þekkjum við nú þegar og því erum við hlökkum til að hitta fleiri. Félagið á gríðarlegri velgengni að fagna um þessar mundir - og það er jákvætt hugarfar sem ræður för. Og það eru engin takmörk, í félaginu fyrir fjölbreytleikanum í Kajak íþróttinni. Það er ávallt forréttindi að vera hluti af velgengni, ég vona virkilega að ég geti með aðild minni í Næstved canoe og kajak club, lagt lóð á jákvæðu vogarskálina í þróun félagsins. Fyrir mér er það líka gríðarlegur kostur að hafa aðgang að reynslu og tækni- sjó kajak þekkingu, sem til staðar í félaginu í formi mjög frambærilegra sjókajak kennara.
27.03.2012 Nýji ÍsBjörninn
Var í minni annarri ferð á "nýja" Isbirninum, þvílíkur hraði sem kominn er í bátinn núna .......
Það sem styrktaraðili minn KANOBYG hefur gert er að glænýjum Smart Rack pedala sýstemi hafur verið komið fyrir í bátnum, ásamt nýjum vírum sem nú ná alla leið að stýrisblaðinu. Tengingar sem voru svo oft að stríða mér svo á síðasta ári eru því horfnar ! ! ! Það er komin ný lúga á bak við sitbrunninn, sem mun það gera það miklu auðveldara að nálgast varning og búnað sem ég geymi niður í bátnum, á bak við sitbrunninn. Sætið er varanlega fest með nýjum og betri skrúfum. Sætið er nú mun skilvirkara og í leiðinni þægilegra að sitja í, sem hjálpar mér við að fá meiri hraða í bátinn. Það hafur verið sett þunnt svamplag í þilfarið í sitbrunninum þar sem fætur mínir eru, sem ég get nú spennt uppí dekkið og skorðað mig fastan í bátnum. Þannig að ég fæ betra "samband við bátinn" í krefjandi aðstæðum, svo sem lendingu og í öldum. Á fjórum mismunandi stöðum hefur það verið sett glertrefja mottur í botn bátsins, einfaldlega til að styrkja botn og bát sem heild. Það eru tvær mottur í sitbrunni og tvær aftan við sitbrunn, það eru án efa þessar mottur sem hafa breytt á bátnum svo afgerandi. Þessar mottur hafa gert bolinn miklu stífari - í dag reyndi ég smá á hraðann og ég kom uppí 14,7 km / klst á sléttum sjó. Það hefur verið stungið uppá því við mig að ég setti þyngd, ca. 2-3 kg í nefið á bátnum, hlakka mjög mikið til að prófa og gera tilraunir með þau áhrif ....
Það sem styrktaraðili minn KANOBYG hefur gert er að glænýjum Smart Rack pedala sýstemi hafur verið komið fyrir í bátnum, ásamt nýjum vírum sem nú ná alla leið að stýrisblaðinu. Tengingar sem voru svo oft að stríða mér svo á síðasta ári eru því horfnar ! ! ! Það er komin ný lúga á bak við sitbrunninn, sem mun það gera það miklu auðveldara að nálgast varning og búnað sem ég geymi niður í bátnum, á bak við sitbrunninn. Sætið er varanlega fest með nýjum og betri skrúfum. Sætið er nú mun skilvirkara og í leiðinni þægilegra að sitja í, sem hjálpar mér við að fá meiri hraða í bátinn. Það hafur verið sett þunnt svamplag í þilfarið í sitbrunninum þar sem fætur mínir eru, sem ég get nú spennt uppí dekkið og skorðað mig fastan í bátnum. Þannig að ég fæ betra "samband við bátinn" í krefjandi aðstæðum, svo sem lendingu og í öldum. Á fjórum mismunandi stöðum hefur það verið sett glertrefja mottur í botn bátsins, einfaldlega til að styrkja botn og bát sem heild. Það eru tvær mottur í sitbrunni og tvær aftan við sitbrunn, það eru án efa þessar mottur sem hafa breytt á bátnum svo afgerandi. Þessar mottur hafa gert bolinn miklu stífari - í dag reyndi ég smá á hraðann og ég kom uppí 14,7 km / klst á sléttum sjó. Það hefur verið stungið uppá því við mig að ég setti þyngd, ca. 2-3 kg í nefið á bátnum, hlakka mjög mikið til að prófa og gera tilraunir með þau áhrif ....
Kim eigandi KANOBYG vinnur við bátinn
25.03.2012 Ísbjörninn er kominn heim á ný......
Í gær lauk KANOBYG við breytingarnar og Kim hefur virkilega breytt bátnum. Í dag réri ég svo fyrsta prufutúrinn - þvílíkar breytingar og þvílíkur hraði - nánast aldrei undir 10km/klst og 11-12km/klst án mikillar fyrirhafnar. Á morgun mun ég fara betur yfir breytingarnar og birta helling af myndum.....
24.03.2012 DKF Þemadagur og fyrirlestur
Ocean Racing
Nú um helgina hef ég tekið þátt í þemadegi, hjá danska canoe og Kajak sambandinu, þar sem ég hélt smá fyrirlestur - í tengslum við "Ocean Racing". Nú er ég ekki meðal reyndustu fyrirlesara, en mér fannst áskorun skemmtileg. Það var "fullt hús" voru öll sæti í salnum upptekin. Frá Svíþjóð kom Leif Davidson með eitt af sínum Surfskiðum, Leifur rekur www.aterra.se í Svíþjóð - þar sem hann selur Surfski og kajaka og allt sem það þarf til að ná tökum á íþróttinni. Ekki síst býður ATERRA uppá mjög fjölbreytt úrval af námskeiðum.
Leifur sagði okkur hvað Surfski er - hvernig á að nota það og hvað eru kostirnir við að róa á Surfski - það var mjög upplýsandi. Sjálfur talaði ég um það hvernig ég kom inní sportið fyrir 4 árum síðan, um mína reynslu fram til þessa og um mettilraun mína um að róa hringinn í kringum Danmörku árið 2011, hugsanir mínar um núverandi og framtíðar keppnir. Andrúmsloftið var gott og mismunandi skoðanir voru viðraðar, hvernig gerum við Surfskíðin sýnilegri í keppnum, þar sem margar Ocean Racing keppnir eru lokaðir fyrir Surfskies hér í Danmörku. DKF verður í fyrsta sinn á þessu ári með DM í Surfski þar sem í fyrsta sinn verður keppt í þeirra eigin flokki og það er vissulega byrjun .....
Leifur sagði okkur hvað Surfski er - hvernig á að nota það og hvað eru kostirnir við að róa á Surfski - það var mjög upplýsandi. Sjálfur talaði ég um það hvernig ég kom inní sportið fyrir 4 árum síðan, um mína reynslu fram til þessa og um mettilraun mína um að róa hringinn í kringum Danmörku árið 2011, hugsanir mínar um núverandi og framtíðar keppnir. Andrúmsloftið var gott og mismunandi skoðanir voru viðraðar, hvernig gerum við Surfskíðin sýnilegri í keppnum, þar sem margar Ocean Racing keppnir eru lokaðir fyrir Surfskies hér í Danmörku. DKF verður í fyrsta sinn á þessu ári með DM í Surfski þar sem í fyrsta sinn verður keppt í þeirra eigin flokki og það er vissulega byrjun .....
18.03.2012 Kominn yfir 1200km....
CITUS túrbáturinn
Ég er kominn yfir 1200km - smá saman nálgast ég þá "nauðsynlegu" 2500km, sem ég tel mig þurfa að hafa róið, áður en ég legg upp í töku tvö á "í kringum Danmörku 2012". Hagstætt veður og nauðsynlegur tími sem fer í að róa, hafa hvoru tveggja verið til staðar. Í byrjun þessa mánaðar hef ég svo meðal annars breytt mataræði mínu og missti nokkur kíló af líkamsþyngd. Með því að notast við hraðari og léttari kajaka, næ ég að auka tempoið í róðrinum. Í dag hef ég róið í fyrsta skipti í Citus 51, túrbát með K1 keppnissæti eins Vajda Civet Cat. Það var þó allt, allt öðruvísi upplifun sem Citus kajakinn gaf mér - skemmtilegur hraði og góð tilfinning alla leið - mjög skemmtilegur bátur að róa í.
Það gengur vel hjá KANOBYG, með breytingarnar sem þeir eru að gera á Ísbirninum - kannski ná ég í hann um næstu helgi! ! !
Það gengur vel hjá KANOBYG, með breytingarnar sem þeir eru að gera á Ísbirninum - kannski ná ég í hann um næstu helgi! ! !
17.03.2012 Hrein vonbrigði......
VAJDA í fókus....
Sonderborg Kajak Club hefur keypt Vajda Civet Cat "keppnis" túrbát. Með þá mikilu virðingu sem borin er fyrir Vajda merkinu í kajak íþróttinni, var ég spenntur að prófa "villidýrið". Þvílík vonbrigði sem þessi ferð var, ég get ekki búist við miklu af aðeins 12km túr. En alla leið var eins og báturinn væri þungur, sljór og óspennandi - mikil vonbrigði
Ég vona virkilega að aðrir meðlir félagsins okkar upplifi ekki það sama og ég, og þessi Kajak verði notuður mikið þar sem hann án efa á það á skilið.
Fyrir mig er eins og hraðinn í þessum Vajda kajak sé sambærilegur við hraðan á Trapper Barracuda 26kg þungum sjó kajak á góðum degi ......
Ég vona virkilega að aðrir meðlir félagsins okkar upplifi ekki það sama og ég, og þessi Kajak verði notuður mikið þar sem hann án efa á það á skilið.
Fyrir mig er eins og hraðinn í þessum Vajda kajak sé sambærilegur við hraðan á Trapper Barracuda 26kg þungum sjó kajak á góðum degi ......
08.03.2012 Ísbjörninn í heimsókn hjá KANOBYG
Í janúar á þessu ári....
Nú um helgina munum við heimsækja Kanobyg einn af mínum stærstu styrktaraðilum hér í Danmörku. Eftir "Danmark Rundt" tilraun mína í fyrra, eru nokkur atriði og hlutir sem þarf að breyta. Það er auðvitað fyrst og fremst í gegnum reynslu og notkun á kajaknum, sem maður kynnist kajaknum og sínum eigin þörfum í kringum það að róa í lengri tíma í honum.
Þó það sé nú enn töluverður tími þar til ég held af stað aftur í mína aðra tilraun til að slá met í róðri um Danmörku - þá líður varla sá dagur án þess að ég hugsi ekki "Danmörk rundt" tengdar hugsanir! ! ! Þess vegna er það mikils virði að fá Ísbjörninn settan upp eftir mínum óskum, eins fljótt og auðið er. Það gerir þann tíma er eftir, áður en ég fer af stað svo miklu skilvirkari.
Í þetta sinn náum við og Ísbjörninn í kringum Danmörku á met tíma. . . . .
Þó það sé nú enn töluverður tími þar til ég held af stað aftur í mína aðra tilraun til að slá met í róðri um Danmörku - þá líður varla sá dagur án þess að ég hugsi ekki "Danmörk rundt" tengdar hugsanir! ! ! Þess vegna er það mikils virði að fá Ísbjörninn settan upp eftir mínum óskum, eins fljótt og auðið er. Það gerir þann tíma er eftir, áður en ég fer af stað svo miklu skilvirkari.
Í þetta sinn náum við og Ísbjörninn í kringum Danmörku á met tíma. . . . .
05.03.2012 Aðalfundur í Sønderborg kajakklub
Í Sønderborg Kajak Club, við héldum við aðalfund þann 29. febrúar, tveir nýjir meðlimir bættust í stjórn. Þrjár tillögur komu til atkvæðagreiðslu og tvær voru samþykktar. Fyrst var kosið um breytingu á langferða reglum - nú þurfum við að gista til að ná löglegri langferð. Eitthvað sem ég held persónulega að fari vel í saman við hugmyndina um langferðir.
Þá kom tillaga um að félagið taki virkan þátt í uppbyggingu sjókajak mennsku í félaginu. Það spunnustu miklar umræður um tillöguna og mismunandi skoðanir voru settar fram. Að lokum var það til mikillar gleði fyrir mig og marga aðra, þegar stór meirihluti samþykkti tillöguna. Nú er komið að okkur sjó kajak áhugamönnum og konum, að grípa þetta tækifæri - möguleikarnir eru þegar þú talar um sjókajak eru nánast endalausir, sérstaklega hér í hafsvæðunum í kringum okkur. Áður en langt um líður verða settar fram skýrar línur sem útskýra hvert við viljum fara, og í framhaldinu verða fyrstu skrefin tekin inn í nýja framtíð.
Heimasíðan mín fékk líka smá umfjöllun - með þann fjölda gesta á heimasíðunni á hverjum degi, kom þetta mér ekki mikið á óvart. Nú er nánast ár síðan ég byrjaði með heimasíðuna, og með hjálp úr mismunandi áttum - má með sanni segja að vefsíðan hefur hitt í mark, svo allt það lof sem heimasíðan hefur fengið tilheyrir ekki mér einum.
Þá kom tillaga um að félagið taki virkan þátt í uppbyggingu sjókajak mennsku í félaginu. Það spunnustu miklar umræður um tillöguna og mismunandi skoðanir voru settar fram. Að lokum var það til mikillar gleði fyrir mig og marga aðra, þegar stór meirihluti samþykkti tillöguna. Nú er komið að okkur sjó kajak áhugamönnum og konum, að grípa þetta tækifæri - möguleikarnir eru þegar þú talar um sjókajak eru nánast endalausir, sérstaklega hér í hafsvæðunum í kringum okkur. Áður en langt um líður verða settar fram skýrar línur sem útskýra hvert við viljum fara, og í framhaldinu verða fyrstu skrefin tekin inn í nýja framtíð.
Heimasíðan mín fékk líka smá umfjöllun - með þann fjölda gesta á heimasíðunni á hverjum degi, kom þetta mér ekki mikið á óvart. Nú er nánast ár síðan ég byrjaði með heimasíðuna, og með hjálp úr mismunandi áttum - má með sanni segja að vefsíðan hefur hitt í mark, svo allt það lof sem heimasíðan hefur fengið tilheyrir ekki mér einum.
29.02.2012 Febrúar búinn
Að lokum er febrúar liðinn og ÍSINN á bak og burt - sem betur fer varði sú tíð ekki lengi. ÍS tímabilinu var eytt á kajak-ergometernum, þar sem ég réri 85km. Markmið fyrir febrúar var að fara upp í 1000km sem því miður náðist ekki þar sem ég endaði í 980km en með 85km á kajak ergometernum - má ég vel við una.
Myndin hér að neðan sýna km tölfræði fyrir Sønderborg Kajak klúbb þann 29. febrúar .........
Myndin hér að neðan sýna km tölfræði fyrir Sønderborg Kajak klúbb þann 29. febrúar .........
26.02.2012 Sól og Sultufínt veður
Veðrið var í stíl við það sem hafði verið lofað í vikunni, það var virkilega gaman að róa Ísbirninum í dag. Þú getur fundið það í líkamanum og sál, þegar það hefur verið svo hvasst svo marga daga í röð, eins og það hefur verið hér undanfarið. Þá er það enn meira yndislegt að fá dag eins og í dag - komandi vika ætti, samkvæmt veðurspá að vera meira eða minna eins og í dag! ! !
Í Naestved Kajak klúb hafa einnig verið margir verið á sjó í dag, það er hægt að fylgjast með því í gegnum online bókun kerfi félagsins. Þægilegt að geta skráð sig inn og út með snjallsíma, sama hvar þú ert staddur í heiminum - eða í Danmörku. Kerfið uppfærir auðvitað, kílómetrafjölda fyrir hvern ræðara og auðvitað félagið sem heild - auðvelt og einfalt ! ! !
Í Naestved Kajak klúb hafa einnig verið margir verið á sjó í dag, það er hægt að fylgjast með því í gegnum online bókun kerfi félagsins. Þægilegt að geta skráð sig inn og út með snjallsíma, sama hvar þú ert staddur í heiminum - eða í Danmörku. Kerfið uppfærir auðvitað, kílómetrafjölda fyrir hvern ræðara og auðvitað félagið sem heild - auðvelt og einfalt ! ! !
23.02.2012 Góður dagur fyrir Trapper og mig
Eftir marga km í skjóli fyrir vestan vindinum, var kominn tími til að reyna eitthvað annað. Með því að róa í gegnum höfnina og áleiðis til Vemmingbund, er það mögulegt að hafa vestan vindinn beint í andlitið. Eins og það blés í dag, hafði ég ánægju af að berjast leið mína í gegnum 12-15m/sek. Þar sem Vemmingbund ekki býður uppá mikið dýpi myndast ekki sérlega stórar öldur en vindur er hreinn og stöðugur. Þessar aðstæður gefa tækifæri til að þjálfa á litlum hraða með miklu álagi. Í dag ég réri ég í Trapper Barracuda, ég hlakka til að róa í svipuðum aðstæðum í Ísbirninum og upplifa muninn.
Það er ekki í fyrsta skipti, en enn og aftur sýnir Trapper Barracuda vinsældir sínar með því að toppa í kílómetra tölfræði yfir alla kayaka sem við höfum í félaginu okkar. Verðskuldað var það einnig Barracuda sem var fyrst var til að ná uppá 500 kílómetra á árinu 2012.
Það er ekki í fyrsta skipti, en enn og aftur sýnir Trapper Barracuda vinsældir sínar með því að toppa í kílómetra tölfræði yfir alla kayaka sem við höfum í félaginu okkar. Verðskuldað var það einnig Barracuda sem var fyrst var til að ná uppá 500 kílómetra á árinu 2012.
19.02.2012 Loksins komst Ísbjörninn á sjó
Vegna ís hefur ísbjörninn legið til hvílu, vildi spara hann útaf ís flögum sem við höfum haft í Alssundinu undanfarið. Nú er ekki mikið eftir af ísnum, þannig að við urðum að prufa - að sjálfsögðu, lentum við í einhverjum ís í dag, gaf það minniháttar skemmdir í stefnið ! ! !
En váááá hvað það var frábært að vera út á sjó aftur, þar sem við höfðum gott tækifæri til að róa í hliðaröldum í dag, varð það helsta þemað í þessum 25km sem ég réri í dag. Framundan er tímabil með vestan vindi, samkvæmt DMI ( dönsku veðurstofunni ), það er þó sem betur fer ekki frost og kuldi í kortunum, velti ég fyrir mér hvort við höfum sagt skilið við ísinn fyrir þennan veturinn ! ! !
Ég hef nú róið rúmlega 800km svo ég er á áætlun enn ....
En váááá hvað það var frábært að vera út á sjó aftur, þar sem við höfðum gott tækifæri til að róa í hliðaröldum í dag, varð það helsta þemað í þessum 25km sem ég réri í dag. Framundan er tímabil með vestan vindi, samkvæmt DMI ( dönsku veðurstofunni ), það er þó sem betur fer ekki frost og kuldi í kortunum, velti ég fyrir mér hvort við höfum sagt skilið við ísinn fyrir þennan veturinn ! ! !
Ég hef nú róið rúmlega 800km svo ég er á áætlun enn ....
15.02.2012 Sponsor samningar í höfn fyrir DANMARK RUNDT 2012 ! ! !
Þegar á síðasta ári hafði GULLFISKUR boðist til að vera bakhjarl fyrir tilraun mína á þessu ári, með einstakan íslenskan orkugjafa í þurrkuðum fiski, sem inniheldur 80% PRÓTEIN ! ! !
KANOBYG hefur einnig tilkynnt að þau eru tilbúin með búnað frá Seabird Designs og aðgang að mörgra ára reynslu þeirra í viðgerðum og breytingum á kajökum og kanóum. KANOBYG mun einnig sjá mér fyrir árum (sem duga) frá Seabird Designs, KANOBYG mun einnig framkvæma nauðsynlegar breytingar, á Ísbyrninum mínum fyrir ferðina á þessu ári. Öll róðrar föt og búnaður, verða styrkt af PRO-SAFE sem er með umboðið í Danmörku, á fyrsta flokks YAK róðrar fötum og öðrum gír frá YAK. Fyrir mig að vera með þessi mikilvægu atriði nú þegar í föstum skorðum, er fyrir meira en frábært.
Fyrir mettilraun mína á þessu ári, vil ég hafa eins og margt hægt á hreinu eins fljótt og unnt er, að vera nú þegar kominn með sponsor frá GULLFISKi og KANOBYG og PRO-SAFE er fyrir mér meira en super nice ! ! !
KANOBYG hefur einnig tilkynnt að þau eru tilbúin með búnað frá Seabird Designs og aðgang að mörgra ára reynslu þeirra í viðgerðum og breytingum á kajökum og kanóum. KANOBYG mun einnig sjá mér fyrir árum (sem duga) frá Seabird Designs, KANOBYG mun einnig framkvæma nauðsynlegar breytingar, á Ísbyrninum mínum fyrir ferðina á þessu ári. Öll róðrar föt og búnaður, verða styrkt af PRO-SAFE sem er með umboðið í Danmörku, á fyrsta flokks YAK róðrar fötum og öðrum gír frá YAK. Fyrir mig að vera með þessi mikilvægu atriði nú þegar í föstum skorðum, er fyrir meira en frábært.
Fyrir mettilraun mína á þessu ári, vil ég hafa eins og margt hægt á hreinu eins fljótt og unnt er, að vera nú þegar kominn með sponsor frá GULLFISKi og KANOBYG og PRO-SAFE er fyrir mér meira en super nice ! ! !
14.02.2012 Komið GAT á ÍSINN . . . .
Þá var loks gat í ísnum, lenti í smá vandamálum með fyrsta ísteningarstað. EN eftir að hafa talað við æðri máttarvöld (á dönsku og íslensku) og smá hugsun - ég fann annan stað til að setja í og með vel heppnuðu "droppi" - var ég eftir smá stund farinn að róa. Dagurinn Í dag gaf mér 12km - frábært að vera farinn að gera "alvöru" km aftur! ! !
13.02.2012 Alssundið ennþá ÍSilagt.....
12.02.2012 Ergometer vika
Nú erum við nærri, tímabili með hætti hitatölum en undanfarið og nánast engu nætur frosti, þetta þýðir að Alssund fljótlega verður ró klárt. Hugmyndin var að nota helgina til að finna íslaust vatn - en ekki allt fer samkvæmt áætlun, svo var þetta varð ekki veruleika.
Vikan hefur verið helguð ERGOMETER (róðrarvéla) róðri, finnst ég vera virkilega heppinn að hafa þetta tækifæri þegar við erum þjökuð af ís. Þrátt fyrir að það sé bara ein vika frá síðasta róðrartúr, er einsog um langan tíma sé að ræða og ég finn hvað ég sakna þess að vera út á sjó.
Vikan hefur annars verið mjög sérstök, virkilega margir mikilvægir hlutir hafa fallið á sinn stað, varðandi mína "róðrar-framtíð" - ég mun segja nánar hvað þetta þýðir og fjallar um á miðvikudaginn - þegar síðustu púslin í þessu spennandi pússluspili eru kominn á sinn stað.
Vikan hefur verið helguð ERGOMETER (róðrarvéla) róðri, finnst ég vera virkilega heppinn að hafa þetta tækifæri þegar við erum þjökuð af ís. Þrátt fyrir að það sé bara ein vika frá síðasta róðrartúr, er einsog um langan tíma sé að ræða og ég finn hvað ég sakna þess að vera út á sjó.
Vikan hefur annars verið mjög sérstök, virkilega margir mikilvægir hlutir hafa fallið á sinn stað, varðandi mína "róðrar-framtíð" - ég mun segja nánar hvað þetta þýðir og fjallar um á miðvikudaginn - þegar síðustu púslin í þessu spennandi pússluspili eru kominn á sinn stað.
ERGOMETER myndir.....
07.02.2012 We have been hit by ICE.....
Alssund er nú ísilagt, það að bindur enda í bili á allan róður út frá bryggju kajakklubbsins. Ég mun leita uppi svæði free af ís um helgina ..... Þetta er ekki að lifa með. Sem betur fer á félagið kajak ergometer, tilbúinn og þráir að vera notaður, þrátt fyrir að það er "aðeins" kajak-ergometer km, þá auðvitað leitast ég við að ná takmörkum mínum með 75-100km + á viku.
05.02.2012 Fyrsta vika febrúar
Í vetrarskrúða
_Fram til þessa, höfum við hér í Sönderborg verið laus við ÍS og það virðist ætla að halda um stund. Þrátt fyrir að við í félaginu, höfum róðrar-vél - sem nánast aldrei er notup, verður það aldrei vera það sama og alvöru kajak róður á sjó. Þrátt fyrir að við séum laus við ís, finnst þér virkilega kalt þegar maður er að róa. Við þessar aðstæður verður það óvenju mikilvægt að hafa föt sem passa og Yak Kajak fötin mín hafa hingað til ekki svikið mig. Í vikunni sem leið upplifði ég "alvöru" notkun á öndunnarhæfni róðrar jakkans míns, með róðrar hraða uppá aðeins 8-9km á klukkustund, ég fæ nógá loft hringrás í jakkanum þannig að ég svitna ekki! ! ! Þar sem ég hef nokkra 15km túra í þessari viku, hef ég verið fær um að halda þessum hraða í fyrstu 10km, án þess að svitna að ráði. Það er auðvitað hægt að vera á þessum hraða lengur - en það verður að þjálfa.
Til að halda huganum ferskum, er ekki úr vegi að nota internetið, þar getur þú alltaf fundið áhugavert Kajak efni. Í þessari viku, hef ég lesið mikið um tvo menn sem á síðasta ári tókst að slá heimsmet í róðri hringinn um Írland. Eitthvað sem fyrir mér er mjög spennandi að lesa um http://www.canoekayak.com/touring-kayak/record-breaker-25-days-round-ireland/~~pobj ... það verður alltaf þannig í Kajak íþróttinni að nóg er af spennandi hlutum til að hugsa um ....
Til að halda huganum ferskum, er ekki úr vegi að nota internetið, þar getur þú alltaf fundið áhugavert Kajak efni. Í þessari viku, hef ég lesið mikið um tvo menn sem á síðasta ári tókst að slá heimsmet í róðri hringinn um Írland. Eitthvað sem fyrir mér er mjög spennandi að lesa um http://www.canoekayak.com/touring-kayak/record-breaker-25-days-round-ireland/~~pobj ... það verður alltaf þannig í Kajak íþróttinni að nóg er af spennandi hlutum til að hugsa um ....
31.01.2012 Janúar búinn kominn með 700km ! ! !
26.01.2012 the ring of fire
_Þegar vindurinn blæs frá suðaustri í Alssundinu er það eitthvað alveg sérstakt, á veturna þó ekki vegna þess, að næstum fer enginn út róa. Nei... - Þessi vindátt býður uppá sterkar vindhviður sem koma frá mismunandi áttum, vindurinn þarf að fara í gegnum svo margt á landi, áður en hann skellur á sjónum - eða á þig og kajakinn þinn. Þegar það er rok eins og í dag með meira eða minna stöðugan vind uppá 10 m / sek. geta vindhviðurnar verið þokkalegar.
Þar sem ég fékk Ísbjörninn bara fyrir stuttu, vel ég að vera öruggur í dag og nota Trapper Barraquda til að gera "The Ring of Fire" - sem ég kalla þessa tegund af róðri.
Hvað er "hringur elds" ? ? ?..... það er braut aðeins 1 km löng þar sem ég ræ upp Alssund með frábæran "surf" meðvind, og auðvelt að ná hraða uppá 12 til 15 + km/klst. Með því að beygja eftir 1km í átt að ströndinni og róa tilbaka heim með fjarlægð uppá aðeins 5-10m frá ströndinni. Er hægt að róa í næstum lignum sjó - nánast algjörlega laus við mótvind! ! !
Venjulega, vel ég lengri leið til þess að róa fram og til baka á, en á dagi eins og í dag er þessi 1-km vegalengd fullkominn. Þegar þú síðan eftir 10-12km ert búinn að hita upp, og hefur náð góðu sambandi við vindinn og öldurnar. Er það er meira en dásamlegt að njóta þess, að þú ert aðeins kominn hálfa leið í gegnum æfingu dagsins ....
Í dag voru 24km nóg fyrir Trapper Barraquda til að ná 400km - fyrir mér nóg til að ná 605km ...... flottur rokdagur....
Þar sem ég fékk Ísbjörninn bara fyrir stuttu, vel ég að vera öruggur í dag og nota Trapper Barraquda til að gera "The Ring of Fire" - sem ég kalla þessa tegund af róðri.
Hvað er "hringur elds" ? ? ?..... það er braut aðeins 1 km löng þar sem ég ræ upp Alssund með frábæran "surf" meðvind, og auðvelt að ná hraða uppá 12 til 15 + km/klst. Með því að beygja eftir 1km í átt að ströndinni og róa tilbaka heim með fjarlægð uppá aðeins 5-10m frá ströndinni. Er hægt að róa í næstum lignum sjó - nánast algjörlega laus við mótvind! ! !
Venjulega, vel ég lengri leið til þess að róa fram og til baka á, en á dagi eins og í dag er þessi 1-km vegalengd fullkominn. Þegar þú síðan eftir 10-12km ert búinn að hita upp, og hefur náð góðu sambandi við vindinn og öldurnar. Er það er meira en dásamlegt að njóta þess, að þú ert aðeins kominn hálfa leið í gegnum æfingu dagsins ....
Í dag voru 24km nóg fyrir Trapper Barraquda til að ná 400km - fyrir mér nóg til að ná 605km ...... flottur rokdagur....
25.01.2012 Loksins byrjaður að LYFTA ! ! !
... lyftingar á síðasta ári...
_Komst loksins af stað, við fórum í gær ég og kærastan mín Lene í eitt af íþróttahúsum Sönderborgar þar sem Sønderborg Kajak Club hefur fengið 2 tíma á viku. Þrátt fyrir að búnaður og aðstaðan hafi í mörg ár á bakinu. Er með jákvæðu hugarfari og umhyggju vel hægt að notast við það sem í boði er, ég er svo gott sem "Starting Over" með þjálfun á styrk.
Í mínum augum er styrktarþjálfun verulega mikilvægur þáttur í því að halda líkamanum fríum af meiðslum. Sem betur fer, ég hef verið laus við alvarleg meiðsli í kayaklífi mínu. Einstaka minniháttar álags meiðsli hafa dúkkað upp, en ráðið við þeim hefur verið að þjálfa þau í burtu. Við höfðum styrktarþjálfun frá kl. 18-19,00 og kl. 21.00 vorum við svo mætt í sundlaugina, þannig að það var sveiflast með handklæði í gærkvöldi. Í dag hef bæði ég og Lene fundið fyrir líkama okkar á yndislega sáran hátt.
Smám saman er ég að byrja að nota Ísbjörninn - gleði og margir kílómetrar á skömmum tíma einkenna þennan kajak. Í nánustu framtíð munum við hér í Danmörku, líklega finna svolítið meira til frosts og kulda, en við höfum gert hingað til í vetur. Í staðinn fáum við bjartari daga og vonandi fleiri sólarstundir. Nánasta Framtíð verður notuð til að róa í Ísbirninum, sem nálgast nú sína fyrstu100km, á þessu tímabili en ég er nú sjálfur að nálgast fyrstu 600km ....
Í mínum augum er styrktarþjálfun verulega mikilvægur þáttur í því að halda líkamanum fríum af meiðslum. Sem betur fer, ég hef verið laus við alvarleg meiðsli í kayaklífi mínu. Einstaka minniháttar álags meiðsli hafa dúkkað upp, en ráðið við þeim hefur verið að þjálfa þau í burtu. Við höfðum styrktarþjálfun frá kl. 18-19,00 og kl. 21.00 vorum við svo mætt í sundlaugina, þannig að það var sveiflast með handklæði í gærkvöldi. Í dag hef bæði ég og Lene fundið fyrir líkama okkar á yndislega sáran hátt.
Smám saman er ég að byrja að nota Ísbjörninn - gleði og margir kílómetrar á skömmum tíma einkenna þennan kajak. Í nánustu framtíð munum við hér í Danmörku, líklega finna svolítið meira til frosts og kulda, en við höfum gert hingað til í vetur. Í staðinn fáum við bjartari daga og vonandi fleiri sólarstundir. Nánasta Framtíð verður notuð til að róa í Ísbirninum, sem nálgast nú sína fyrstu100km, á þessu tímabili en ég er nú sjálfur að nálgast fyrstu 600km ....
22.01.2012 Ísbjörninn klár í slaginn.....
Við strendur Rømø....
_Eftir smá viðgerð í dag, er Ísbjörninn er svo tilbúinn fyrir morgundaginn, í dag var dagur hvíldar. Ég og sonur minn Sævar Patrekur hjálpuðumst að við að koma Ísbirninum í lag. Vinna við að fá nýja pedala til að stýra með er í gangi, margir möguleikar og sem betur fer er nóg af tíma til að finna þá réttu. Frá Svíþjóð hef ég fengið frá Sportkajaker, áhugaverða ábending um hugsanlega lausn.
Þessi vika hefur gefið mér rúmlega 85km, markmiðið fyrir þennan mánuð er 75-100km á viku. Það var því tími fyrir aðra hluti en róður í dag, um að gera að nýta sér það svigrúm sem gefst á þessum hluta róðrartímabilsins. Það verður frábært að komast út að róa í Ísbirninum morgun - langþráð augnablik. Bráðum er janúar búinn og enginn veit hvernig veðrið verður í febrúar.
Þessi vika hefur gefið mér rúmlega 85km, markmiðið fyrir þennan mánuð er 75-100km á viku. Það var því tími fyrir aðra hluti en róður í dag, um að gera að nýta sér það svigrúm sem gefst á þessum hluta róðrartímabilsins. Það verður frábært að komast út að róa í Ísbirninum morgun - langþráð augnablik. Bráðum er janúar búinn og enginn veit hvernig veðrið verður í febrúar.
17.01.2012 Endurkoma Isbjarnarins
_Að lokum kom Ísbjörninn aftur til síns gamla heimabæjar, eftir heimsókn til okkar nýja leiksvæðis Naestved Kajak Club. Ísbjörninn hefur nú þegar á jákvæðan hátt með tilvist sinni tekið þátt í að skrifa sögu Sønderborg Kajak Club. Framundan er smá vinna við að gera Ísbjörninn passlega klárann fyrir komandi verkefni sem eru framundan á næstu mánuðum. Við verðum báðir að vera í topp formi í lok maí, þegar við sláumst að nýju við að bæta hringferðar metið um Danmörku árið 2012.
Það var félagi minn úr Naestved Kajak Club, Morten Salomonsen sem fragtaði Hvítabjörninn yfir Stóra Beltið. Ég ók síðan að Middelfart til móts við Morten og kollega hans Christian, það var mikil gleði sem fylgdi því að sjá aftur "pabba barnið" eins og Morten kallaði það. Kærar þakkir Morten og Christian, fyrir að eyða tíma í þetta.
Það var félagi minn úr Naestved Kajak Club, Morten Salomonsen sem fragtaði Hvítabjörninn yfir Stóra Beltið. Ég ók síðan að Middelfart til móts við Morten og kollega hans Christian, það var mikil gleði sem fylgdi því að sjá aftur "pabba barnið" eins og Morten kallaði það. Kærar þakkir Morten og Christian, fyrir að eyða tíma í þetta.
15.01.2012 Kaldur sundsprettur...
_Helgin fór eins og lofað, frábært veður - spegilslétt Alssund á mælikvarða sem sjaldan hefur sést áður. Það var fyrir mig frábært að komast út að róa í Escape Kajak, ávallt mjög góður hraði í þeim bát. Markmið í dag var að komast yfir 30km og 33km endaði dagurinn með - var ánægður og sáttur. Þar sem Kajaksyd eina kajak verslun í nágreninu er að hætta að selja kajak og kajak útbúnað, var allt á útsölu í versluninni. Ég keypti tvær góðar bækur um sjó kajak og siglingafræði, bæði bækur eru skemmtileg og gagnleg lesning. Fullt af þekkingu og heillandi frásögn um það sem einungis sjó kajakróður getur boðið uppá. Frábær tilfinning fylgir því fyrir mig, að lesa um þau forréttindi og þá möguleika sem það veitir, að hafa öll heimsins höf sem leiksvæði.
Til að mæta þeim einföldu kröfum sem þarf til að meiga róa um vetur i Sønderborg Kajak Club. Er ætlast til að maður mæti á annan af tveimur atburðum, þar sem vetrar róður og áhrif kulda á líkamann er rætt. Aðeins einu sinni í þínu kajak lífi þarft þú að hafa róið 600km í einu og sama tímabili - þá ertu hæfur vetrar ræðari fyrir lífstíð - svo einfalt er það. Í gær hélt félagið hélt einn af tveimur "kalt" atburðum, þennan þar sem við stökkvum í sjóinn frá bryggjunni og syndum í kringum hana. Við vorum tvær manneskjur, sem mættum til að hoppa í. Ég get bara sagt að þessi tegund af þátttöku, hlýtur að vera mjög dapurleg fyrir þá sem höfðu haft fyrir kakó, glöggi og heitum eplaskífum í tilefni dagsins. Fyrir hönd félagsins er kannski kominn tími til að hugsa nokkrar viðbótar hugsanir um vetrar róður ! ! !
Til að mæta þeim einföldu kröfum sem þarf til að meiga róa um vetur i Sønderborg Kajak Club. Er ætlast til að maður mæti á annan af tveimur atburðum, þar sem vetrar róður og áhrif kulda á líkamann er rætt. Aðeins einu sinni í þínu kajak lífi þarft þú að hafa róið 600km í einu og sama tímabili - þá ertu hæfur vetrar ræðari fyrir lífstíð - svo einfalt er það. Í gær hélt félagið hélt einn af tveimur "kalt" atburðum, þennan þar sem við stökkvum í sjóinn frá bryggjunni og syndum í kringum hana. Við vorum tvær manneskjur, sem mættum til að hoppa í. Ég get bara sagt að þessi tegund af þátttöku, hlýtur að vera mjög dapurleg fyrir þá sem höfðu haft fyrir kakó, glöggi og heitum eplaskífum í tilefni dagsins. Fyrir hönd félagsins er kannski kominn tími til að hugsa nokkrar viðbótar hugsanir um vetrar róður ! ! !
Myndir frá kuldasundinu
12.01.2011 Er að detta í gírinn.....
Litið á aðstæður við Hvide Sande í maí 2011
_Allur að braggast, frábært að finna skapið vappa í rétta átt og sjá km rúlla inná kílómetra reikninginn minn. Hins vegar hef ég kosið að að auka rólega við æfingamagnið, verður að vera gert rétt - það þarf þolinmæði þó. Fljótlega mun ég byrja með þjálfun á styrk, sem ég sennilega hefði átt að byrjaður á nú þegar ! ! ! Í febrúar ég ætti að vera á áætlun við áætlanir mínar.
Ég er farin að skrifa niður það sem ég þarf fyrir Tour de Danmörk 2012, ég hef mikið af búnaði frá síðasta ári, en sumir af þessum hlutum mun ég ekki taka með mér á þessu ári - aðrir hlutir koma í staðinn. Markmiðið er að hafa allan mikilvægan búnað klárann
í maí byrjun - í fyrra var þetta kapphlaup fram á síðasta klukkutíma - engin þörf á að endurtaka þá keppni. Um helgina hefur okkur verið lofað þægilegu vetrar veðri, ekki of mikill vindur, svo það er ætla að vera möguleiki á ódýrum km. Meiningin var að róa í Escape eða svipuðum kajak í bland við af róður á hinum kæra Trapper Barraquda.
Ég er farin að skrifa niður það sem ég þarf fyrir Tour de Danmörk 2012, ég hef mikið af búnaði frá síðasta ári, en sumir af þessum hlutum mun ég ekki taka með mér á þessu ári - aðrir hlutir koma í staðinn. Markmiðið er að hafa allan mikilvægan búnað klárann
í maí byrjun - í fyrra var þetta kapphlaup fram á síðasta klukkutíma - engin þörf á að endurtaka þá keppni. Um helgina hefur okkur verið lofað þægilegu vetrar veðri, ekki of mikill vindur, svo það er ætla að vera möguleiki á ódýrum km. Meiningin var að róa í Escape eða svipuðum kajak í bland við af róður á hinum kæra Trapper Barraquda.
08.01.2012 Fyrsta vika ársins fór í vaskinn....
Kærestan mín Lene, á afmæli í dag,
til hamingju með daginn mín kæra....
Eftir að ég veiktist í lok ársins 2011, hef ég átt ótrúlega erfitt með að ná heilsu aftur. Þrátt fyrir að ég hafi verið í vinnu alla vikuna, hefur gengið "alltof hægt" að ná þokkalegum bata. Á hinn bóginn hefur þessi "litla hvíld" gefið okkur svigrúm til að hugsa vel og vandlega um marga "kajak" tengda viðburði á nýju ári 2012.
Stærst er að okkur tókst að velja í viku fyrir hringferð mína um Danmörku 2012 - ég mun hefja róðurinn að nýju í viku 21, síðustu viku maí mánuðar. Með því að ákveða viku fyrir brottför núna, skapast nauðsynlegur tímarammi utanum allan undirbúning. Eitthvað sem gerir alla þjálfun mína héðan í frá markvissari. Fyrirætlanir mínar varðandi Danmerkur hringinn 2012 er mikið öðruvísi en í fyrra. Reynslan frá síðasta ári er auðvitað notuð sem grunnur fyrir met tilraunina í ár.
Ekkert af mínum veikleikum frá árinu 2011, er pláss fyrir á þessu ári - eins fljótt og auðið er mun ég sækja Ísbjörninn, sem er enn í NæstvedKajakClub, frá heimsókn okkar til Naestved í haust.
Framundan eru 5 mánuðir, þar sem ég mun einbeita mér að öllu því sem ég tel mikilvægt. Fyrst og síðast mun þjálfun mín samanstanda af ýmsum þverunum af mismunandi lengdum. Í kringum eyjuna ALS, þar sem ég bý eru nóg tækifæri til að gera mismunandi krefjandi þveranir. Það er líka fyrst og fremst á hérnamegin á Jótlandi að bestu tækifærin til að spara km. Með skynsamlegum en krefjandi þverunum eru í boði. Ný og spennandi tækifæri innan kajak íþróttarinnar, hér í Danmörku munu einnig gegna veigamiklu hlutverki í undirbúningi mínum á þessu ári.
Eftir daginn í dag hef ég róið 400km frá 1. nóvember, fljótlega mun ég fara yfir 500km og svo halda áfram í viðunandi tempói._
Stærst er að okkur tókst að velja í viku fyrir hringferð mína um Danmörku 2012 - ég mun hefja róðurinn að nýju í viku 21, síðustu viku maí mánuðar. Með því að ákveða viku fyrir brottför núna, skapast nauðsynlegur tímarammi utanum allan undirbúning. Eitthvað sem gerir alla þjálfun mína héðan í frá markvissari. Fyrirætlanir mínar varðandi Danmerkur hringinn 2012 er mikið öðruvísi en í fyrra. Reynslan frá síðasta ári er auðvitað notuð sem grunnur fyrir met tilraunina í ár.
Ekkert af mínum veikleikum frá árinu 2011, er pláss fyrir á þessu ári - eins fljótt og auðið er mun ég sækja Ísbjörninn, sem er enn í NæstvedKajakClub, frá heimsókn okkar til Naestved í haust.
Framundan eru 5 mánuðir, þar sem ég mun einbeita mér að öllu því sem ég tel mikilvægt. Fyrst og síðast mun þjálfun mín samanstanda af ýmsum þverunum af mismunandi lengdum. Í kringum eyjuna ALS, þar sem ég bý eru nóg tækifæri til að gera mismunandi krefjandi þveranir. Það er líka fyrst og fremst á hérnamegin á Jótlandi að bestu tækifærin til að spara km. Með skynsamlegum en krefjandi þverunum eru í boði. Ný og spennandi tækifæri innan kajak íþróttarinnar, hér í Danmörku munu einnig gegna veigamiklu hlutverki í undirbúningi mínum á þessu ári.
Eftir daginn í dag hef ég róið 400km frá 1. nóvember, fljótlega mun ég fara yfir 500km og svo halda áfram í viðunandi tempói._
02.01.2012 GLEÐILEGT NÝTT ÁR
_Svo duttum við loksins inn í árið 2012, kveðja til ársins 2011 er til staðar - Nýir tímar framundan. Ég vil gjarnan þakka öllum þeim sem hafa stutt verkefni mín á árinu 2011 - KÆRAR ÞAKKIR. Öll sú hjálp sem ég fékk var svo miklu meira en ég hafði gert ráð fyrir. Margir
þeirra styrktaraðila sem studdu mig, með því að skaffa
búnað, næringu og þjónustu höfðu þegar árið 2011, lofað einnig að veita
stuðning árið 2012 - auk þessa hafa nokkrir nýjir styrktaraðilar einnig
skráð sig fyrir 2012! ! !
Í gegnum vefsíðu mína mun ég reglulega líkt og áður gera styrktaraðila mína sýnilega á heimasíðu minni - heimasíðan fær á hverjum degi um 100 gesti frá ýmsum stöðum í heiminum. Það hefur verið ótrúlega gaman - en einnig krefjandi að vinna með heimasíðuna. Til allrar hamingju hef ég einnig fengið þróunnar aðstoð, frá vini mínum Elvari á Íslandi. Elvar sem er gríðarlega hæfileikaríkur myndasmiður, kokkur, fjölskyldufaðir og íþróttamaður, hefur gert þær myndir sem birtast efst á síðunum, auk gefa mér góð ráð. Frændi minn Jón Páll, þýddi yfir á íslensku í mettilraun minni "Around Danmörku" textan sem kærastan mín Lene hafði skrifað upp, eftir að við höfðum talað í lok hvers dags í gegnum í gegnum farsímann. Vefurinn er því "alþjóðlegt" samstarfsverkefni, sem hefur sett aukna jákvæða vídd inní annars krefjandi kajaklíf mitt.
Hápunktur ársins 2011, var án efa Danmerkur mettilraunin, sem að þessu sinni endaði ekki eins og til stóð. Góður árangur í ýmsum keppnum í Danmörku og í Þýskalandi, skipar einnig veglegan sess. Hið nýja kílómetra met uppá 5563km í Sønderborg Kajak Club, var einnig eitthvað sem ég eyddi miklum tíma í. Það var einnig mjög stórt þegar kærastan mín Lene, sem efalaust hefur verið minn allra mesti stuðningur í gegnum allt árið, keypti sér sjálf flottan sjókayak - við hlökkum til að eyða tíma saman á sjó.
Þrátt fyrir miklar framfarir og góðan árangur á mínu þriðja ári í kajak íþróttinni, hafa einnig verið sumir minna skemmtilegir tímar. Nálgun mín á kajak íþróttinni hefur alltaf verið sú að kajaksportið - á öllum stigum - geti verið fyrir þá sem vilja taka þátt uppspretta gleði. Sem betur fer er í dag mögulegt að taka þátt í kajak íþróttinni á margan hátt, þó felur þetta í sér að kajak klúbbar fylgi þróun íþróttarinnar. Danska canoe og kajak sambandið er því hvenær sem er tilbúið til að senda ráðgjafa út í klúbbana, sem sérstaklega geta hjálpað til við að koma auga á þróun og tækifæri í hverju félagi fyrir sig. Til að ná fram eðlilegum framförum, eða góðum úrslitum í kajak íþróttum - krefst framfara, fyrir mig er nauðsynlegt að tryggja mér möguleika á áframhaldandi framförum. Því miður neyddist stjórn Sønderborg kajak Club, árið 2011 til þess að eyða drjúgum hluta af dýrmætum tíma sínum. Í að ræða eða taka tillit til óánægju einstakra aðila yfir velgegni minni - eða viðveru í Sønderborg kajak klúbb. Þegar félagið verður að eyða svo mikilli orku í ótrúlegar tilraunir einstaka meðlima til eyðileggja árangur minn, mun það í öllum tilvikum, hafa óverðskuldað áhrif á hina meðlimina. Og á sama tíma loka á þróun alls félagsins. Þess vegna hef ég valið að skrá mig einnig inn í Næstved Kajak Club - Næstved Kajak félagið er í fersku framfaraskeiði - þar sem litið er á nútíð og framtíð kajak íþróttarinnar, ásamt mögulegum framförum meðlimanna, sem mikilvægan hluta af velferð félagsins. Ég lít á Næstved Kajak Club fyrir mig sem stórt skref í rétta átt, á leið inn í nýja tíma og ný markmið á nýju ári 2012.
Í gegnum vefsíðu mína mun ég reglulega líkt og áður gera styrktaraðila mína sýnilega á heimasíðu minni - heimasíðan fær á hverjum degi um 100 gesti frá ýmsum stöðum í heiminum. Það hefur verið ótrúlega gaman - en einnig krefjandi að vinna með heimasíðuna. Til allrar hamingju hef ég einnig fengið þróunnar aðstoð, frá vini mínum Elvari á Íslandi. Elvar sem er gríðarlega hæfileikaríkur myndasmiður, kokkur, fjölskyldufaðir og íþróttamaður, hefur gert þær myndir sem birtast efst á síðunum, auk gefa mér góð ráð. Frændi minn Jón Páll, þýddi yfir á íslensku í mettilraun minni "Around Danmörku" textan sem kærastan mín Lene hafði skrifað upp, eftir að við höfðum talað í lok hvers dags í gegnum í gegnum farsímann. Vefurinn er því "alþjóðlegt" samstarfsverkefni, sem hefur sett aukna jákvæða vídd inní annars krefjandi kajaklíf mitt.
Hápunktur ársins 2011, var án efa Danmerkur mettilraunin, sem að þessu sinni endaði ekki eins og til stóð. Góður árangur í ýmsum keppnum í Danmörku og í Þýskalandi, skipar einnig veglegan sess. Hið nýja kílómetra met uppá 5563km í Sønderborg Kajak Club, var einnig eitthvað sem ég eyddi miklum tíma í. Það var einnig mjög stórt þegar kærastan mín Lene, sem efalaust hefur verið minn allra mesti stuðningur í gegnum allt árið, keypti sér sjálf flottan sjókayak - við hlökkum til að eyða tíma saman á sjó.
Þrátt fyrir miklar framfarir og góðan árangur á mínu þriðja ári í kajak íþróttinni, hafa einnig verið sumir minna skemmtilegir tímar. Nálgun mín á kajak íþróttinni hefur alltaf verið sú að kajaksportið - á öllum stigum - geti verið fyrir þá sem vilja taka þátt uppspretta gleði. Sem betur fer er í dag mögulegt að taka þátt í kajak íþróttinni á margan hátt, þó felur þetta í sér að kajak klúbbar fylgi þróun íþróttarinnar. Danska canoe og kajak sambandið er því hvenær sem er tilbúið til að senda ráðgjafa út í klúbbana, sem sérstaklega geta hjálpað til við að koma auga á þróun og tækifæri í hverju félagi fyrir sig. Til að ná fram eðlilegum framförum, eða góðum úrslitum í kajak íþróttum - krefst framfara, fyrir mig er nauðsynlegt að tryggja mér möguleika á áframhaldandi framförum. Því miður neyddist stjórn Sønderborg kajak Club, árið 2011 til þess að eyða drjúgum hluta af dýrmætum tíma sínum. Í að ræða eða taka tillit til óánægju einstakra aðila yfir velgegni minni - eða viðveru í Sønderborg kajak klúbb. Þegar félagið verður að eyða svo mikilli orku í ótrúlegar tilraunir einstaka meðlima til eyðileggja árangur minn, mun það í öllum tilvikum, hafa óverðskuldað áhrif á hina meðlimina. Og á sama tíma loka á þróun alls félagsins. Þess vegna hef ég valið að skrá mig einnig inn í Næstved Kajak Club - Næstved Kajak félagið er í fersku framfaraskeiði - þar sem litið er á nútíð og framtíð kajak íþróttarinnar, ásamt mögulegum framförum meðlimanna, sem mikilvægan hluta af velferð félagsins. Ég lít á Næstved Kajak Club fyrir mig sem stórt skref í rétta átt, á leið inn í nýja tíma og ný markmið á nýju ári 2012.
27.12.2011 Sá SEL.....
_Með veðrið uppá sitt besta, var ég meira en til í að fara út á sjó að róa í dag. Þegar ég kom niður í klúb, hirti ég vinsælasta bát félagsins úr bátaskýlinu - valið var Trapper Barraquda, sem hafði yfirburði í báta-kílómetra tölfræðinni yfir báta kajakfélagsins, nánast allt síðasta tímabil. Trapperinn er nú þegar aftur kominn á toppinn í þeirri tölfræði.
Hápunktur ferðarinnar var án efa að ég sá SEL, upp við Snogbækhug, stór augu sýndu sig 20m fyrir framan á bátnum, loðdýrið fylgdi síðan í humátt á eftir kajaknum í 5-10m fjarlægð. Ég veit ekki hvort þetta er einn af kostunum, sem hlýnun jarðar veitir okkur að það eru nú Selir(ur) í Alssundinu. Hvort það er raunin eða ekki, naut ég samfylgdarinnar, ekki síst vegna þess að loðdýrið gat haldið sama hraða sem ég á Trapper Barraquda, að minnsta kosti í ca. þann 1 km sem selurinn fylgdi mér eftir. Þegar ég var sjósundsmaður, var ég ekki spenntur fyrir því að hafa seli í augnhæð í nágreninu, þegar ég æfði í hafinu í kringum Ísland. Í Kajak er þetta allt annað mál, sérstaklega eftir ferð mína gegnum Vadehavet upp meðfram Vesturströndinni nú í sumar, þegar selir voru ávallt allt í kring.
Hápunktur ferðarinnar var án efa að ég sá SEL, upp við Snogbækhug, stór augu sýndu sig 20m fyrir framan á bátnum, loðdýrið fylgdi síðan í humátt á eftir kajaknum í 5-10m fjarlægð. Ég veit ekki hvort þetta er einn af kostunum, sem hlýnun jarðar veitir okkur að það eru nú Selir(ur) í Alssundinu. Hvort það er raunin eða ekki, naut ég samfylgdarinnar, ekki síst vegna þess að loðdýrið gat haldið sama hraða sem ég á Trapper Barraquda, að minnsta kosti í ca. þann 1 km sem selurinn fylgdi mér eftir. Þegar ég var sjósundsmaður, var ég ekki spenntur fyrir því að hafa seli í augnhæð í nágreninu, þegar ég æfði í hafinu í kringum Ísland. Í Kajak er þetta allt annað mál, sérstaklega eftir ferð mína gegnum Vadehavet upp meðfram Vesturströndinni nú í sumar, þegar selir voru ávallt allt í kring.
24.12.2011 Gleðileg jólin 2011
Vildi bara óska ykkur öllum gleðilegra jóla, ennþá enginn snjór í Sønderburg, myndin hér til hliðar er tekin árið 2009 hlekkurinn inniheldur fleiri myndir teknar við sama tækifæri . https://picasaweb.google.com/110525464819352955534/03022010KajakklubbenIVinterhvile
15.12.2011 HARÐFISKURINN TRYGGÐUR FYRIR DANMARK RUNDT 2012 ! ! !
.... harðfisk auglýsingin "80% PROTEIN" á hlið Ísbjarnarins
Eitt af því allra mikilvægusta fyrir Danmerkur túrinn á næsta ári er í höfn ! ! ! Þótt brottfarar mánuðurinn hafi enn ekki fundist, hefur mér verið lofað harðfiski fyrir mettilraun næsta árs ! ! ! Þessi risa uppspretta af orku og vítamínum er framleidd af fyrirtækinu GULLFISKUR frá Hafnarfirði. Harðfiskur _með 80% prótein innhald, er nokkuð sem ekkert getur komist í nálægð við. Fyrir utan að vera afskaplega létt í meðförum, pakkað snyrtilega í plastpoka sem ekki að taka of mikið pláss. Finnst varla betra nesti í ferð sem þessa, besti hlutinn af þessu öllu saman er auðvitað bragðið - alltaf hátíðastund að borða harðfisk. Ein af mörgum góðum minningum mínum frá tilraun minni á þessu ári, var að hitta Jón Helgi og konu hans í Hirtshals, Jon Helgi selur og dreifir harðfiskinum frá GULLFISKI hér í Danmörku í gegnum netverslun sína www.joto.nu Árið 2012 verður "kapphlaup" fyrir mig að komast sem allra fyrst til Hirtshals....
11.12.2011 ....vindurinn stak af
... við Snogbækhug
_Það var ekki mikið eftir af vindi á laugardag, þegar ég fékk fyrst tíma til að róa smá. Túr uppá 18km í leit að öldum, þegar vindur blæs frá vestri, er stærsti möguleikinn á öldum við Snogbækhug. Þegar ég hafði róið þá 8 km í gegnum Alssund sem þarf til að komast að Snogbækhug voru engar öldur til að leika við, eins og alltaf var gott að vera út á sjó.
Ferðin í gær var róin í Trapper Barraquda kajak - finn að ég er farin að sakna Ísbjarnarins. Það eru nokkrar úrbætur á birninum sem mig langar til að hrinda í framkvæmd - gegnum okkar fyrsta tímabil saman, hef ég nokkur mikilvæg atriði að vinna með það að markmiði að fá hraðari bát. Þrátt fyrir marga kílómetra í Ísbirninum er ég fullviss um að ég hef enn ekki náð því besta úr honum. Ég efast ekki um að með vel úthugsuðum breytingum, verður Ísbjörninn fær um að komast mun hraðar yfir - enn er tími til stefnu frammað byrjun nýs tímabils - en tíminn flýgur hratt í burtu ......
Ferðin í gær var róin í Trapper Barraquda kajak - finn að ég er farin að sakna Ísbjarnarins. Það eru nokkrar úrbætur á birninum sem mig langar til að hrinda í framkvæmd - gegnum okkar fyrsta tímabil saman, hef ég nokkur mikilvæg atriði að vinna með það að markmiði að fá hraðari bát. Þrátt fyrir marga kílómetra í Ísbirninum er ég fullviss um að ég hef enn ekki náð því besta úr honum. Ég efast ekki um að með vel úthugsuðum breytingum, verður Ísbjörninn fær um að komast mun hraðar yfir - enn er tími til stefnu frammað byrjun nýs tímabils - en tíminn flýgur hratt í burtu ......
Myndir frá því í gær..... klikkið á myndirnar til at stækka þær
07.12.2011 Meiri vindur og nýr meðlimur
... frá heimsókn okkar í Næstved Kajakklub
Aftur um helgina er lofað góðum vindi, við erum nú enn í þeirri von að það gefi blástur uppá 17-18m/sek, vonandi að það verði meira eftir því hvað verið er að lofa nú, þegar við komum til helgarinnar, en það gerði um síðustu helgi . Að þessu sinni kemur vindurinn meira úr vestri, sem þýðir að ég þarf að róa upp Alssund og snúa til vinstri á móts við Ballebro að vera fær um að komast út í góðar öldur og almennilegan vind. Þessa helgi mun ég róa í Trapper Barraquda Kajak, Scorpio fær frí þessa helgi.
Frá og með síðustu helgi er Lene kærasta mín, orðin fullgildur meðlimur að Sønderborg Kajak Club, eitthvað sem hefur tekið smá tíma og valdið heilabrotum. Það verður langur vetur að bíða fyrir Lene, eftir komast aftur á flot í Svaninum sínum sem nú hefur verið komið í geymslu þar til nýtt tímabil hefst í þann 1. apríl 2012 - veturinn mun hins vegar Lene nota til á undirbúnings fyrir komandi tímabil.
Undanfarið hef ég fundið tvö MJÖG spennandi "keppnis" verkefni sem fara fram í maí 2012 - annað í Danmörku og hitt í Svíþjóð, báðar keppnir eru haldnar um söma helgi - fleiri upplýsingar í náinni framtíð - hugsanir um komandi árstíð eru nú þegar í fullum í gangi í höfðinu á mér - einungis vetur eftir ....._
Frá og með síðustu helgi er Lene kærasta mín, orðin fullgildur meðlimur að Sønderborg Kajak Club, eitthvað sem hefur tekið smá tíma og valdið heilabrotum. Það verður langur vetur að bíða fyrir Lene, eftir komast aftur á flot í Svaninum sínum sem nú hefur verið komið í geymslu þar til nýtt tímabil hefst í þann 1. apríl 2012 - veturinn mun hins vegar Lene nota til á undirbúnings fyrir komandi tímabil.
Undanfarið hef ég fundið tvö MJÖG spennandi "keppnis" verkefni sem fara fram í maí 2012 - annað í Danmörku og hitt í Svíþjóð, báðar keppnir eru haldnar um söma helgi - fleiri upplýsingar í náinni framtíð - hugsanir um komandi árstíð eru nú þegar í fullum í gangi í höfðinu á mér - einungis vetur eftir ....._
03.12.2011 FJÖR í Vindinum
... klár í myndatökur... og svo í innsiglingunni í höfnina
_Með aðeins 2 / 3 af því sem hafði verið lofað af vindi, réri ég út í dag - vindhraði uppá 30-50km/sek getur ekki bara ekki með góðri samviksu fengið að þjóta hjá ónotaður og maður hefur tækifæri á því að komast út í björtu. Þegar vindur blæs úr suðri eins og það gerði í dag, rær maður um höfnina og þá taka Eystrasalts öldurnar glaðar á móti manni.
Áherslu atriði dagsins var að prófa Scorpio kajak félagsins, er að finna á eftirfarandi tengil (http://www. phseakayaks.com/kayaks.php? Kajak=Scorpio% 20170) plast kajak í þyngri endanum með "breskri" skrokks lögun sem ég er ekki svo vanur að nota. Ég hef hingað til verið hrifinn af þessum kajak - með þeim vindi sem var í dag ásamt öldum, fékk möguleika á að kynnast bátnum við aðstæður langt umfram það sem ég áður hafði prófað hann í. Scorpio báturinn afgreiddi öldurnar án vandamála, ég komst auðveldlega í gott samband við hreyfingar bátsins, þegar öldurnar komu frá hlið fluttu þær hinsvegar kajakinn mikið til hliðar, miklu meira en ég átti von á. Þegar róið er gegn öldunum var þó auðvelt að halda stefnu, hemlunnar áhrif þessa skroklags urðu þó mun meira áberandi við róður á móti öldum af þessari stærð. Með vindinn í bakið, varð ég mjög vonsvikinn með hversu illa á Scorpioinn surfaði, það var bara eins og hann aldrei raunverulega komst upp í hraða. Á móti kom að stefnið aldrei "gróf" sig niður í öldurnar, en má ég þá frekar biðja um hraða, stefnu og stöðugleiki í brimbruninu var hinsvegar frábær, takk fyrir ugga sem maður getur skotið niður eftir þörfum, það var mikil hjálp, ekki aðeins í brimbruni en einnig þegar róið var uppí öldurnar.
Það var mjög skemmtilegur kajakdagur - hef nú eitthvað að hlakka til er fleiri af þeim mæta með vindi af þessum gæðum ..... Eftir þennan öldudans reri ég áfram fram og til baka gegnt klúbbnum vel varin frá vindi, dagurnn gerði 18km í heild.
Scorpio bátnum get ég vel mælt með í meðallags sjó, fullkominn fyrir Alssund, skortir hana svolítið hraða (miðað við það sem ég kalla hraða), en ágætur bátur sem afgreiðir öldurnar þægilega og er ríkulega búin og með fullt af plássi.
Áherslu atriði dagsins var að prófa Scorpio kajak félagsins, er að finna á eftirfarandi tengil (http://www. phseakayaks.com/kayaks.php? Kajak=Scorpio% 20170) plast kajak í þyngri endanum með "breskri" skrokks lögun sem ég er ekki svo vanur að nota. Ég hef hingað til verið hrifinn af þessum kajak - með þeim vindi sem var í dag ásamt öldum, fékk möguleika á að kynnast bátnum við aðstæður langt umfram það sem ég áður hafði prófað hann í. Scorpio báturinn afgreiddi öldurnar án vandamála, ég komst auðveldlega í gott samband við hreyfingar bátsins, þegar öldurnar komu frá hlið fluttu þær hinsvegar kajakinn mikið til hliðar, miklu meira en ég átti von á. Þegar róið er gegn öldunum var þó auðvelt að halda stefnu, hemlunnar áhrif þessa skroklags urðu þó mun meira áberandi við róður á móti öldum af þessari stærð. Með vindinn í bakið, varð ég mjög vonsvikinn með hversu illa á Scorpioinn surfaði, það var bara eins og hann aldrei raunverulega komst upp í hraða. Á móti kom að stefnið aldrei "gróf" sig niður í öldurnar, en má ég þá frekar biðja um hraða, stefnu og stöðugleiki í brimbruninu var hinsvegar frábær, takk fyrir ugga sem maður getur skotið niður eftir þörfum, það var mikil hjálp, ekki aðeins í brimbruni en einnig þegar róið var uppí öldurnar.
Það var mjög skemmtilegur kajakdagur - hef nú eitthvað að hlakka til er fleiri af þeim mæta með vindi af þessum gæðum ..... Eftir þennan öldudans reri ég áfram fram og til baka gegnt klúbbnum vel varin frá vindi, dagurnn gerði 18km í heild.
Scorpio bátnum get ég vel mælt með í meðallags sjó, fullkominn fyrir Alssund, skortir hana svolítið hraða (miðað við það sem ég kalla hraða), en ágætur bátur sem afgreiðir öldurnar þægilega og er ríkulega búin og með fullt af plássi.
01.12.2011 .....byrjun desember er vetrarbyrjun í Danmörku....
... réttilega staðsettur á toppnum.....
_Nú við komum inn í vetur, það verður áhugavert að sjá hvað kemur af spennandi viðfangsefni. Eftir smá aðlögun á vinnutíma mínum, kem ég aðeins seinna en venjulega út að róa. Að róa í myrkrinu, sem er eitt af viðfangsefnum vetrarins með ljósum prýtt YAK björgunnarvestið sem einnig er ríkulega skreyt með endurskinsmerkjum, líkt og allar mínar YAK yfirhafnir líka eru.
Mér finnst ég öruggur með mig, og tek í leiðinni tillit til annarra sem gætu verið út á sjó eftir myrkur.
Kílómetrarnir hlaðast hægt og rólega upp, markmiðið var 50km á. viku og það er um það bil það sem ég hef róið í hverri viku. Á veturna er fólk ekki eins virkut einsog og á sumrin - en töluverður skari birtist þegar veður er gott og sólin skín. Einn af kostum vetrains er möguleikin á mjög kröftugum vindi, nú á laugardag er okkur lofað allt að 15-18m/sek - er spenntur fyrir því að prófa Scorpio kajak klúbbsins í réttum brimbrettabrun aðstæðum. Ég vona virkilega spáin haldi, en það er dæmigert að aðeins fá hluta af þeim vindi sem hefur verið lofað. . . . . .
Mér finnst ég öruggur með mig, og tek í leiðinni tillit til annarra sem gætu verið út á sjó eftir myrkur.
Kílómetrarnir hlaðast hægt og rólega upp, markmiðið var 50km á. viku og það er um það bil það sem ég hef róið í hverri viku. Á veturna er fólk ekki eins virkut einsog og á sumrin - en töluverður skari birtist þegar veður er gott og sólin skín. Einn af kostum vetrains er möguleikin á mjög kröftugum vindi, nú á laugardag er okkur lofað allt að 15-18m/sek - er spenntur fyrir því að prófa Scorpio kajak klúbbsins í réttum brimbrettabrun aðstæðum. Ég vona virkilega spáin haldi, en það er dæmigert að aðeins fá hluta af þeim vindi sem hefur verið lofað. . . . . .
26.11.2011 .... og svo kom stormur...
Thomas bjarnargæslumaður.... í Næstved
_Eftir yndislega helgi í höfuðborginni, höfðum við sterkan mótvind á heim leiðinni. Strax í byrjun var það var vafasamt hvort það væri góð hugmynd eða ekki, að sækja Ísbjörninn til Næstved og keyra með hann á þakinu til Sønderborgar. Áhyggjur okkar blésu fljótt útí veður og vind - þar sem bíllinn okkar var kastaðist til og frá á þjóðveginum. Við gerðum samning við Thomas um að geyma björninn í Næstved kajakklúb, þannig að við komum án þess að hafa ísbjörninn með til Sonderborgar - rétt áður en Stórabeltis brúnni var lokað fyrir alla umferð útaf hvassviðri. Í Sønderborg var vindur vel yfir 20 m / sek á bryggjunni í kajakklúbbnum. Í dag varð ekkert úr róðri fyrir mig - maður þarf stundum að vera varkár. . . .
Vindurinn blés sjónum í burtu....
24.11.2011 Næstved Kayakclub filled with fresh ideas....
_Það var mikill fagnaðar fundur er við hittum Thomas og Thomas í gærkvöldi - fyrirlestur þeirra félaga í gærkvöldi um tilraun sína síðasta sumar, vakti upp margar góðar minningar frá júlí á þessu ári. Þegar við þrír reyndum fyrir okkur með að komast hringinn í kringum Danmörk í kajak. Eitthvað sem við munum restina af tíma okkar á þessari jörð - sem eitthvað mjög sérstakt. Gott var líka að finna að einn af mörgum hlutum sem sameinar okkur þrjá, er skoðun okkar á Danmerkur hringnum sem við meinum að geti verið eitthvað sem sérhver þokkalegur seakayaker getur prófað.
Í dag ég og Thomas Nielsen reyndi út á "Næstvedske vötnin" - við headed út um 9'clock í morgun, Thomas Kolbe þurfti að leggja sitt af mörkum til samfélagsins í gegnum starf hans.
Daginn byrjaði með öðrum fallegum morgunmat á 7'clock - Íþróttir líf .... hann að hann
Á 09.00 við vorum á vatninu mig og Thomas, sem ætti að reyna vel Polar Bear. Ég fékk að prófa loveliest kóbalt kajak - eigu Sverre vinur þeirra, takk fyrir lánið. A fljótur paddle um 17km í kringum Gavnø, gaf okkur tvö frekar staðfesting á því hvernig yndisleg á kajak íþrótt getur verið þegar það er gaman í góðu samfélagi. Fyrir mér daginn í dag og tala við höfðum, er a gríðarstór staðfesting á því að það er um hvernig þú velur að keyra kajak Club. . . . hvernig kajak félagið þrífst ......
Í dag ég og Thomas Nielsen reyndi út á "Næstvedske vötnin" - við headed út um 9'clock í morgun, Thomas Kolbe þurfti að leggja sitt af mörkum til samfélagsins í gegnum starf hans.
Daginn byrjaði með öðrum fallegum morgunmat á 7'clock - Íþróttir líf .... hann að hann
Á 09.00 við vorum á vatninu mig og Thomas, sem ætti að reyna vel Polar Bear. Ég fékk að prófa loveliest kóbalt kajak - eigu Sverre vinur þeirra, takk fyrir lánið. A fljótur paddle um 17km í kringum Gavnø, gaf okkur tvö frekar staðfesting á því hvernig yndisleg á kajak íþrótt getur verið þegar það er gaman í góðu samfélagi. Fyrir mér daginn í dag og tala við höfðum, er a gríðarstór staðfesting á því að það er um hvernig þú velur að keyra kajak Club. . . . hvernig kajak félagið þrífst ......
Klik på billeder for tekst.....
10.11.2011 Boðið til Næstved Kajakklúb
Við vorum að móttaka boð um að koma á fyrirlestur sem verður haldinn 24. nóvember, í Næstved kajak félaginu þar sem Thomas og Thomas mun tala um tilraun þeirra til að róa í kringum Danmörku árið 2011. Eitt af því sem gerði ferð mína mikið meira virði, var að hitta þessa tvo herra, Thomas Nilsen og Thomas Kolbe frá Næstved Kajak Club. Af tilviljun lágu þeir og sváfu undir blár himinn við Højer Slusse, snemma morguns þann 5. júlí - og við lögðum af stað þrír saman þennan morgun, ég lærði mikið af þeim tveimur á fyrstu 2 dögum ferðar okkar. Okkur Lene hlakkar gríðarlega mikið til að heyra fyrirlestur þeirra, ekki síst að hitta Thomas og Thomas aftur á heimavelli þeirra í Næstved Kajak Club.
Klikkið á myndir til að sjá texta.....
06.11.2011 Tölfræði frá 2011 tímabilinu
Með mörg markmið fyrir 2011 tímabilið, lagði ég hart að mér við að ná þeim. Flest þeirra urðu að veruleika, á meðan sum verða hluti af 2012 tímabilinu. Ég sótti Ísbjörninn minn í febrúar frá Kanobyg, það gaf mér mörg tækifæri.
Þar sem þetta er "M2BR" edition (Made to BRAKE Records), byrjaði ég 13 apríl á að slá metið í að róa hringinn í kringum ALS, 85km vegalend sem ég kláraði á 10 klukkustundum og 15 mínútum. Besti tíminn í Sonderborg kajak klúb var til þessa yfir 11 klst.
Skömmu síðar, 4. maí varð Ísbjörninn minn fyrsti sjó kajakinn, til að komast í gegnum 6km "handkap" vegalengdina okkar á minna en 30 mínútum - meðalhraði 12,2 km / klst. Auk þessa vann ég "handikap" keppnina þriðja árið í röð - sem er einnig nýtt SKK félagsmet.
Ísbjörninn varð einnig fyrsti SKK kajak til að róa upp dönsku vesturströndina - og í danskri kajaksögu annar af tveimur kajakum sem hefur tekist að gera það á aðeins 7 dögum.
Það var líka eitthvað alveg nýtt fyrir SKK (Sonderborg Kajak Klúb) er við komum til baka frá aðal kajak keppni ársins " Tour de Gudenå 2011", og ég í sjó kajak, með besta árangur SKK er ég fékk silfur í sjó Kajak flokknum.
Að lokum settum við nýtt km met í SKK 5563km, þar sem Ísbjörninn er skráður fyrir 3502km, met slegið á aðeins 10mánuðum.
Aldrei hefur það heldur gerst í sögu SKK (félagið var stofnað árið 1938) að sami maður tekur alla árangurstengda bikara sem þú getur fengið. Langferða kílómetra bikarinn, Flesta KM bikarinn og 6km "Handkap" Gjallarhornið - og á sama tíma slær kílómetra met félagsins - eins konar "Grand Slam" og í Tennis heiminum ! ! !
Það er hægt að halda áfram mikið lengur við telja telja upp met sem við höfum í sameiningu slegið, ég og Ísbjörninn minn. Allt þetta er heldur ekki aðeins minn og okkar árangur - við erum með góða hjálp frá stuðningsaðilum frá mörgum stöðum, auk amk eins mikilli hjálp að heiman, sem hefur gert það mögulegt að ná þessum góða árangri.
Það eru hins vegar margar klukkustundir á bak við þessa vinnu sem hefur skapað það sem við höfum náð - 5563km gera um
550 klukkustundir á sjó, með meðalhraða uppá 10km/klst, þá þýðir það að 23 sólarhringar út á sjó! ! ! Þetta samsvarar svo aftur til
15 vinnu vikur, svo getur maður bætt við tímanum sem fer í að komast til og frá klúbbnum, getting ready og þurrkun á bátnum eftir róður, sturta og þá fara heim aftur .....
Helsta niðurstaðan er hins vegar - án þess að efast eitt augnablik að árið 2011 hefur verið mjög gott tímabil
Þar sem þetta er "M2BR" edition (Made to BRAKE Records), byrjaði ég 13 apríl á að slá metið í að róa hringinn í kringum ALS, 85km vegalend sem ég kláraði á 10 klukkustundum og 15 mínútum. Besti tíminn í Sonderborg kajak klúb var til þessa yfir 11 klst.
Skömmu síðar, 4. maí varð Ísbjörninn minn fyrsti sjó kajakinn, til að komast í gegnum 6km "handkap" vegalengdina okkar á minna en 30 mínútum - meðalhraði 12,2 km / klst. Auk þessa vann ég "handikap" keppnina þriðja árið í röð - sem er einnig nýtt SKK félagsmet.
Ísbjörninn varð einnig fyrsti SKK kajak til að róa upp dönsku vesturströndina - og í danskri kajaksögu annar af tveimur kajakum sem hefur tekist að gera það á aðeins 7 dögum.
Það var líka eitthvað alveg nýtt fyrir SKK (Sonderborg Kajak Klúb) er við komum til baka frá aðal kajak keppni ársins " Tour de Gudenå 2011", og ég í sjó kajak, með besta árangur SKK er ég fékk silfur í sjó Kajak flokknum.
Að lokum settum við nýtt km met í SKK 5563km, þar sem Ísbjörninn er skráður fyrir 3502km, met slegið á aðeins 10mánuðum.
Aldrei hefur það heldur gerst í sögu SKK (félagið var stofnað árið 1938) að sami maður tekur alla árangurstengda bikara sem þú getur fengið. Langferða kílómetra bikarinn, Flesta KM bikarinn og 6km "Handkap" Gjallarhornið - og á sama tíma slær kílómetra met félagsins - eins konar "Grand Slam" og í Tennis heiminum ! ! !
Það er hægt að halda áfram mikið lengur við telja telja upp met sem við höfum í sameiningu slegið, ég og Ísbjörninn minn. Allt þetta er heldur ekki aðeins minn og okkar árangur - við erum með góða hjálp frá stuðningsaðilum frá mörgum stöðum, auk amk eins mikilli hjálp að heiman, sem hefur gert það mögulegt að ná þessum góða árangri.
Það eru hins vegar margar klukkustundir á bak við þessa vinnu sem hefur skapað það sem við höfum náð - 5563km gera um
550 klukkustundir á sjó, með meðalhraða uppá 10km/klst, þá þýðir það að 23 sólarhringar út á sjó! ! ! Þetta samsvarar svo aftur til
15 vinnu vikur, svo getur maður bætt við tímanum sem fer í að komast til og frá klúbbnum, getting ready og þurrkun á bátnum eftir róður, sturta og þá fara heim aftur .....
Helsta niðurstaðan er hins vegar - án þess að efast eitt augnablik að árið 2011 hefur verið mjög gott tímabil
31.10.2011 Tímabilið 2011
Eftir krefjandi tímabil þar sem ég atti keppni við mörg takmörk, er kominn tími til að líta til baka og renna aðeins yfir hvernig fór.
Stærsta markmið mitt var að sjálfsögðu Danmerkur hringferðin, ferðin endaði eins og vitað er ég braut árarnar og varð að hætta. Frammað hringferðinni um Danmerk, var ekki ætlunin að taka þátt í mörgum kajak mótum, Neumunster í Þýskalandi og Suðurjóska Meistaramótið áttu þó að fá pláss á dagskránni.
Apríl mánuður - Neumunster Kanu Marathon 18km, fyrsta mót ársins - ég réri í tur-kajak flokki, þar sem ekki er boðið uppá sjókajak. Valdi elstu útgáfu félagsins af Escape kajak til að keppa á. Ég vann minn flokk 40-44 ára - þar sem sjókajak róður almennt er í mikilli sókn í Danmörku, ég held að aldursflokka skipting í sjókajak keppnum sé aðeins spurning um tíma.
Maí mánaður fór allur í undirbúning fyrir Danmerkur hringinn
Suðurjóska Meistaramótið Anno 2011 sem er haldið er í júní - var aflýst sökum skorts á þátttöku! !
Júlí mánuður fór í Danmerkur hringinn.
Í ágúst fór ég að keppa á ný, fyrst það var Lille Bælt Blå Band, þar sem ég fékk í fyrsta sæti í mjög skemmtilegt kajak keppni. Í kjölfarið kom Vendelbo keppin í Aalborg, þar sem ég fékk líka fínt fyrsta sæti.
Í september kemur að keppni ársins, 120km á "Tour de Gudenå" - sem annað árið í röð gaf "aðeins" annað sæti.
Að lokum kom Schlei Kanot Marathon Þýskaland - 10km sprettur - haldin fyrstu helgina í október, þar vann ég með yfirburðum sjókajak flokkinn annað árið í röð.
Svo af 5 keppnum ég tók þátt í hlaut ég 4 sinnum fyrsta sæti og lenti 1 sinni í öðru sæti.
Ég er meira en sáttur við þennan árangur, fyrir mig keppni er alltaf eitthvað sem ég hlakka til að taka þátt í. Góður árangur er mikilvægur fyrir mig og það sem ég berst fyrir hvert sinn sem ég tek þátt. Í Sønderborg Kajakklúb, sem enn er fyrst og fremst TUR-og K1 kajakklúbbur, höfum við ekki neina skipulagða þjálfun. Svo ef maður vill ná góðum úrslitum í kajak keppnum, þá er sjálf kennsla eina ráðið - nú þegar ég hef aðeins róið kajak í 3 ár, get ég ekki verið annað en sáttur og ánægður með árangurinn fram til þessa.
Stærsta markmið mitt var að sjálfsögðu Danmerkur hringferðin, ferðin endaði eins og vitað er ég braut árarnar og varð að hætta. Frammað hringferðinni um Danmerk, var ekki ætlunin að taka þátt í mörgum kajak mótum, Neumunster í Þýskalandi og Suðurjóska Meistaramótið áttu þó að fá pláss á dagskránni.
Apríl mánuður - Neumunster Kanu Marathon 18km, fyrsta mót ársins - ég réri í tur-kajak flokki, þar sem ekki er boðið uppá sjókajak. Valdi elstu útgáfu félagsins af Escape kajak til að keppa á. Ég vann minn flokk 40-44 ára - þar sem sjókajak róður almennt er í mikilli sókn í Danmörku, ég held að aldursflokka skipting í sjókajak keppnum sé aðeins spurning um tíma.
Maí mánaður fór allur í undirbúning fyrir Danmerkur hringinn
Suðurjóska Meistaramótið Anno 2011 sem er haldið er í júní - var aflýst sökum skorts á þátttöku! !
Júlí mánuður fór í Danmerkur hringinn.
Í ágúst fór ég að keppa á ný, fyrst það var Lille Bælt Blå Band, þar sem ég fékk í fyrsta sæti í mjög skemmtilegt kajak keppni. Í kjölfarið kom Vendelbo keppin í Aalborg, þar sem ég fékk líka fínt fyrsta sæti.
Í september kemur að keppni ársins, 120km á "Tour de Gudenå" - sem annað árið í röð gaf "aðeins" annað sæti.
Að lokum kom Schlei Kanot Marathon Þýskaland - 10km sprettur - haldin fyrstu helgina í október, þar vann ég með yfirburðum sjókajak flokkinn annað árið í röð.
Svo af 5 keppnum ég tók þátt í hlaut ég 4 sinnum fyrsta sæti og lenti 1 sinni í öðru sæti.
Ég er meira en sáttur við þennan árangur, fyrir mig keppni er alltaf eitthvað sem ég hlakka til að taka þátt í. Góður árangur er mikilvægur fyrir mig og það sem ég berst fyrir hvert sinn sem ég tek þátt. Í Sønderborg Kajakklúb, sem enn er fyrst og fremst TUR-og K1 kajakklúbbur, höfum við ekki neina skipulagða þjálfun. Svo ef maður vill ná góðum úrslitum í kajak keppnum, þá er sjálf kennsla eina ráðið - nú þegar ég hef aðeins róið kajak í 3 ár, get ég ekki verið annað en sáttur og ánægður með árangurinn fram til þessa.
29.10.2011 NÝTT KLUBREKORD 5563KM ! ! !
.... ánægður sigurvegari...
LOKSINS kom dagurinn og ég sló metið, réri í dag síðustu 19km sem vantaði og Lene kærastan mín kom og réri síðustu 4km með mér. Lene hefur staðið við bakið á mér allan þann tíma sem það hefur tekið að landa þessu meti og á miklar þakkir skilið fyrir. Annars er það blanda af létti, frelsi, ánægju og þakklæti sem fyllir hug minn á svona stundu.
Ekki bara var metið slegið heldur var líka útdeiling á bikurum og viðurkenningum fyrir árangur á þessu tímabili sem lauk í dag. Af þremur mögulegum hlaut ég þrjá..... ég skirfa svo meira á morgunn.....
Ekki bara var metið slegið heldur var líka útdeiling á bikurum og viðurkenningum fyrir árangur á þessu tímabili sem lauk í dag. Af þremur mögulegum hlaut ég þrjá..... ég skirfa svo meira á morgunn.....
Klikkið á myndirnar til að fá texta.....
26.10.2011 Varð klúbmeistari í 6km "handikap" ...Þriðja árið í röð.....
... á fullri ferð í Escape...
Allt gekk eins og við var búist, en mikið skorti á vindinn, nánast logn - markmiðið var að klára án þess að velta og vera laust við óþarfa slys. Það var áherslupunktur kvöldsins í kvöld, þannig að ég reri Escape bátinum, fyrst og fremst á öruggan hátt. Öruggur róður hrök til í kvöld þó árangurinn hafi ekki verið sérlega góður, tíminn minn var 29,54 og ég kom inn í fimmta sæti, en ég fékk 967 stig, sem var nóg til að ég vinn 6km "handkap" árið 2011.
Ég get bara sagt að það hafi verið gaman og spennandi að taka þátt á þessu ári, ég réri aðeins 14 sinnum, 13 er lágmarkið til að eiga möguleika á heildar sigri. Þannig að ég gat ekki gert of mörg léleg úrslit. Á næsta ári finnst mér tími kominn á að félagið fái annan sigurvegara, ég mun að sjálfsögðu þátt en ekki til að vinna í heildina - ég myndi vilja sjá minn tímann minn koma undir 29 mínútur og það er í sjálfu sér verðugt verkefni.
Ég get bara sagt að það hafi verið gaman og spennandi að taka þátt á þessu ári, ég réri aðeins 14 sinnum, 13 er lágmarkið til að eiga möguleika á heildar sigri. Þannig að ég gat ekki gert of mörg léleg úrslit. Á næsta ári finnst mér tími kominn á að félagið fái annan sigurvegara, ég mun að sjálfsögðu þátt en ekki til að vinna í heildina - ég myndi vilja sjá minn tímann minn koma undir 29 mínútur og það er í sjálfu sér verðugt verkefni.
25.10.2011 6km "handkap" í síðasta sinn á morgunn.....
.... min hurtige Isbjørn
Nú eru innan við 24 tímar í start, síðasta sinn á þessu tímabili. Ég hef unnið þessa keppni síðastliðin 2 ár. Á þessum 2 árum hef ég bætt tímann minn á þessari 6km vegalengd um næstum 10 mínútur, minn besti tími í ár, 29.18 dugar í topp 5 frá upphafi. Í ár réri ég Ísbirninum, undir 30 mínútna múrinn, ekki margir ná að komast undir 30 mínúturnar.
Einsog alltaf óska ég eftir strekings vindi fyrir kvöldið á morgun......
Einsog alltaf óska ég eftir strekings vindi fyrir kvöldið á morgun......
23.10.2011 Helgin búin og bara 100km eftir
... vi holdt en lille pause jeg og Isbjørnen
Guð hvað ég var fegin að hafa róið 63km en ekki í dag. Markmið helgarinnar var að einungis skildi vanta 100km í nýja KLÚBMETIÐ - þessir 50km i dag dugðu til þess.
Sjálfur hef ég hugsað mikið um það og margir hafa spurgt, hversu miklu ég ætlaði að bæta við núverandi met, töluvert margir hafa stungið uppá 1km ! ! ! - tók því nú þannig að það myndi svekkja mest þann (regluvörð) sem á núverandi met. Fyrir mig skipti mál að finna tölu sem ég var sáttur við og helst tölu sem gaf einhverja ákveðna meiningu. Á þriðjudaginn þegar að ég var að róa fékk ég svo töluna í kollinn 5563km skyldi það vera, og afhverju ? ? ? Ja í talna heimum gefa 5563 töluna 1, þar sem 55 gefur 10 og 63 gefa 9, og 10 er 1 svo 1+9 standa eftir og gefa 10 sem svo er 1. Tallan 1 tilheyrir þeim sem hafa "viljastyrk, trúnna á sjálfa sig og eigin hugmyndir " nú er bara vika eftir og ég hef til kl. 14.00 á laugardag til að róa þá 100km sem eftir eru.
Sjálfur hef ég hugsað mikið um það og margir hafa spurgt, hversu miklu ég ætlaði að bæta við núverandi met, töluvert margir hafa stungið uppá 1km ! ! ! - tók því nú þannig að það myndi svekkja mest þann (regluvörð) sem á núverandi met. Fyrir mig skipti mál að finna tölu sem ég var sáttur við og helst tölu sem gaf einhverja ákveðna meiningu. Á þriðjudaginn þegar að ég var að róa fékk ég svo töluna í kollinn 5563km skyldi það vera, og afhverju ? ? ? Ja í talna heimum gefa 5563 töluna 1, þar sem 55 gefur 10 og 63 gefa 9, og 10 er 1 svo 1+9 standa eftir og gefa 10 sem svo er 1. Tallan 1 tilheyrir þeim sem hafa "viljastyrk, trúnna á sjálfa sig og eigin hugmyndir " nú er bara vika eftir og ég hef til kl. 14.00 á laugardag til að róa þá 100km sem eftir eru.
22.10.2011 Helgarprógrammið hálfnað....
Lítill vindur, heiður himin og sól ásamt góðu skapi keyrðu daginn í gegn, markmið dagsins var að komast uppí 50km. Með því að byrja snemma var það um hádegisbil að ég var búinn með 2 x 21km og þá var tími til að halda smá pásu. Í pásunni fór ég heim og borðaði "tropískann" havragraut - þar sem við áttum engar rúsínur, fékk kærastan mín Lene þá hugmynd að sneiða banana útí grautinn og krydda með fljótandi Akacie hunangi. Þar fékk havragrautur með rúsínum alvöru samkeppni..... eftir að hafa hvílt mig í smá stund keyrði ég niður í kajakklúb og réir 1 stk. 21km til, þetta var nóg til þess að dagurinn endaði í 63km, nokkuð sem ég er virkilega sáttur við.
Það voru ekki svo margir úti að róa í dag einungis 6, af þessum 6 réru 4 í Sjókajak ! ! !
Það voru ekki svo margir úti að róa í dag einungis 6, af þessum 6 réru 4 í Sjókajak ! ! !
19.10.2011 Stórsigur hjá kallinum í 6km "Handikap" í kvöld
Með blöndu af nánast engum vind og svo sterkum blæstri inná milli, gat brugðið til beggja vona varðandi aðstæður í kvöld. Mín von var að það myndi blása upp - Tom minn helsti keppinautur var sendur af stað 6mín á undan mér í frekar rólegum vestan vindi þegar svo ég var ræstur, blés upp með það sama og vindurinn snéri sér í n-vest sem þýddi þokkalegasta mótvind. Verst var að Tom hafði fengið 6 mínútur í nánast engum vindi, hversu langt var hann þá ekki kominn. Strax eftir ræsingu var ég kominn með bátinn á fljúgandi siglingu, vindur og öldur höfðu ekkert að segja og ég öslaði áfram. Í síðustu viku komu Christian og Esben uppað mér eftir einungis 1500m - svo þeim gat ég átt von á hvenær sem var, ég hafði hinsvegar sett mér það sem markmið að þeir ekki væru búnir að ná mér fyrir snúninginn eftir 3km svo það var ekki um annað að ræða en að halda hraðanum sjá hvernig færi. Smám saman hafði ég róið frammúr öllum þeim sem höfðu startað á undan mér - við snúninginn sá ég svo að Tom var einungis 300m fyrir framan sem sá síðasti af þeim sem höfðu verið ræstir á undan mér. Þeir félagar Christian og Esben voru svo um 150m fyrir aftan mig í snúningnum, því hélt ég áfram á fullri ferð, nú undan vindi og á fyrsta km var ég kominn frammúr Tom. Ákvað að róa tempó næsta km og sjá til med Christian og Esben, með 1 km eftir í mark var ég enn sóló, svo ég jók hraðann frammað brúnni, þar var ég enn einn og með bara 300m í mark setti ég restina inn. Endirinn varð sá að ég kom 19 sek á undan Esben í mark, lang fyrstur sem þýddi að ég fékk 1000 stig ! ! !
" i blæst er jeg bedst " segi ég við danina sem skilja ekkert í því hvernig ég get róið svona hratt í svona miklum mótvindi - nú leiði ég keppnina með 986 stiga mögulegt meðaltal og Tom er eftir kvöldið með mögulegt meðaltal uppá 977 stig, ein keppni eftir !
" i blæst er jeg bedst " segi ég við danina sem skilja ekkert í því hvernig ég get róið svona hratt í svona miklum mótvindi - nú leiði ég keppnina með 986 stiga mögulegt meðaltal og Tom er eftir kvöldið með mögulegt meðaltal uppá 977 stig, ein keppni eftir !
Úrslit kvöldsins.....
16.10.2011 2 x 50km helgi - annar réttur en hinn rangur ! ! !
....löglega staðsettur við Sønderborg Roklub.....
Frábær helgi með 100km ! ! !
Klúðraði öðrum 50km í "langtúrs" statistíkinni - "langtur" skal vera yfir 50km, maður skal vera "selvforsynet" og má ekki róa marga smá túra út frá sama stað. Eftir að hafa startað í klúbbnum á laugardag og svo komið þar við, hvílst, matast, skift um föt og hvílt mig. Fékk ég meil frá einum í klúbbnum kl. 23.28 í gærkveldi, um að ég hefði komið við í klúbbnum, matast, skift um föt og hvílt mig - nokkuð sem ég ekki á nokkurn hátt reyndi að fela fyrir neinum af þeim sem voru í klúbbnum á þessum tímapunkti. Regluvörðurinn var ekki í klúbbnum, hvorki þegar að ég lagði af stað - ekki þegar að ég kom við í klúbbnum - ekki heldur þegar að ég kláraði ! ! ! Áhugi sumra á því að ég geri nú hlutina rétt á sér engin takmörk..... auðvitað vil ég gera hlutina rétt og fara að öllum þeim reglum sem fyrir finnast varðandi það sem ég tek mér fyrir hendur.
Sunnudagurinn fór því í það að leiðrétta laugardaginn, byrjaði 13km frá klúbbhúsinu, réri síðan 44km og áði síðan 200m frá okkar klúb, við Sønderborg Roklub og réri síðan eftir pásuna restina - já rétt skal vera rétt. Fyrir þessa helgi hafði ég um 700km forskot á næsta mann í þessari "langturs" statistik svo ekkert var í húfi fyrir einn eða neinn varðandi lokaniðurstöðuna - já lífið er stundum til að brosa að ! ! !
Eftir þessa helgi er ég kominn í 5250km og því vantar mig 305km til að koma kílómetrametinu af herðum "regluvarðarins" - verður léttir fyrir klúbbinn og ekki minnst varðhundinn sjálfann - hef fram til 31. október, sem gerir í dag 20,3km á dag..... ætti að hafast létt.
Klúðraði öðrum 50km í "langtúrs" statistíkinni - "langtur" skal vera yfir 50km, maður skal vera "selvforsynet" og má ekki róa marga smá túra út frá sama stað. Eftir að hafa startað í klúbbnum á laugardag og svo komið þar við, hvílst, matast, skift um föt og hvílt mig. Fékk ég meil frá einum í klúbbnum kl. 23.28 í gærkveldi, um að ég hefði komið við í klúbbnum, matast, skift um föt og hvílt mig - nokkuð sem ég ekki á nokkurn hátt reyndi að fela fyrir neinum af þeim sem voru í klúbbnum á þessum tímapunkti. Regluvörðurinn var ekki í klúbbnum, hvorki þegar að ég lagði af stað - ekki þegar að ég kom við í klúbbnum - ekki heldur þegar að ég kláraði ! ! ! Áhugi sumra á því að ég geri nú hlutina rétt á sér engin takmörk..... auðvitað vil ég gera hlutina rétt og fara að öllum þeim reglum sem fyrir finnast varðandi það sem ég tek mér fyrir hendur.
Sunnudagurinn fór því í það að leiðrétta laugardaginn, byrjaði 13km frá klúbbhúsinu, réri síðan 44km og áði síðan 200m frá okkar klúb, við Sønderborg Roklub og réri síðan eftir pásuna restina - já rétt skal vera rétt. Fyrir þessa helgi hafði ég um 700km forskot á næsta mann í þessari "langturs" statistik svo ekkert var í húfi fyrir einn eða neinn varðandi lokaniðurstöðuna - já lífið er stundum til að brosa að ! ! !
Eftir þessa helgi er ég kominn í 5250km og því vantar mig 305km til að koma kílómetrametinu af herðum "regluvarðarins" - verður léttir fyrir klúbbinn og ekki minnst varðhundinn sjálfann - hef fram til 31. október, sem gerir í dag 20,3km á dag..... ætti að hafast létt.
12.09.2011 6km "handikap" keppni púúúhhhhhaaaaa....
Frá upphafi vissi ég að þetta yrði ekki stórt kvöld fyrir mig, leið ekki vel og var þreyttur, því valdi ég ekki að róa neitt fyrir startið. Venjulega er ég búin að róa 12-20km fyrir start, ég hafði rétt fyrir mér mig vantaði orku, það var augljóst - Christian og Esben voru auðveldlega komnir upp að mér eftir aðeins 2km! ! ! - Síðastu 500m til að snúningnum náði ég að fylgja þeim. Í snúningnum var ég ekki nógu ákveðinn í að nýta mér möguleikan á að fylgja þeim. Þeir réru því frá mér og ekkert annað í stöðunni en að berjast einn, Tom minn helsti keppinautur var í burtu að þessum tímapunkti, enda leggur hann 6 mínútum á undan mér af stað. Það skipti öllu ekki að missa Tom á undan mér í mark, ég barðist af öllum mætti sem ég VARÐ að komast upp að Tom - loks á allra síðustu stundu tókst það ég en þá voru einungis 10m að endalínu ! ! ! - Sem betur fer Það var nóg svo ég fékk 942 stig og Tom fékk 940 stig, Esben sigraði Christian. Nú leiði ég keppnina með "mögulegt" meðaltal uppá 986 stig og Tom er með "mögulegt" meðaltal uppá 984,6 stig - þetta er tæpt og verðurbarátta til síðasta móts
09.10.2011 >500km eftir í nýtt klúbmet
... snemma morguns å Alssund
Í gær var stuttur dagur með ekki svo marga km, en þá verður maður að spýta í lófana og nýta vel daginn eftir. Það var einnig meiningin með því að taka það svolítið létt í gær. Góð tilfinning fylgdi mér allan daginn - það er gott að það styttist í síðustu kílómetrana af þessari mettilraun.
Byrjaði frá kajak klúbnum - sem er til húsa á "Verdens Ende" nr.10, já Sønderborg er borg þar sem "Heimsendi" einungis er 1km frá miðbænum - Beat that ! ! ! ... ég réri uppað Sottrupskov, 6,5 km í burtu, þar sem kærastan mín Lene, setja bátinn hennar "Swan" á flot og við rérum 9km saman, svo héltég "sóló" áfram með Marathon róðurinn minn. Eins og lofað hafði verið af DMI (dönsku veðurstofunni) tók að blása meir í kringum kl. 12:00, þannig að ég hélt mig á 4km lognpolli þar sem ég fann gott skjól fyrir vindinum. Í aðeins lengri róðrum einsog þessum, ég hugsa mjög oft um mat - hvað á ég að borða þegar ég er búin - það er svolítið misjafnt hvað birtist í höfðinu á mér, í dag það var HAFRAGRAUTUR með rúsínum. Gegnum lífið hef ég án efa borðað fleiri tonn af HAFRAGRAUT, enn sem komið er ég veit ekki um neitt sem nær að slá HAFRAGRAUTINN, sem fullkomna næringu, fyrir eða eftir annað hvort æfingu eða keppni, og ég verð aldrei þreyttur á að borða HAFRAGRAUT - en fyrst ég þurfti að ljúka róðrinum, til að komast að kræsingunum, áætlun mín var að róa Marathon, í kringum 15:00 hafði ég klárað róðurinn, og hálftíma síðar sat ég fyrir framan stóra skál af HAFRAGRAUT með Jumbó rúsínum...... og 42km Marathon var komið í hús.
Eins og það lítur út núna fyrir komandi viku, þá mun blása með 2-stafa tölu, frammá fimmtudag, ég vona að þetta haldi frammá miðvikudag þegar að hin vikulega 6km "handikap" keppni fer fram.... "en þegar að blæs sem mest, gengur mér best"
SETTI INN MYNDIR FRÁ DEGINUM Í DAG UNDIR "BILLEDER"......
Byrjaði frá kajak klúbnum - sem er til húsa á "Verdens Ende" nr.10, já Sønderborg er borg þar sem "Heimsendi" einungis er 1km frá miðbænum - Beat that ! ! ! ... ég réri uppað Sottrupskov, 6,5 km í burtu, þar sem kærastan mín Lene, setja bátinn hennar "Swan" á flot og við rérum 9km saman, svo héltég "sóló" áfram með Marathon róðurinn minn. Eins og lofað hafði verið af DMI (dönsku veðurstofunni) tók að blása meir í kringum kl. 12:00, þannig að ég hélt mig á 4km lognpolli þar sem ég fann gott skjól fyrir vindinum. Í aðeins lengri róðrum einsog þessum, ég hugsa mjög oft um mat - hvað á ég að borða þegar ég er búin - það er svolítið misjafnt hvað birtist í höfðinu á mér, í dag það var HAFRAGRAUTUR með rúsínum. Gegnum lífið hef ég án efa borðað fleiri tonn af HAFRAGRAUT, enn sem komið er ég veit ekki um neitt sem nær að slá HAFRAGRAUTINN, sem fullkomna næringu, fyrir eða eftir annað hvort æfingu eða keppni, og ég verð aldrei þreyttur á að borða HAFRAGRAUT - en fyrst ég þurfti að ljúka róðrinum, til að komast að kræsingunum, áætlun mín var að róa Marathon, í kringum 15:00 hafði ég klárað róðurinn, og hálftíma síðar sat ég fyrir framan stóra skál af HAFRAGRAUT með Jumbó rúsínum...... og 42km Marathon var komið í hús.
Eins og það lítur út núna fyrir komandi viku, þá mun blása með 2-stafa tölu, frammá fimmtudag, ég vona að þetta haldi frammá miðvikudag þegar að hin vikulega 6km "handikap" keppni fer fram.... "en þegar að blæs sem mest, gengur mér best"
SETTI INN MYNDIR FRÁ DEGINUM Í DAG UNDIR "BILLEDER"......
07.10.2011 ..... náði 5000km í dag ! ! !
Það var yndisleg tilfinning að ná 5000km takmarkinu, nokkuð sem ég hef beðið eftir í töluverðan tíma þeir 555km sem nú vantar uppá klúbmetið, hef ég restina af október til að ná í.
05.10.2011 .... mikilvægur SIGUR í kvöld
... 6km "handikap" tekið á fullri ferð
Bullandi blástur frá suð-vest, gerði gæfumuninn í kvöld, náði góðum hraða uppað bauju, eftir að hafa snúið við. Tók öflugur mótvindurinn við, barðist af fullri hörku gegn því sem uppá var boðið. Þar sem ég hafði "hæfilegt" forskot í snúningnum en ekki meira en svo. Vissi ég að þetta gæti orðið knapt, tók fljótlega frammúr Tom, sem er mín helsta ógn, til að ná 1000 stigum þýddi ekkert að gefa eftir, enda vissi ég að tveir ferskir K1 ræðarar voru á hælunum á mér. Það tókst að halda þeim þar og ég kom yfir marklínuna rúmlega 10 sekúndum á undan þeim. Nú leiði ég keppnina en einungis með smá mun svo allt getur gerst enn..... kenning mín frá því í gær, um aukinn stöðugleika stóðst prófið, þrátt fyrir töluverðar hliðaröldur átti ég ekki í neinum vandræðum með jafnvægið.
Staðan eftir kvöldið....
04.10.2011 >600km tilbage og 6km RACE i morgen
... frá "handikap" fyrr í sumar
Eftir frábæra keppnishelgi í Þýskalandi, ræ ég nú í hæsta gír eftir þeim 599km sem mig vantar uppá að slá klúbbmetið. Þrátt fyrir töluverðan vestan blástur uppá 10-15m/sek, gengur vel at halda dampi. Þessi vindátt gerir mér og kleift að stunda alvöru hliðaröldu æfingar. Nokkuð sem er afgerandi gott að hafa vald á, í dag fannst mér ég virkilega ná að flytja mig og náði meira valdi á hliðaröldunum en ég hef hingað til státað af. Ekki þarf að bíða lengi með að sannreyna þessa kenningu mína um framfarir því að á morgun fer fram okkar vikulega 6km "handikap" race. Nú blæs "byrlega" fyrir kallinn, loforð veðurstofunnar hljómar uppá 12-15m/sek s-vestanátt.... nú er að bíða spenntur og sjá hvort það rætist.....
01.10.2011 Frábært fyrsta sæti í Þýskalandi....
First place in Germany
Því miður var ekki internet, eins og heitið hafði verið á hótelinu okkar í gegnum síma var netið heldur ekki valkostur .... svo "engin uppfærsla" í gær .... sorrý.
En það gekk mjög vel, við fundum leiðina til að Schleswig kajak klúbbnum, án meiri háttar vandræða. Eins lofað hafði verið hófst keppnin stundvíslega kl. 11,00. Allir starta á sömu sekúndunni og án mikilla vandræða var Ég búin að koma mér fyrir í góðri stöðu ansi fljótt. Fjöldi þátttakenda var aðeins færri miðað við síðasta ár, en á þessu ári var sjókajak flokkurinn sá fjölmennasti. Eitthvað sem ég og svo margir aðrir vita, að við erum að upplifa oftar og oftar í komandi framtíð. Enginn af keppinautum mínum gat fylgt mér eftir frá byrjun, þannig að ég var í bardaga við K1 bátana og hröðustu "tur" kajakana alla keppnina. Eftir um 3km vorum við einir að róa saman ég og einn þýskur K1 bátur, ég "hékk" á honum að snúningnum og hann "hékk" svo á mér tilbaka. Þetta gerði það að verkum að við komum báðir inn á mjög góðum tíma. Minn tími í sjókajak hafði aldrei sést áður, það var auðvitað frábært fyrir mig og ísbjörn minn að upplifa slíkt. Niðurstöðurnar eru ekki á netinu ennþá, en ég kom í heildina í mark einhversstaðar í kringum 8-11 sæti. Eftir keppni og verðlauna afhendingu - þar sem við allir frá Team Sønderborg unnum til verðlauna ..... Super gott! ! ! ...... réru við smá túr, á Slien ég og kærastan mín Lene, þar sem hún réri á nýja sjó kajaknum sínum "Svaninum"
En það gekk mjög vel, við fundum leiðina til að Schleswig kajak klúbbnum, án meiri háttar vandræða. Eins lofað hafði verið hófst keppnin stundvíslega kl. 11,00. Allir starta á sömu sekúndunni og án mikilla vandræða var Ég búin að koma mér fyrir í góðri stöðu ansi fljótt. Fjöldi þátttakenda var aðeins færri miðað við síðasta ár, en á þessu ári var sjókajak flokkurinn sá fjölmennasti. Eitthvað sem ég og svo margir aðrir vita, að við erum að upplifa oftar og oftar í komandi framtíð. Enginn af keppinautum mínum gat fylgt mér eftir frá byrjun, þannig að ég var í bardaga við K1 bátana og hröðustu "tur" kajakana alla keppnina. Eftir um 3km vorum við einir að róa saman ég og einn þýskur K1 bátur, ég "hékk" á honum að snúningnum og hann "hékk" svo á mér tilbaka. Þetta gerði það að verkum að við komum báðir inn á mjög góðum tíma. Minn tími í sjókajak hafði aldrei sést áður, það var auðvitað frábært fyrir mig og ísbjörn minn að upplifa slíkt. Niðurstöðurnar eru ekki á netinu ennþá, en ég kom í heildina í mark einhversstaðar í kringum 8-11 sæti. Eftir keppni og verðlauna afhendingu - þar sem við allir frá Team Sønderborg unnum til verðlauna ..... Super gott! ! ! ...... réru við smá túr, á Slien ég og kærastan mín Lene, þar sem hún réri á nýja sjó kajaknum sínum "Svaninum"
Klikkið á myndir til að sjá texta.....
30.09.2011 Keppnisdagur á morgun.....
Tyskland here we come...
Slien kajakkeppnin fer fram á morgun, 10km kajaksprettur haldin í bænum Shlei í Schleswig. Þjóðverjar eru duglegir við að róa sjókajak, enda er sjókajakflokkurinn sá fjölmennasti í þessari annars "litlu" keppni. Árið 2010 keppti ég í fyrsta sinn í þessari keppni og hafði sigur í sjókajakflokknum, mæti að sjálfsögðu með væntingar um ekki lakari árangur í ár. Kynningarefni og þátttakendalistinn fyrir keppnina lítur annars svona úr: https://docs.google.com/viewer?a=v&pid=gmail&attid=0.1&thid=132b70561089dc4c&mt=application/msword&url=https://mail.google.com/mail/?ui%3D2%26ik%3D184903e962%26view%3Datt%26th%3D132b70561089dc4c%26attid%3D0.1%26disp%3Dsafe%26zw&sig=AHIEtbR-EHwtOlBHmZUu6KD67rXOnB-9Mw&pli=1
28.09.2011 >700km eftir, nýr besti tími á 6km vegalengdinni.... 29.18min ! ! !
Escape RACE-GRÆJA kvöldsins....
Nú er það ég sem á þriðja besta tímann frá upphafi á 6km vegalengdinni, tíminn var 29.29min en ég kom inn á 29.18min. Eitt af markmiðum tímabilsins er í hús ! ! ! .... því miður dugði það þó aðeins til þriðja sætis. Tom sem er minn helsti keppinautur, vonast eftir verra veðri í næstu keppnum en þá er það ég sem er á heimavelli, þar sem Tom er ávallt bestur í logninu.
Réri annars ekki mikið í dag, setti upp lampa fyrir utan bátageymsluna, dagurinn gaf einungis 10km ! ! ! .... en ég er vel á undan áætlun og kvíði ekki framhaldinu, gagnvart kílometrametinu.
Réri annars ekki mikið í dag, setti upp lampa fyrir utan bátageymsluna, dagurinn gaf einungis 10km ! ! ! .... en ég er vel á undan áætlun og kvíði ekki framhaldinu, gagnvart kílometrametinu.
Staðan eftir kvöldið....
27.09.2011 Staðan í 6km Handikap 2011.... þegar 5 keppnir eru eftir
Þegar einungis fimm keppnir eru eftir lítur staðan svona út, ég hef tekið út 8 bestu árangrana á meðal þeirra sem hafa tækifæri til að ljúka við 13 keppnir á tímabilinu með gildandi árangri. Þú verður að hafa 13 úrslit til að eiga möguleika á að vinna. Í þeim 5 keppnu sem eftir eru hafa allir jafna möguleika á að vinna, svo ég hef gefið 1000 stig til allra, til að sýna hvað hæsta mögulega meðaltal fyrir hvern og einn gæti orðið.
Tom og ég höfum hæstu meðaltölin enn sem komið er, en allir hinir, geta "auðveldlega" að breytt þeirri stöðu með því að ná betri árangri en við í þeim keppnum sem eftir eru ...... allt er enn opið .....
Tom og ég höfum hæstu meðaltölin enn sem komið er, en allir hinir, geta "auðveldlega" að breytt þeirri stöðu með því að ná betri árangri en við í þeim keppnum sem eftir eru ...... allt er enn opið .....
25.09.2011 Haust.....
... í haustsól á Alssundinu
Vika með ekki of mörgum kílómetrum er liðin, en ég safnaði nægilega mörgum kílómetrum til að halda "km" áætlun gagnvart hinu nýja klúbb meti. Síðustu dagar vikunnar hafa gefið okkur gott veður til tilbreytingar, eitthvað sem var virkilega þörf á.
Í gær var ég og kærastan mín Lene mín í Kolding. Kajakverslunin "Kajakgaarden", var með eintak af Tahe Marine Reval Mini kajak til sölu og Lene vildi reyna fleyið. Við höfðum í Lillebælt Blå Bånd mótinu, hitt tvo bræður sem mæltu mikið með þessum kajak, fyrir Lene. Að prufa kajakinn sannfærði okkur algerlega svo á föstudaginn, mun nýji kajakinn verða sóttur af nýjum eiganda sínum sem er Lene mín. Í dag við fengum við okkur smá rótúr saman á fallegum morgni á Alssundinu. Sjálfur átti ég í gær mjög gagnlegar samræður við kajak söluaðila Naestved, þar sem við ræddum muninn á Seabird Designs, H20 og North Sea kajökunum. Fram til þess hefur H2O verið sá kajak sem mig langar til að gera tilraun til að róa hringinn í kringum Danmörk í árið 2012. Uppá síðkastið hef ég hinsvegar verið að hugsa meira og meira um North Sea kajakinn sem besta kost. Nú er ég held að North Sea sé líklega sá sem er best hentar fyrir ferðina, miðað við reynslu mína frá í ár. En báðir bátarnir verða prófaði áður en það verður tekið ákvörðun .....
Í gær var ég og kærastan mín Lene mín í Kolding. Kajakverslunin "Kajakgaarden", var með eintak af Tahe Marine Reval Mini kajak til sölu og Lene vildi reyna fleyið. Við höfðum í Lillebælt Blå Bånd mótinu, hitt tvo bræður sem mæltu mikið með þessum kajak, fyrir Lene. Að prufa kajakinn sannfærði okkur algerlega svo á föstudaginn, mun nýji kajakinn verða sóttur af nýjum eiganda sínum sem er Lene mín. Í dag við fengum við okkur smá rótúr saman á fallegum morgni á Alssundinu. Sjálfur átti ég í gær mjög gagnlegar samræður við kajak söluaðila Naestved, þar sem við ræddum muninn á Seabird Designs, H20 og North Sea kajökunum. Fram til þess hefur H2O verið sá kajak sem mig langar til að gera tilraun til að róa hringinn í kringum Danmörk í árið 2012. Uppá síðkastið hef ég hinsvegar verið að hugsa meira og meira um North Sea kajakinn sem besta kost. Nú er ég held að North Sea sé líklega sá sem er best hentar fyrir ferðina, miðað við reynslu mína frá í ár. En báðir bátarnir verða prófaði áður en það verður tekið ákvörðun .....
21.09.2011 Góður sigur í 6km "handikap" keppninni....
Loksins kom mótvindurinn sem ég hafði beðið svo lengi eftir, kraftur minn og úthald njóta sín best við erfiðar aðstæður. Sökum þessa áttu mótherjar kvöldsins ekki mikla möguleika og ég kom í mark með langbesta tíma kvöldsins, 30,27 ca. eina mínútu frá mínum besta tíma, annar var Christian með 30,39 og Claus, þriðji með 31,06 - báðir róa fisléttum K1 kajökum.
Í kvöld réri ég Escape, þar sem mig enn vantar betra sæti og fótspark í Ísbjörninn til að virkilega finna mig í honum í samræmi við Escape kajakinn. Innan skams mun ég birta raunverulega stöðu í 6km "handikap" keppninni þegar einungis 5 keppnir eru eftir á þessu tímabili. Síðastliðin tvö ár hef ég unnið þessa keppni, fæsti áttu von á að ég myndi sína klærnar í ár en kíkjum á stöðuna innan skams....
Í kvöld réri ég Escape, þar sem mig enn vantar betra sæti og fótspark í Ísbjörninn til að virkilega finna mig í honum í samræmi við Escape kajakinn. Innan skams mun ég birta raunverulega stöðu í 6km "handikap" keppninni þegar einungis 5 keppnir eru eftir á þessu tímabili. Síðastliðin tvö ár hef ég unnið þessa keppni, fæsti áttu von á að ég myndi sína klærnar í ár en kíkjum á stöðuna innan skams....
18.09.2011 >900km eftir - tvær vikur i Slien keppnina í Þýskalandi
Einn og einn í einu koma þeir rúllandi inná kílómetra reikninginn minn, nú finn ég fyrir því að þetta er að verða svolítið einsog "skylda" að halda áfram eftir að róa eftir því sem uppá vantar til að ná metinu. Keppnistímabilið er við það að enda, vikulega "handikap" keppnin okkar er enn í gangi, alla miðvikudaga erum við 10-20 meðlimir frá SKK, sem taka 6km orustu saman. Ég er enn í góðri stöðu til að vinna í þriðja árið í röð.
Eftir tvær vikur, mun ég taka þátt í Schlei maraþon keppninni sem haldin er í Þýskalandi, þægilegur endir á tímabilinu, Schlei keppnin er aðeins 10km löng og tekin á fullri inngjöf alla leið í Ísbirninum mínum. Síðasta ár vann ég sjókajak flokkinn, stefni eindregið að sömu niðurstöðu í ár.
Eftir tvær vikur, mun ég taka þátt í Schlei maraþon keppninni sem haldin er í Þýskalandi, þægilegur endir á tímabilinu, Schlei keppnin er aðeins 10km löng og tekin á fullri inngjöf alla leið í Ísbirninum mínum. Síðasta ár vann ég sjókajak flokkinn, stefni eindregið að sömu niðurstöðu í ár.
15.09.2011 >1000 km eftir ! ! ! ! !
Loksins loksins er ekki 4ra stafa tala eftir upp að klúbmetinu, þar sem ég í dag komst yfir 4555km, nokkuð sem mig hefur hlakkað til í langan tíma. Isbjörninn er líka kominn yfir 3000km múrinn. Ég hef tíma fram til 31.10 til að ná restinni, der skal planlægges að sjálfsögðu er ég meira en lítið sannfærður um að það muni takast.
Í kvöld rérum við svo okkar vikulegu 6km "handikap" keppni, gekk langt frá að óskum í kvöld, en ég fékk einungis 960 stig en allt yfir 950 stig er nothæft svo þetta var ekki alslæmt.
Í kvöld rérum við svo okkar vikulegu 6km "handikap" keppni, gekk langt frá að óskum í kvöld, en ég fékk einungis 960 stig en allt yfir 950 stig er nothæft svo þetta var ekki alslæmt.
11.09.2011 Úrslita dagur
ég, Michael og Frode
Eftir góðan kvöldmat um laugardagskvöldið og að loknum ágætis nætursvefni á Sølyst School, vöknuðum við kl. 5:00 um morguninn. Pakkað var í hvelli og við tók morgunmatur af þeirri stærðargráðu sem gæti tekist á við viðfangsefni dagsins.
Ég byrjaði svo með því hita vel upp og áður en ég vissi hafði ég róið í það minnsta kosti 5-6km, nú ég var tilbúinn að gefa vel í frá upphafi. Bang og við vorum ræst með hvelli, Michael byrjaði sem illviðráðanleg vindhviða, en ég fylgdi honum eftir frá fyrsta meter. Jess..... mikið betri byrjun en í gær, hugsaði ég ..... en gleðin stóð stutt, eftir 40-50m var stýrið, sem ég vel hafði tekið í gegn og skoðað vel og vandlega síðastliðinn föstudag...... AAARRRRGGGGG ....... það var ekkert annað fyrir mig að gera en að snúa til baka. Í hátölurunum glumdi í startaranum "Nooh.... og einn af bátum hefur sagt skilið við keppnina "..... nú var spennandi að sjá hvort kærastan Lene mín var á bak og burt eða ekki, án hennar ég hafði ekki nein verkfæri .... sem betur fer var Lene enn til staðar og um leið og ég sá hana hrópaði ég "skrúfjárn .... skrúfjárn ..." snjöll eins og hún nú er, vissi hún strax hvað var að. Þegar ég kom að landi, var hún tilbúin með skrúfjárn og töng. Réri eftir viðgerðina réri ég að ráslínunni og sagði "nú reynum við aftur" - "Þú verður ekki lengi að ná þeim " svaraði þulurinn. Þegar ég fór yfir ráslínuna í annað sinn höfðu keppinautarnir fengið að minnsta kosti 8-10 mínútu forskot á mig.
Frá laugardeginum, hafði ég 18 mínútur í forskot á Frode frá Noregi sem var í þriðja sætinu, ef Frode og Michael svo myndu vinna saman var mögulegt að Frode næði að minnka forskotið enn meir. Svo ég réri allt hvað ég gat, einn af öðrum réri ég uppi aðra keppendur, en svo kom að því er mér fannst langur kafli þar sem ég réri ekki framúr neinum. Loksins byrjaði ég að taka eftir loftbólum á vatnsfletinum er skýr vísbending um að ég nú nálgaðist aðra báta, eftir rúmlega 10km frá ráslínu ég fór ég svo frammúr Frode. Það var á þessari stundu ljóst að ég myndi ekki vera fær að vinna upp að minnsta kosti þær 10 mínútur Michael hafði fengið á mig, vegna stýrisbilunarinnar, þar sem við róum næstum jafn hratt. Smá vonbrigði voru það auðvitað að vera í þessari stöðu svona snemma í keppninni, ég þurfti að viðurkenna að á þessu ári það myndi ég aftur "aðeins" verða í öðru sæti.
Það er hinsvegar ekki minn stíll að taka þátt í keppnum til að slaka á, svo ég hélt áfram að halda góðu skriði, ein af markmiðum mínum fyrir keppnina var að koma aftur til Sønderborg Kajak Klúb með besta tímann á 120km vegalengdinni. Eitthvað sem mér finnst hæfa frábærlega vel sjó kajak einsog Ísbirninum mínum. Þau plön fór á þá leið að Claus Johansen, kom í mark á K1 bátnum sínum, á tímanum 9.57.33 en minn tími var 9.57,55 þrátt fyrir viðgerðir, svo ég get vel við unað, hefði ég náð að fylgja Michael eftir á þeim hraða sem við rérum á deginum áður hefði minn tími verið líkt og Michaels 9.44+. Á leiðinni til Randers, stúderaði ég róðrarstíl þeirra sem réru framúr mér í 2ja manna-bátunum, hröðustu keppendurnir í K1 kajak keppninni tóku líka framúr mér, það voru margir mismunandi stílar að líta á. Ég reyndi líka að breyta stíl mínum í samræmi við það sem ég sá og upplifði gríðarstóran mismun, já þú þarft að nota þau tækifæri sem þú færð að bæta þig og reyna í leiðinni að læra af þeim bestu er þeir róa hjá.
Í öllum hléum var Lene ástin mín var tilbúinn með nýtt sett af þurrum fötum, nóg að eta og drekka, veitingar voru í topp alla helgina ... þakka þér mín kæra. Það var mjög gott að koma til Randers og vera búin að klára í keppnina, þetta hafði ekki gengið eins og ég bjóst við eða vonaðist eftir, en svona er "keppni" margt óvænt getur gerst í "keppni", alltaf er hægt að læra af mistökum og þú heldur áfram að læra svo lengi sem þú heldur áfram að taka þátt. Það er alltaf eitthvað sem hægt er að gera betur, hef ég fengið margar góðar hugmyndir og ábendingar um endurbætur á Ísbirninum mínum. Ég hef líka hitt helling af fólki sem ég þekkti nú fyrir, og auðvitað suma sem ég hafði aldrei hitt áður. Loksins hitti ég Auði Rafnsdóttur, hörkukajakkonu sem ég hafði séð á þátttakendalistum hér og þar í Danmörku, við áttum gott spjall saman, Auður hafði tekið þátt á 2ja manna bát. Ég hlakka til að hitta allt þetta fólk aftur síðar......
Ég byrjaði svo með því hita vel upp og áður en ég vissi hafði ég róið í það minnsta kosti 5-6km, nú ég var tilbúinn að gefa vel í frá upphafi. Bang og við vorum ræst með hvelli, Michael byrjaði sem illviðráðanleg vindhviða, en ég fylgdi honum eftir frá fyrsta meter. Jess..... mikið betri byrjun en í gær, hugsaði ég ..... en gleðin stóð stutt, eftir 40-50m var stýrið, sem ég vel hafði tekið í gegn og skoðað vel og vandlega síðastliðinn föstudag...... AAARRRRGGGGG ....... það var ekkert annað fyrir mig að gera en að snúa til baka. Í hátölurunum glumdi í startaranum "Nooh.... og einn af bátum hefur sagt skilið við keppnina "..... nú var spennandi að sjá hvort kærastan Lene mín var á bak og burt eða ekki, án hennar ég hafði ekki nein verkfæri .... sem betur fer var Lene enn til staðar og um leið og ég sá hana hrópaði ég "skrúfjárn .... skrúfjárn ..." snjöll eins og hún nú er, vissi hún strax hvað var að. Þegar ég kom að landi, var hún tilbúin með skrúfjárn og töng. Réri eftir viðgerðina réri ég að ráslínunni og sagði "nú reynum við aftur" - "Þú verður ekki lengi að ná þeim " svaraði þulurinn. Þegar ég fór yfir ráslínuna í annað sinn höfðu keppinautarnir fengið að minnsta kosti 8-10 mínútu forskot á mig.
Frá laugardeginum, hafði ég 18 mínútur í forskot á Frode frá Noregi sem var í þriðja sætinu, ef Frode og Michael svo myndu vinna saman var mögulegt að Frode næði að minnka forskotið enn meir. Svo ég réri allt hvað ég gat, einn af öðrum réri ég uppi aðra keppendur, en svo kom að því er mér fannst langur kafli þar sem ég réri ekki framúr neinum. Loksins byrjaði ég að taka eftir loftbólum á vatnsfletinum er skýr vísbending um að ég nú nálgaðist aðra báta, eftir rúmlega 10km frá ráslínu ég fór ég svo frammúr Frode. Það var á þessari stundu ljóst að ég myndi ekki vera fær að vinna upp að minnsta kosti þær 10 mínútur Michael hafði fengið á mig, vegna stýrisbilunarinnar, þar sem við róum næstum jafn hratt. Smá vonbrigði voru það auðvitað að vera í þessari stöðu svona snemma í keppninni, ég þurfti að viðurkenna að á þessu ári það myndi ég aftur "aðeins" verða í öðru sæti.
Það er hinsvegar ekki minn stíll að taka þátt í keppnum til að slaka á, svo ég hélt áfram að halda góðu skriði, ein af markmiðum mínum fyrir keppnina var að koma aftur til Sønderborg Kajak Klúb með besta tímann á 120km vegalengdinni. Eitthvað sem mér finnst hæfa frábærlega vel sjó kajak einsog Ísbirninum mínum. Þau plön fór á þá leið að Claus Johansen, kom í mark á K1 bátnum sínum, á tímanum 9.57.33 en minn tími var 9.57,55 þrátt fyrir viðgerðir, svo ég get vel við unað, hefði ég náð að fylgja Michael eftir á þeim hraða sem við rérum á deginum áður hefði minn tími verið líkt og Michaels 9.44+. Á leiðinni til Randers, stúderaði ég róðrarstíl þeirra sem réru framúr mér í 2ja manna-bátunum, hröðustu keppendurnir í K1 kajak keppninni tóku líka framúr mér, það voru margir mismunandi stílar að líta á. Ég reyndi líka að breyta stíl mínum í samræmi við það sem ég sá og upplifði gríðarstóran mismun, já þú þarft að nota þau tækifæri sem þú færð að bæta þig og reyna í leiðinni að læra af þeim bestu er þeir róa hjá.
Í öllum hléum var Lene ástin mín var tilbúinn með nýtt sett af þurrum fötum, nóg að eta og drekka, veitingar voru í topp alla helgina ... þakka þér mín kæra. Það var mjög gott að koma til Randers og vera búin að klára í keppnina, þetta hafði ekki gengið eins og ég bjóst við eða vonaðist eftir, en svona er "keppni" margt óvænt getur gerst í "keppni", alltaf er hægt að læra af mistökum og þú heldur áfram að læra svo lengi sem þú heldur áfram að taka þátt. Það er alltaf eitthvað sem hægt er að gera betur, hef ég fengið margar góðar hugmyndir og ábendingar um endurbætur á Ísbirninum mínum. Ég hef líka hitt helling af fólki sem ég þekkti nú fyrir, og auðvitað suma sem ég hafði aldrei hitt áður. Loksins hitti ég Auði Rafnsdóttur, hörkukajakkonu sem ég hafði séð á þátttakendalistum hér og þar í Danmörku, við áttum gott spjall saman, Auður hafði tekið þátt á 2ja manna bát. Ég hlakka til að hitta allt þetta fólk aftur síðar......
Klikkið á myndirnar til að fá texta....
10.09.2011 Tour de Gudenå dagur eitt
Daginn átti að byrja með miklum harða frá upphafi, og reyna þannig að losna við keppinautana, en ég fékk ömurlega byrjun, en náði að laga það tiltölulega fljótt. Eftir 3km við vorum við tveir fyrstir en rerum ranga leið og Frode frá Noregi, komst fram fyrir okkur á flotta Vadja surfskin sínu. En fljótlega fengum við hann róið uppi og var nú vorum við komnir í fyrsta á kaflann, þetta gekk allt vel þar til Michael, sem ég hafði róið vitlaust met réri framúr Frode og ég réri inní í tré! ! ! Þannig að ég var skyndilega 50m á eftir Frode og 100m á eftir Michael. En svo kom brú þar sem við þurfum að bera bátana yfir veg því klúðrar Fróði meistaralega þannig að ég hljóp frammúr honum með Ísbjörninn undir hendinni, eftir að hafa sett í ánna að nýju náði ég Michael með það saman. Þegar við komum út á Morso, hófum við Michael samstarf endist að marklínu í Silkeborg þar sem við komum á sömu sekúndunni í mark ! ! ! ..... mjög fín fyrsti dagur þar sem við Michael erum 18 mínútum fyrir framan Frode, veðrið á morgun lítur vel út .....
Klikka á myndir til að sjá texta
09.09.2011 Tour de Gudenå.... ræsing á morgun !!!
... við æfingar fyrir TDG
Þá eru markmið vikunnar, 100km fyrir Tour de Gudenå uppfyllt, túrinn í gær var nóg að ég kom upp á 4408km. Hlakka gríðarlega til að koma til Skanderborgar og staðsetja mig vel á startlínunni á morgun. Reikna með spennuþrungnu starti - er með ýmislegt í pokahorninu, þegar á fyrstu kílómetrunum verður búið að skiptast upp í hópa. Veður gæti verið verra, býst þó ekki við því að veðrið verði í aðalhlutverki.
Eftir farsælan endi á 6km "handikap" keppninni á miðvikudagskvöldið, þar sem ég réri í Ísbirninum mínum í fyrsta skipti í langan tíma, sem í sjálfu sér var og er ávalt upplifun. Í þetta sinn var það ég sem var með besta tíma kvöldsins, við nokkuð krefjandi aðstæður. Mjög spennandi endasprettur gerði einnig kvöldið enn meira spennandi, sá sprettur endaði þannig að ég stefninu á Ísbirninum 1m framan nr 2 í mark !!! tæpara gat það nú varla verið.
Ég geri ekki ráð fyrir svo tæpum endalokum á sunnudaginn í Randers, en það gæti verið gaman engu að síður.
Nú er ég að fara inn í síðustu áfanga undirbúningsins, borða fullt af pasta, túnfiski, rauðu kjöti, músli, hafragraut, og að sjálfsögðu ómissandi HARÐFISKINN ..... þessu held ég áfram fram til kl. 11.00 á morgun en þá verður ræst í Skanderborg.
Eftir farsælan endi á 6km "handikap" keppninni á miðvikudagskvöldið, þar sem ég réri í Ísbirninum mínum í fyrsta skipti í langan tíma, sem í sjálfu sér var og er ávalt upplifun. Í þetta sinn var það ég sem var með besta tíma kvöldsins, við nokkuð krefjandi aðstæður. Mjög spennandi endasprettur gerði einnig kvöldið enn meira spennandi, sá sprettur endaði þannig að ég stefninu á Ísbirninum 1m framan nr 2 í mark !!! tæpara gat það nú varla verið.
Ég geri ekki ráð fyrir svo tæpum endalokum á sunnudaginn í Randers, en það gæti verið gaman engu að síður.
Nú er ég að fara inn í síðustu áfanga undirbúningsins, borða fullt af pasta, túnfiski, rauðu kjöti, músli, hafragraut, og að sjálfsögðu ómissandi HARÐFISKINN ..... þessu held ég áfram fram til kl. 11.00 á morgun en þá verður ræst í Skanderborg.
06.09.2011 >1200km eftir
Í dag var kröftugur vindur á Alssundinu, til að æfa "þungt" valdi ég Trapper Barraquda til að róa í, þó það sé þungur bátur, fannst það þægilegt að róa í honum. Tilfinningin um að hafa mikinn mátt var alsráðandi, og svo þegar byrjaði að rigna, var ég virkilega á heimavelli. Það hjálpar auðvitað alltaf að hafa góða blöndu af tónlist í eyrum.
Markmiðið fyrir þessa viku er róa 100km fyrir föstudag svo koma 120km útúr Tour de Gudenå keppninni inná kílómetra í reikninginn. Fyrir 15. september stefni ég á að eiga minna eftir en 1000km til að ná félagsmetinu ....
Markmiðið fyrir þessa viku er róa 100km fyrir föstudag svo koma 120km útúr Tour de Gudenå keppninni inná kílómetra í reikninginn. Fyrir 15. september stefni ég á að eiga minna eftir en 1000km til að ná félagsmetinu ....
05.09.2011 Kajak allan sólarhringinn
Lene kærastan mín og ég á Alssundinu um helgina....
Þann 24. ágúst kom fyrsta útgáfa af startlistanum fyrir Tour de Gudenå út, í mínum flokki áttu að koma frá Noregi nokkrir verulega sterkir Surfski ræðarar. Síðastliðna nótt mig dreymdi, eins og svo oft kajak tengdan draum, það var um Norðmennina sem ekki komu til keppninnar. Ég sagði kærastunni minni Lene frá draumnum þegar við borðuðum morgunmat saman. Í kaffihléinu í vinnunni kíkti ég á nýjustu útgáfu af startlistanaum. Viti menn nú kemur aðeins einn af strákunum frá Noregi! ! !
Í dag snérist allt um að fá sem mest út úr prófunum ísbirninum mínum, ég prufaði mismunandi staðsetningu á sætinu og sá gríðarlegan mun á hvað örfáir centimetrar fram eða aftur getur haft á hraðan í bátnum.
Í dag snérist allt um að fá sem mest út úr prófunum ísbirninum mínum, ég prufaði mismunandi staðsetningu á sætinu og sá gríðarlegan mun á hvað örfáir centimetrar fram eða aftur getur haft á hraðan í bátnum.
04.09.2011 >1300km eftir og bara vika í Tour de Gudená
Nú er einungis ein vika í Tour de Gudenå, stærstu kajak keppni á Norðurlöndum ég hlakka. Ég hef undirbúið mig eins vel og ég get, með þátttöku í keppnum nú uppá síðkastið, um síðustu helgi réri ég svo Tangsø, sem er hluti af TDG keppninni. Minntist frá fyrra ári hversu langur og leiðinlegur Tangsø , en nú var eins og það var ekki svo lengi að taka enda, tek það sem gott tákn. Fram að og undir Tour de Gudenå, mun ég uppfæra síðuna reglulega.
Annars gengur vel við söfnun km fyrir kílometra metið, eftir daginn í dag eru 1250km til eftir, í vikunni eftir TDG, ég mun komast undir 1000km, það verður kærkomið gott.
Annars gengur vel við söfnun km fyrir kílometra metið, eftir daginn í dag eru 1250km til eftir, í vikunni eftir TDG, ég mun komast undir 1000km, það verður kærkomið gott.
24.08.2011 >1500km eftir, bætti 6km tímann minn.....
Bætti tímann minn í 6km "handikapp" í kvöld fékk 29,35 , bæting um 9 sekúndur, virkaði létt. Búin að stúdera Start Technic á "YouTube" en náði ekki sérlega góðu starti engu að síður. Hálfa leið eftir 3km ég hafði 13,0 meðalhraða! ! !
Í kvöld var undirbúnings fundur fyrir Tour de Gudenå, start listinn fyrir Vendelbo keppnina er kominn, við verðum 9 í sjó kajak flokki, sem verður startað kl. 12.00 nú á laugardag.
Í kvöld var undirbúnings fundur fyrir Tour de Gudenå, start listinn fyrir Vendelbo keppnina er kominn, við verðum 9 í sjó kajak flokki, sem verður startað kl. 12.00 nú á laugardag.
Myndir frá Alssund í Escape.....
21.08.2011 >1600km eftir......
Mjög góður dagur á Alsundinu, sól og heiður himinn er í frábæru formi og átti súper góðan dag í gær, hvað er hægt að biðja um meira. Nú er ein vika í Vendelbo keppnina í Álaborg, http://www.aalborgkajakklub.dk/vendelboloeb/Vendelboloebet2011indbydelse.pdf
Start listi ætti að vera tilbúin á morgun eða hinn, hlakka til að takast á við nýtt umhverfi og vonandi næ ég að mæta á Ísbirninum mínum. Kílómetrarnir rúlla inn á félagsmetið og í þessari viku ég kem uppfyrir 4000 km! ! !
Start listi ætti að vera tilbúin á morgun eða hinn, hlakka til að takast á við nýtt umhverfi og vonandi næ ég að mæta á Ísbirninum mínum. Kílómetrarnir rúlla inn á félagsmetið og í þessari viku ég kem uppfyrir 4000 km! ! !
17.08.2011 >1700km eftir....
Það kemur ekki svo mikið inn af kílómetrum þessa dagna en formið tekur miklum framförum, þökk sé Escape bátnum sem ég hef róið á eftir að Ísbjörn minn var sendur í slipp. Nú í kvöld við rerum við okkar vikulegu 6km löngu "Handikap keppni", ég réri á Escape kajaknum og fór niður á minn besta tíma 29,46 sem þýðir 12,2 km / klst að meðalhraði. Þessi tími er frá því Ísbjörninn var glænýr, ég veit að ég get bætt þennan tíma verulega, aðstæður á voru ekki "frábærar", en heldur ekki alslæmar.
Handikap úrslit dagsins: http://www.sonderborgkajakklub.dk/statistik/handicap.htm
Í dag fékk ég sendan startlista fyrir Little Belt Blue Belt, við erum ekki svo margir í 20km sjó kajak, en nóg að það verður róið, þessi tími nú í kvöld er gott veganesti fyrir komandi mót, ekki síst nú um helgina.
Handikap úrslit dagsins: http://www.sonderborgkajakklub.dk/statistik/handicap.htm
Í dag fékk ég sendan startlista fyrir Little Belt Blue Belt, við erum ekki svo margir í 20km sjó kajak, en nóg að það verður róið, þessi tími nú í kvöld er gott veganesti fyrir komandi mót, ekki síst nú um helgina.
Á síðastliðnum tveimur dögum hef ég róið 70km í Escape bát sem klúbburinn er
eigandi að, þetta er vegna þess að Ísbjörninn minn er við það að fá nýjan botn sem ekki var vanþörf á eftir tilraun mína við að róa í kringum Danmörku árið 2011. Ég
hef náð gríðarlega góðum tökum á Escape bátnum og ræður trúlega mest staða sætisins.
Sætið er nokkru hærra en í Ísbirninum og það virðist gera gæfumuninn. Þetta tækniatriði mun ég svo yfirfæra til Ísbjarnarins sem kemur til með að gangast undir nokkrar velvaldar
"keppnislegar" endurbætur á næstu vikum.
Þátttaka mín í Lille Bælt Blå Bånd hefur verið staðfest og ég er fullur eftirvæntingar, nú er tæpur á mánuður í Tour de Gudenå á 2011. Þann 27. ágúst keppi ég svo í Álaborg, þar sem ég mun róa 20km í sjókajak flokki. Svo það er í nógu að snúast að næstu vikurnar, ásamt því að róa inn kílómetra til handa klúbmetinu, sem smám saman nálgast, samkvæmt áætlun.....
Þátttaka mín í Lille Bælt Blå Bånd hefur verið staðfest og ég er fullur eftirvæntingar, nú er tæpur á mánuður í Tour de Gudenå á 2011. Þann 27. ágúst keppi ég svo í Álaborg, þar sem ég mun róa 20km í sjókajak flokki. Svo það er í nógu að snúast að næstu vikurnar, ásamt því að róa inn kílómetra til handa klúbmetinu, sem smám saman nálgast, samkvæmt áætlun.....
09.08.2011 >1900km eftir....
Réri í dag á þægilegum hraða 35km inná kílómetra reikninginn, þrátt fyrir að það væri mjög vindasamt 12-15m/sek, fann lítinn 1 km langan kafla, þar sem var þokkalegt logn. Þarna réri ég fram og til baka, passaði mig á því að nota ekki of mikið afl, þannig að þessir 35km rúlluðu því inn á auðveldan og þægilegan hátt. Eftir daginn í dag eru 1885km eftir i klúbmetið.....
06.08.2011 Kílómeter eftir kílómeter
... við Alssund í dag....
Þessa dagana snýst róðurinn ekki um mikið annað en að ég rúlla inn kílómetrum, er stefnt að leggja að velli klúbmetið um fjölda kílómetra á ári. Í dag er hljóðar þetta met uppá 5555km og er frá árinu 2005 er metið var sett var eytt í það 12 mánuðum mín bæting verður hinsvegar framkvæmd á aðeins 10 mánuðum ! ! !
Eftir daginn í dag eru 1975km eftir til að komast uppað metinu og ég hef tíma til 31. október til að ná í þá kílómetra sem vantar, áætlanir standast allar og ég er nokkuð á undan áætlun sem auðvitað er bara plús.
Loksins lét ég verða af því að skrá mig til keppni sem verður haldin þann 20. ágúst næstkomandi, www.lillebæltsblåbånd.dk þar sem ég mun taka þátt í sjó kajak flokki og róa 20km vegalengdina. Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek þátt í þessari keppni og auðvitað hlakka ég til.
Eftir daginn í dag eru 1975km eftir til að komast uppað metinu og ég hef tíma til 31. október til að ná í þá kílómetra sem vantar, áætlanir standast allar og ég er nokkuð á undan áætlun sem auðvitað er bara plús.
Loksins lét ég verða af því að skrá mig til keppni sem verður haldin þann 20. ágúst næstkomandi, www.lillebæltsblåbånd.dk þar sem ég mun taka þátt í sjó kajak flokki og róa 20km vegalengdina. Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek þátt í þessari keppni og auðvitað hlakka ég til.
01.08.2011 Thurø Rundt AFLÝST ! ! !
Ergilegt engin Thurø Rundt 2011..... fékk meil í morgun, einungis 37 höfðu skráð sig. Skiljanlega er slíkur fjöldi ekki nægur til ad halda keppni sem er svo umfangsmikil einsog Thurø Rundt er. Hinsvegar er það ávallt umhugsunnarefni er gamalgrónar keppnir tapa vinsældum. Eitthvað nýtt má koma til, af nógu er ad taka, hvad möguleika á keppnishaldi varðar. Ekkert varir að eilífu svo trúlega er bara um eðlilega thróun ad ræda. Engu að síður vona ég að reynt verði að halda þessa keppni að ári, þá verður fólk líka að vera fyrr á ferð með skráningar.
Fyrir mig hefur þetta svo sem ekkert að segja, mínar æfingar halda áfram af sömu áfergju og verið hefur, kíki þessa dagana eftir öðrum keppnum, vil gjarnan taka þátt í einni eða tveimur keppnum eina eda 2 fyrir Tour de Gudená sem haldin er 10-11. september í ár.
Fyrir mig hefur þetta svo sem ekkert að segja, mínar æfingar halda áfram af sömu áfergju og verið hefur, kíki þessa dagana eftir öðrum keppnum, vil gjarnan taka þátt í einni eða tveimur keppnum eina eda 2 fyrir Tour de Gudená sem haldin er 10-11. september í ár.
31.07.2011 Hvað er að gerast....
Þessa dagana ganga mínar æfingar útá undirbúning fyrir Thurø Rundt, sem haldin verður þann 7. ágúst í Svendborg. Á síðasta ári var ég með í fyrsta skipti og fékk 4. sæti, nú á þessu ári vonast ég eftir betri árangri fyrir mig og Ísbjörninn minn. Ég er að róa mikið tempó þessa dagana, en að sjálfsögðu eru hraðaæfingar fléttaðar inní þetta prógram - enda nauðsynlegt að hafa þær með. Í þessari viku sem nú er að líða undir lok náði ég að hala inn 188km sem ég er fullkomlega sáttur við ! ! !
Eftir Thurø Rundt, kemur svo Tour de Gudenå, stærsta kajak keppni skandinaviu - ég er mjörg spenntur yfir því að vera með í annað sinn, í fyrra fékk ég silfur í sjó kajak flokknum. Nú í ár 2011 mun ég mæta á hraðskreiðari bát og vera sjálfur í mun betra formi svo er að sjá hvað kemur út úr því.
Eftir Thurø Rundt, kemur svo Tour de Gudenå, stærsta kajak keppni skandinaviu - ég er mjörg spenntur yfir því að vera með í annað sinn, í fyrra fékk ég silfur í sjó kajak flokknum. Nú í ár 2011 mun ég mæta á hraðskreiðari bát og vera sjálfur í mun betra formi svo er að sjá hvað kemur út úr því.